Heilbrigðismál - 01.06.1977, Side 4
kmst og annaö fólk talar um aðra sjúkdóma sem pað hefur fengið og
gœfu þannig öðrum styrk og trúnaðartraust. “
Það er tilgangur þessarar greinar að vekja athygli á því sem kom
fram á aðalfundi Krabbameinsfélags íslands, föstudaginn 13. maí
1977, að nú er í undirbúningi hér á landi stofnun samtaka fólks sem
gengið hefur undir erfiðar lækningaaðgerðir af völdum krabba-
meina eða annarra sjúkdóma. Markmiðið er að efla samhjálp og
samstöðu þessa fólks.
I þeim umræðum sem átt hafa sér stað hafa tekið þátt einstakl-
ingar sem gengið hafa í gegnum þessa reynslu, en auk þeirra
læknar, hjúkrunarfræðingar, starfsfólk krabbameinsfélaganna og
fleiri. Á aðalfundinum kom fram að hér hefur átt sér stað svipuð
starfsemi, þótt óskipuleg hafi verið, en þar er um að ræða lítinn hóp
fólks sem gengist hefur undir stórar skurðaðgerðir á ristli eða
þvagfærum. Læknar og hjúkrunarfræðingar hafa leitað til þessa
hóps þegar á hefur þurft að halda til útskýringar og uppörvunar
fyrir aðra sem slíkar aðgerðir eiga í vændum. Einnig er vitað að
nokkrar konur sem gengið hafa undir brjóstanám hafa lagt talsvert
af mörkum við að ræða við sjúklinga sem búa sig undir slíka
aðgerð.
Aðaltilgangur þeirra samtaka sem hér um ræðir er ef til vill
einmitt sá að stuðla að því að sjúklingarnir fái slíka uppörvun.
Samtökin gætu einnig beitt sér fyrir öðrum áhugamálum, svo sem
fyrirgreiðslu við öflun hjálpartækja og aðstoð við sjúklinga í sam-
skiptum þeirra við yfirvöld og heilbrigðiskerfið.
Samtök svipuð þessum hafa gefið góða raun í nágrannalöndum
okkar og hafa starfað um árabil í Bandaríkjum Norður-Ameríku og
í Kanada. Hingað til lands kom í júnímánuði frú Else Lunde,
fulltrúi Norska Krabbameinsfélagsins, en hún stendur fyrir skipu-
lagningu samhjálpar kvenna er gengið hafa undir brjóstaaðgerðir
vegna krabbameins í Noregi. Frú Lunde sótti hér þing röntgen-
tækna en auk þess var hún hér til ráðgjafar um hvernig standa
megi sem best að stofnun hinna nýju samtaka. Krabbameins-
félögin tóku þátt í kostnaði við komu hennar hingað til lands.
í stuttu máli sagt virðist vera eftir miklu að slægjast ef sjúklingar
sem gengið hafa undir erfiðar aðgerðir eða hafa sætt sjúkdóms-
greiningunni krabbamein myndu bindast einhvers konar form-
legum eða óformlegum samtökum. Af því myndi leiða barátta gegn
hræðslu við stimpilinn krabbamein sem vafalaust veldur mörgum
sjúklingum mikilli sálarangist. Við vitum nú að þessi hræðsla á ekki
meiri rétt á sér en hræðslan sem við könnumst við frá fyrri tíma við
berkla eða aðra sjúkdóma. Sú hræðsla hefur horfið. Við verðum að
vinna að því að óþörf hræðsla við krabbamein hverfi á sama hátt.
A.H., H.T.
Fréliabréf um
heilbrigóísmál
Útf;cfandi:
Kral)haincinsfélaf> fslands,
Snðurgötu 22, Reykjavfk,
simi 16947, pósthólf 523,
gfrónúmer 33111-2.
Ritstjóri og ábyrgöarmaður:
l)r. Ólafur Bjarnason,
prófessor.
Ritnefnd:
Alda Halldórsdóttir,
hjúkrunarfræðingur.
Auðólfur Gunnarsson,
læknir.
Ársæll Jónsson,
læknir.
Elín Olafsdóttir,
lífefnafræðingur.
Guöinundur Jóhanncsson,
vfirlæknir.
IJjalti Þórarinsson,
prófessor.
Hrafn V. Friðriksson,
yfirlæknir.
Hrafn Tulinius,
prófessor.
Ingiinar Sigurðsson,
deildarstjóri.
I)r. Jón Óttar Ragnarsson,
matvælacfnafræðingur.
Skúli G. Johnsen,
borgarlæknir.
Tryggvi Asmundsson,
læknir.
Framkvænidastjóri ritnefndar:
Jónas Ragnarsson.
Áskriftargjald árið 1977 er
800 krónur fyrir fjögur blöð.
Lausasöluverð 250 krónur.
Filmuvinnsla og litgreining:
Korpus lif. prent|)jónusta.
Ljóssetning og offsetprentun:
l’rentsmiðjan Oddi Itf.
llrot, hefting og skurður:
Svcinabókhantliö lif.
Kndurprentun efnis
er liíið leyfi frá útgefanda.
Upplag: 6000 eintök.
4
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL