Heilbrigðismál - 01.06.1977, Síða 6

Heilbrigðismál - 01.06.1977, Síða 6
Leghálskrabbamein vaxiö inn í blöðru og endaþarm (stig IV). Teikn.: f. Netter. dómurinn er tíu sinnum sjaldgæfari meðal gyðinga en flestra annarra þjóða (2,2 tilfelli af 100.000 á ári). Fyrst var talið að þetta væri að þakka umskurninni en sennilegra er að skýringanna sé að leita í ákveðnum hreinlætisráðstöfunum í sambandi við kynlíf, samanber þriðju Mósebók, 15. kap., 16.—29. Nunnur og konursem lifa skírlífi eru að mestu leyti lausar við leg- hálskrabbamein. Af því hafa verið dregnar þær ályktanir að sjúk- dómurinn orsakaðist af smitun, sennilega af völdum veiru, sem bærist frá karlmanninum. Það er athyglisvert að konum sem byrja kynlíf snemma er hættara við að fá leghálskrabba- mein. Þannig er fjórum sinnum hærri tiðni hjá konum sem byrja kynlíf fyrir 15 ára aldur en konum sem hafa sínar fyrstu samfarir eftir tvítugt. Langvarandi notkun pillunnar eða lykkjunnar virðist ekki hafa áhrif á tíðni leghálskrabbameins. Eðli leghálskrabbameins Krabbamein í leghálsi er eins og áður er sagt þriðji algengasti ill- kynja sjúkdómur hjá konum og samsvarar um 43% eða allt að helmingi af illkynja sjúkdómum í móðurlífi. Tíðni þessa sjúkdóms hér á landi hefur farið vaxandi á síðustu áratugum, eins og í ná- grannalöndum okkar. Aukningin hefur komið í kjölfar fólksflutninga úr strjálbýli í þéttbýli þótt það eitt sé ekki talinn beinn orsakavaldur heldur einhver önnur meðverkandi orsök samfara þeim breyttu lifnaðarháttum sem fylgja búsetu í þéttbýli. Á fimm ára tímabilinu frá 1970 til 1974 var meðaltíðni 21 til- felli á ári miðað við 100.000 konur (í árslok 1974 voru alls 107.122 konur í landinu). Leghálskrabbamein á oftast upptök sín í kringum ytra legháls- opið. Venjulega, eða í 95% af til- vikum, er það vaxið upp úr flögu- þekjunni. í aðeins 5% tilvika myndast þetta æxli úr kirtil- þekjunni í leghálsganginum. Þessir sjúkdómar eru algengastir hjá konum á aldrinum frá 50 til 54 ára en meðalaldur þeirra sem þetta æxli hefur fundist hjá hér á landi er 52 ár. Yngsta konan sem greind hefur verið á síðustu tíu árum var þó aðeins 25 ára. Hið eiginlega krabbamein er lengi að myndast og er jafnvel talið að það geti tekið um 10 ár. í flestum tivikum vex þetta æxli upp úr ósýnilegri forstigsbreytingu eða svokölluðu staðbundnu meini. Þegar frumurnar hafa náð því að ummyndast í eiginlegar -krabba- meinsfrumur og eru farnar að vaxa ífarandi er voðinn vís. Þá ræðst rneinið inn i nærliggjandi vefi og getur að lokum borist með vessa- æðum eða blóði til fjarlægari staða í líkamanum. Lækningahorfur eru í beinu hlutfalli við útbreiðslu æxlisins. Þannig læknast 100% af þeim sjúklingum sem eru greindir með meinið á forstigi, staðbundið mein, sem í eðli sínu ér ekki krabbamein, 75% af þeim sem eru með meinið á 1. stigi, 50% af þeim sem eru með meinið á 11. stigi og 25% með meinið á III. stigi. og nánast enginn af þeim sem eru með meinið á IV. stigi, þ. e. a. s. þegar æxlið er lengst gengið og farið að mynda meinvörp utan við grindar- holið eða vaxið inn í blöðru eða endaþarm. Mikilvæg einkenni Allt sem leiðir til greiningar fyrr, eykur verulega batahorfur. Þýð- ingarmest í því sambandi er að konan og sá læknir sem hún leitar Myndin sýnir hvernig legháls- krabbamein breiðist út ettir lymphu- brautum og eitlastöðvum út að grindarveggnum og upp í kviðar- Netter. 6 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.