Heilbrigðismál - 01.06.1977, Síða 25

Heilbrigðismál - 01.06.1977, Síða 25
framkvæmd ein slík aðgerð á karl- manni. í 56 tilvikum fóru saman fóstureyðing og ófrjósemisaðgerð. Þörf nánari ákvæöa? Nýju lögin gera ráð fyrir því að ákveðið skuli með reglugerð um nánari framkvæmd laganna. Sýnist á öllu að þegar beri að vinda bráð- an bug að því að setja slíka reglu- gerð. Þar mætti m. a. tilgreina hvað væri talið fyllilega sambærilegt við þær félagslegu ástæður sem taldar eru upp í lögunum, en erfitt hefur reynst að leggja mat á þetta. Er þess að vænta að slík reglugerð sjái dagsins ljós innan tíðar. Nú eru liðin tvö ár frá gildistöku laganna °g ætti því að vera komin nokkur reynsla á það hvað standa þarf í slíkri reglugerð. Hin mikla aukning fóstureyð- mga og ófrjósemisaðgerða er orðin hálfgerður baggi á þeim sjúkra- húsum þar sem slíkar aðgerðir eru framkvæmdar en þau eru nú átta lalsins. Þykir mörgum sem slíkar aðgerðir, sérstaklega fóstureyðing- arnar, séu látnar sitja fyrir öðrunt aðgerðum enda er slíkt í sumum lilvikum eðlilegt þar sem tímans vegna verður að grípa fljótt inn í. Ekki var gert ráð fyrir svona ntikilli aukningu þannig að sjúkrahúsin geta ekki að óbreyttum aðstæðum tekið við aukningu til langfranta án þess að það komi niður á annarri starfsemi þeirra. Nú er unnið að könnun á fram- kvæmd laganna á vegum land- læknisembættisins. Að þeirri könnun lokinni verður væntanlega hægt að draga ítarlegri ályktanir urn þróun þessara rnála hér á landi °g um það hvort breyta þurfi lög- gjöfinni á einhvern hátt. Til greina kæmi að heimila ekki fóstureyðingu eftir 12. viku nema í ulgjörum neyðartilvikum, en þess má geta að í finnska þinginu hefur uýlega verið lagt fram frumvarp þess efnis. Einnig kæmi til greina að hækka aldursmörkin varðandi úfrjósemisaðgerðir úr 25 í 30 ár. □ UNGA FÓLKIÐ ÁLYKTAR Miðvikudaginn 4. maí var hald- inn í Laugarásbíói í Reykjavík fundur þar sem saman voru kontnir fulltrúar sjöttubekkinga i 27 skól- um á höfuðborgarsvæðinu og barnaskólanum á Selfossi auk ntargra gesta. Fundurinn var lokaþáttur í sam- starfi skólanna og Krabbameins- félags Reykjavíkur síðast liðið skólaár. Frá honunt er sagt í 4. tbl. Takmarks en hér á eftir eru birtar í heild ályktanir þær sem sjöttu- bekkingar samþykktu á fundinum. Fræöslustarfsemi Við erunt þakklát fyrir þá fræðslu um skaðsemi tóbaksneyslu sem við höfum fengið í skólunum í vetur og óskum eftir að framhald verði á fræðslustarfinu bæði fyrir okkur og aðra í skólunum. Einnig finnst okkur nauðsynlegt að efla fræðslustarf fyrir almenning um þetta efni og sjá lil þess að allir sem þurfa geti fengið aðstoð til að hætta að reykja. Við teljum að kvikmyndir og námskeiðið í sjónvarpinu hafi haft mikil áhrif og mælum með því að haldið sé annað sjónvarpsnámskeið á næsta vetri og sýndar verði fleiri kvikntyndir og fræðsluþættir um skaðsemi reykinga og um það hvernig menn geti lifað heilbrigðu lífi. Auglýsingabann o. fl. Við erum mjög ánægð með að Alþingi hefur nú bannað allar Frá fundi sjöttubekkinga í Laugarás- bíói. Lesnar upp ályktanir sem síðan voru samþykktar, en þær eru birtar hér á SÍðunni. Ljósm.: Jens Alexandersson. tóbaksauglýsingar frá 1. júní og vonunt að allir virði þessi nýju lög. Okkur finnst að fullorðna fólkið ætti að forðast að gera nokkuð sem getur orðið lil þess að börn og unglingar byrji að reykja. Til dæntis ætti fólk alls ekki að senda börn í búðir eftir sigarettum og reyndar ætti alveg að hætta að selja börnunt og unglingum tóbak. Einnig finnst okkur rétt að stefna að þvi að tóbak sé ekki selt í mat- vörubúðum. Við teljum líka að verð á tóbaki ætti að vera mun hærra en nú. til dæmis 500 krónur pakkinn, og með því mætti draga úr reykingum ungs fólks. Skorður viö reykingum Við teljum nauðsynlegt að fjölga sent mest þeint stöðurn og farar- tækjum þar sem reykingar eru tak- markaðar eða alveg bannaðar. Sérstaklega finnst okkur sjálfsagt að leyfa ekki reykingar á stöðum þar sem fram fer starfsemi fyrir börn og unglinga t. d. í barna- heimilum, skólum, tómstunda- heimilum og íþróttahúsum eða á samkomum sem börn og unglingar sækja. Til dæmis ætti alls ekki að JÚNI 1977 25

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.