Heilbrigðismál - 01.06.1977, Qupperneq 28
skurður sectio caesarea. Júlíus
Sesar, sem var keisari í Róm á 1.
öld f. Kr., lét setja í lagabálk
ákvæði úr eldri lögum þess efnis
að ekki mætti jarðsetja ófríska
konu nema áður væri kviður
hennar opnaður og fóstrið tekið
út. Var þetta ákvæði sett vegna
þess að menn héldu að fóstrið
gæti lifað lengi eftir andlát
móðurinnar. Upphafleg merk-
ing hins latneska orðs mun hafa
verið keisarakrufning (sectio
merkir krufning á læknamáli
enn í dag) enda er ekki vitað til
þess að slík aðgerð hafi verið
reynd á lifandi móður fyrr en
árið 1580.
Fyrsti keisaraskurður hér á
landi var gerður í Reykjavík 24.
júní 1865. Aðgerðina fram-
kvæmdu Jón Hjaltalín land-
læknir og Gísli Hjálmarsson
læknir, en tveir franskir læknar
sem hér dvöldu aðstoðuðu við
svæfinguna (fyrsta svæfingin
hérlendis var 1856). Hin barns-
hafandi kona „var dvergvaxin
og dæmdist ófær til að komast
lifandi frá barni, hverjum
brögðum sem beitt yrði til að ná
burðinum eðlilega fæðingar-
leið“, eins og segir í bókinni
Lækningar og saga eftir Vil-
mund Jónsson (bls. 164—183).
Móðirin dó af afleiðingum að-
gerðarinnar en barnið lifði. Það
lést þó hálfu ári síðar.
Næst var framkvæmdur
keisaraskurður í Reykjavík 29.
ágúst 1910. Þetta var fyrsta að-
gerðin þar sem bæði móðir og
barn lifðu, en það var Matthías
Einarsson læknir sem skar.
Steingrímur Matthíasson
læknir á Akureyri gerði þriðja
Keisaraskurður á Kvennadeild
Landspítalans.
Ljósm.: Gunnar V. Andrésson.
keisaraskurð hér á landi, og
jafnframt þann fyrsta utan
Reykjavíkur, 2. júlí 1911. Móðir
og barn lifðu.
, ALLT
iShf MEÐ
EIMSKIP
Abyrgdp
TRYGGINGAFÉLAG BINDINDISMANNA
Skúlaoötu 63 * Raykjavík - Sfmi 26122
í^rstur med T"W fréttimar Jj :s: IR
28
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL