Heilbrigðismál - 01.06.1977, Qupperneq 9

Heilbrigðismál - 01.06.1977, Qupperneq 9
Hvers vegna Banda- ríkjamenn bönnuóu SAKKARÍN Notkun ýmissa sætiefna í stað sykurs hefur aukist mikið á síðustu áratugum. Þekktustu nöfnin eru cyclamates, sorbitol og sakkarín (saccharin). Einnig eru til önnur efni svo sem xylitol og lycasin og nú er verið að gera tilraunir með ný efni, t. d. SRI oxime V, aspartame og Neo-DHC (neohesperidine dihydrochalcone). Arið 1970 var cyclamate bannað • Bandaríkjunum og víðar þegar í 'jós kom að það gat valdið krabba- meini í lifur á rottum. Á íslandi var efnið aldrei bannað en notkun þess hér á landi var hætt að mestu leyti. Þó er það selt hér enn í a. m. k. tveimur tegundum af sætitöflum. Sorbitol er ekki hitaeininga- snautt eins og cyklamate og sakkarín og gefur því ekki sömu möguleika og þau. Það mun þekktast hér í tyggigúmmíi sem kennt er við það. Sakkarín er 450 sinnum sætara en strásykur á bragðið. Það hefur þann ókost að skilja eftir málm- hragð í munni eftir neyslu og einnig kemur af því annarlegt bragð sé það hitað upp. Sakkarín eykur ekki geymsluþol matvara, eins og sykurinn gerir, og kemur því ekki að neinu öðru gagni en að gefa sætt hragð. I Bandaríkjunum eru árlega notuð um 2000 tonn af sakkaríni, einkum í gosdrykki og vörur fyrir Vkursjúka. Það vakti því verulega athygli i marsmánuði þegar sagt var frá því að notkun sakkaríns yrði bönnuð dÚNI 1977 að mestu leyti þar í landi frá 1. júlí. í Kanada verður efnið bannað í gosdrykkjum frá 1. júlí en að öllu leyti frá 1. september í haust. Bandaríska matvæla og lyfja- stjórnin (Food and Drug Admini- stration) byggði bann sitt á svo- nefndu Delaney ákvæði í lögum frá 1958. í ákvæðinu stendur að taka beri af niarkaðinum öll þau efni sem uppvíst hefur orðið að valdi krabbameini, hvort sem það er í mönnurn eða dýrum. Slík sök hafði sannast á sakkarín í rannsókn sem gerð var á vegum opinberra aðila í Ottawa í Kanada. Við rannsókn á nokkur hundruð rottum reyndist sakkarín geta valdið blöðrukrabbameini í rottum sem fengið höfðu efnið í stórum skömmtum, eða sem samsvaraði því að maður drykki úr 800 flöskum af sykurlausum drykkjum á dag. Sumum þar vestra fannst bannið svo fáránlegt að þeir lögðu til að á umbúðir fyrir sakkarín ýrði letrað: „Aðvörun! Kanadamenn hafa komist að raun um að sakkarín sé hættulegt fyrir heilsu rottanna þinna". En þeir sem til þekkja vita að dýratilraunir í líkingu við þá kan- adísku eiga fullan rétt á sér og gefa oft vísbendingu um efni sem síðar reynast varasöm mönnurn. Árlega fórna Bandaríkjamenn lífi 35 milljóna tilraunadýra í vísindaleg- um tilgangi. Rottur og mýs eru mikið notaðar vegna þess að líf- efnafræðilega svipar þeim mjög til Fimmtán sykurmolar eru mun fyrirferðarmeirl en fimmtán hundruð sakkaríntöflur sem á myndinni eru, enda er sakkarínið talið 450 sinnum sætara en venjulegur sykur L|ósm.: j. r.

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.