Heilbrigðismál - 01.06.1977, Side 17

Heilbrigðismál - 01.06.1977, Side 17
LYFJAGLÖS MEÐ ÖRYGGISLOKI á markaóinn í haust Búist er við að í haust verði gef- >n út „reglugerð um ílút og umbúðir fyrir lyf“. Ráðgert er að í henni verði ákvæði um að glos undir vissar tegundir lyfja sem pökkuð eru hér á landi skuli búin öryggis- loki. ísland verður þar með annað landið í heiminum sem setur slíkar reglur, en þær hafa verið í gildi í Bandaríkjunum í nokkur ár. Undanfarin þrjú ár hefur ís- lenskur uppfinningamaður unnið að þróun nýrrar gerðar öryggisloka sem hann hefur hannað. Þetta er Jóhannes Pálsson, framkvæmda- stjóri Bjallaplasts hf. á Hvolsvelli. Nýlega er lokið fjögurra mánaða tilraunum sem Jóhannes vann að við Danmarks Tekniske Höjskole og gáfu þær það góða raun að í haust verður hægt að hefja fjölda- framleiðslu á glösum þessum. Verða þau framleidd í þremur stærðum, 25, 50 og 100 rúmsenti- metra. Það vandamál sem leysa þurfti varðandi gerð loksins var að þægi- legt varð að vera fyrir gamalt fólk og sjóndapurt að opna glösin en jafnframt ókleift fyrir börn sem eru á þeim aldri þegar þau hafa ekki vit á að varast innihaldið. Eins og sést á meðfylgjandi ntyndum er hug- myndin að baki þessari upp- finningu sú að nota þurfi mynt (t. d. 10 kr.) eða annan sambærilegan hlut til að setja ofan í rauf sem er á lokinu og losnar lokið þá við lítinn og léttan snúning. Það smellur síðiin auðveldlega á aftur með því að þrýsta því niður og nota verður sömu aðferð til að opna það aftur. Með þunnum og hörðum hlut er auðvelt að opna íslenska öryggls- Q^asið. Ljósm.: J.R. Glösin hafa staðist viðurkenndar þéttleikaprófanir erlendis. Þrátt fyrir margar og mismun- andi tegundir af lokum sem gerð hafa verið til að þjóna þessu ör- yggissjónarmiði þá telja ýmsir er- lendir aðilar að lausn Jóhannesar sé sú besta sem fundist hefur. Til dæmis er þessi tegund öryggisloka nú til sérstakrar athugunar hjá Ap- otekerens Laboratorium í Dan- mörku og hið þekkta danska fyrir- tæki Kastrup og Holmegárd hefur fengið Jóhannes til að hanna plast- kraga á glerglös þau sem fyrirtækið framleiðir og þekkt eru m. a. hér á landi. Hin nýju lyfjaglös sem Bjalla- plast hf. fer senn að hefja fram- leiðslu á verða úr brúnleitu plast- efni sem gengur ekki i samband við innihaldið sem þau eiga að geyma. Talið er að öryggisglösin verði hvað framleiðslukostnað snertir vel samkeppnisfær við þau glös sem nú eru 1 notkun. Áætlað hefur verið að árleg notkun hér á landi nemi á aðra milljón glasa. —jr. 17

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.