Heilbrigðismál - 01.06.1977, Síða 16
hins vegar sýnilegt að betur má ef
duga skal. Hvaða lærdóm getum
við dregið af þeirri vitneskju, sem
aflað hefur verið um orsakasam-
hengi lifnaðarhatta og sjúkdóma?
Hvernig ber okkur að bregðast við
þeim lærdómi?
Fyrsta ályktunin, sem upp í hug-
ann kemur, er sú að ekki er lengur
hægt að reiða sig á beinar aðgerðir,
sjúkdómaleit, bólusetningar og
þess háttar, eins og áður var lýst.
Ljóst er að nú er það einstaklings-
ins sjálfs að aðhafast frckar en
lækna og heilbrigðisstarfsliðs. Skil-
yrði þess að einstaklingurinn geti
aðhafst er að hann hafi vitneskju
um það hversu honum ber að haga
líferni sínu til að forðast sjúkdóma.
Frumskilyrðið er þó að hann hafi
viljann því að án hans dugar ekki
þekkingin. Það sem því bíður heil-
GARÐS
APÓTEK
Sogavegi 108
Reykjavík
brigðisstarfsfólks er að koma
þekkingunni áleiðis til þeirra sem
vilja nýta sér hana, og að því hlýtur
heilsuverndarstarf í framtíðinni að
beinast í æ ríkara mæli.
Nú á tímum sjást aftur á móti
ýmis teikn um gagnstæða þróun,
sístækkandi hlut lækninga í þjóð-
félaginu, oftrú á tækniþróun
læknavísinda og vaxandi afskipti
lækna, heilbrigðisstarfsfólks og
heilbrigðisstofnana af einstakl-
ingnum og kvörtunum hans, vax-
andi lyfjanotkun, pillur við þessu
og pillur við hinu. Allt þetta hefur
gert að verkum að meðvitund fólks
um eigin skyldur hefur sljóvgast.
Einstaklingurinn hefur orðið
minna og minna virkur og hann
hefur kastað áhyggjum sínum af
heilsufari og jafnvel daglegri líðan
yfir á lækninn og vísindi hans. Á
þessari braut verður ekki haldið
lengi áfram, án þess að leiði í
ógöngur, og því verður af alefli að
spyrna gegn þessari þróun. Það er
einstaklingurinn sjálfur Sem ber
ábyrgð á lífi sínu og heilsu og þá
ábyrgð getur enginn axlað fyrir
hann.
Hér fer því saman megininntak
nýrra sjónarntiða í heilsuverndar-
málum og almenn þörf gerbreyt-
ingar á afstöðu almennings til eigin
velferðar, likamlegrar og andlegr-
ar.
Fræðslu- og ráðgjafahlutverk
heilbrigðisstétta hlýtur að fara
stórvaxandi á komandi árum. Ekki
aðeins þessar stéttir þurfa að leggja
hönd á plóginn, heldur allir þeir
einstaklingar og félagasamtök sem
áhuga hafa á að varðveita heilbrigt
mannlíf. S.G.J.
Fleiri áskrifendur
— betra blaó
Lesendur Fréttabréfs um heil- gang tímaritsins. Nota má
brigðismál eru hvattir til að áskriftarseðilinn sem fylgir
útvega nýja fasta kaupcndur þessu blaði en einnig má panta
til þess að auka vöxt og við- áskrift í síma 16947.
16
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL