Heilbrigðismál - 01.06.1977, Blaðsíða 12

Heilbrigðismál - 01.06.1977, Blaðsíða 12
Starfsfólk spítalanna reynir að aðstoða börnin eftir mætti í erfið- leikum þeirra. Þessi drengur virðist una sér vel í fangi einnar starfs- stúlkunnar. íþróttalíf o. fl. hefur oft rofnað. Þessi áhrif sem að framan greinir eru almennari en menn gera sér grein fyrir. Að sjálfsögðu skiptir þama megin máli andlegt ástand barnsins fyrir spítalavistina, aldur þess, eðli sjúkdómsins, viðbrögð foreldra og umhverfi spítalans hversu mikil og varanleg eftirköstin verða. Ýmis skipulagsatriði geta létt börnum sjúkrahúsvistina Lögð er aukin áhersla á að rýmka heimsóknartíma og nálægð foreldra meðan á spítalavistinni stendur, einkum þegar mikið liggur við svo sem fyrstu stundirnar á spítalanum, eftir svæfingu eða þegar barnið er alvarlega veikt. Víðast hér á landi hefur skilningur manna á þessu atriði aukist svo, að lögð er áhersla á að annað foreldrið sé eins mikið hjá barninu og aðstæður þess leyfa. í nágrannalöndum okkar, t. d. í Svíþjóð, er gengið út frá því að móðir eða annað foreldri dveljist hjá barni sínu allan daginn eða stóran hluta af deginum og annist jafnframt ýmsar daglegar þarfir þess, svo sem að hjálpa því að borða, að sjá um hreinlætisvenjur þess, leiki við það, lesi með því o. s. frv. Sú skipan þekkist einnig að foreldri sé „lagt inn“ með sínu barni og hafi herbergi til eigin af- nota til hliðar við deildina. Oft er þetta nauðsynlegt ef fjarlægð hindrar samvistir eða ef barn er al- varlega veikt og foreldrar geta ekki vikið frá því. Slíkt fyrirkomulag sem að ofan greinir krefst aukinnar skipu- lagningar þannig að læknismeð- ferðin geti gengið sinn eðlilega gang og reynir enn meir á að góð samvinna myndist milli starfsfólks og foreldra. Það hefur komið í ljós að almennt eru allir aðilar ánægðir með þetta fyrirkomulag, sé um góða skipulagningu að ræða. En sé ekki rétt á málum haldið getur þetta haft þau áhrif m. a. að starfs- fólkið kynnist ekki barninu nægi- lega vel. Aukin umgengni skapar og erfiðari aðstæður við að við- halda almennu hreinlæti og eykur sýkingarhættu, en bæði þessi atriði má fyrirbyggja. Á barnaspítalanum er nú lögð aukin áhersla á að fjallað sé um Börnin fá að hafa með sér dúkkur og önnur uppáhaidsleikföngin sín og á sum rúmin hafa þau fengið að líma myndir úr blöðunum um Andrés önd og félaga. 12 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.