Heilbrigðismál - 01.06.1977, Blaðsíða 21

Heilbrigðismál - 01.06.1977, Blaðsíða 21
FÓSTUREYÐINGAR ERU NÚ FIMMFALT FLEIRI EN FYRIR EINUM ÁRATUG Söguleg þróun Hinn 22. maí 1975 öðluðust gildi lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstur- eyðingar og ófrjósemisaðgerðir, þ. e. a. s. lög nr. 25 frá 1975. Þessi lög komu í stað laga frá 1935 um leiðbeiningar fyrir konur um varnir gegn því að verða barnshafandi og um fóstureyðingar og í stað laga frá 1938 um að heimila í viðeigandi tilfellum að- gerðir á fólki, er koma í veg fyrir að það auki kyn sitt. Hvað snertir ráð- gjöfina og fræðsluna varðandi kynlíf og barneignir þá er um ný- mæli að ræða. Fyrir gildistöku laganna frá 1935 voru engin lagaákvæði um fóstur- eyðingar utan þeirra ákvæða sem hegningarlögin frá 1869 höfðu að geynta. Samkvæmt þeim varðaði það móðurina og hlutdeildarmenn hennar allt að 8 ára hegningar- vinnu að eyða burði. Þrátt fyrir það að engin lagaákvæði væru fyrir hendi um nauðsyn fóstureyðingar í viðeigandi tilfellum var það viður- kennt að læknir gæti framkvæmt fóstureyðingu og að það væri jafn- vel skylda hans að gera slíkt ef um væri að ræða lífsnauðsyn fyrir móðurina. Var í þessu tilviki stuðst við kenninguna unt svokallaðan neyðarrétt í hegningarlögum, þ. e. a. s. að verkið skyldi vítalaust, væri ekki annað úrræði til bjargar. Samkvæmt heilbrigðisskýrslum fjölgaði fóstureyðingum á árunum kringum 1930. Töldu margir læknar sig óbundna af hegningar- lagaákvæðunum um þessar að- gerðir. Var því talið nauðsynlegt að setja lög til þess að greiða úr þess- um vanda og öðluðust þau gildi 1935. Það kom fljótlega í Ijós að lögin frá 1935 nægðu engan veginn, sér- staklega er tillit átti að taka til fóstureyðinga með hliðsjón af félagslegum ástæðum, vegna erfðagalla og þvíumlíks. Auk þess vantaði ákvæði um afkynjanir vegna óeðlilegra kynhvata, sent taldar eru geta valdið glæpurn. Vegna þessa setti Alþingi ný lög um þessi efni og tóku þau gildi 1938. Ný löggjöf Á árunum í kringum 1970 varð mikil aukning á fóstureyðingum hér á landi. Ástæðan fyrir þessari aukningu verður vart skírð á annan hátt en þann að þar endurspeglist vilji almennings til meira frjáls- ræðis í þessum efnum. Vegna þessarar aukningar var talið nauðsynlegt að breyta gild- andi löggjöf. Þetta varð til þess að á árinu 1970 var hafist handa við að endurskoða löggjöfina um fóstur- eyðingar, afkynjanir og vananir, þ. e. a. s. lögin frá 1935 og 1938. Á ofanverðu ári 1973 var fylgt úr hlaði frumvarpi til laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Frumvarp þetta olli miklum deilum jafnt utan þings sem innan. Einkum var það 9. grein frum- varpsins sem deilt var um. Þar var lagt til að fóstureyðing yrði heim- iluð að ósk konu, væri hún búsett hérlendis eða ætti íslenskt ríkis- fang, væri aðgerðin framkvæmd fyrir lok 12. viku meðgöngu og ef engar læknisfræðilegar ástæður mæltu gegn slíkri aðgerð. Hér var lagt til að svokallaðar „frjálsar fóstureyðingar“ yrðu leiddar í lög. Margar athugasemdir bárust til stjórnvalda og Alþingis vegna þessa frumvarps. Voru þær nær allar á þá leið að óvarlegt væri að heimila algjörlega frjálsar fóstureyðingar hér á landi. Að öðru leyti voru athugasemdir lítt færðar fram og yfirleitt var lýst yfir stuðn- ingi við aðrar greinar frumvarpsins og þær taldar til mikilla bóta. Af- Fyrir nokkrum ármn urðu miklar umrœður og jafnvel cleil- ur um fóstureyðingar hér á lancii. Hljótt hefur hins vegar verið um þessi mál siðustu tvö árin og scetir það nokkurri furðu þegar tekið er tillit til þess að á árinu 1975 tóku gilcli ný lög á þessu sviði og þegar sú staðreynd er höfð í huga að fóstureyðingum liefur fjölgað verulega hin síðari ár. Er því tími til kominn að vekja máls á þessu á ný, ekki sist vegna þess að margir eru þeirrar skoðunar að fóstureyðingar séu mi framkvcemdar samkvœmt ósk konunnar einnar og sé því um að rceða svokallaðar „frjálsar fóstureyðingar" þótt lögin heim- ili slíkt alls ekki. Grein þessi er eftir Jngimar Sigurðsson lögfrceðing, deildar- stjóra í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu. JÚNÍ 1977 21

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.