Heilbrigðismál - 01.06.1977, Qupperneq 34

Heilbrigðismál - 01.06.1977, Qupperneq 34
 Baldur Johnsen telur að hlta- veitan hali haft umtalsverð áhrif til góðs á heilsufar Reykvíkinga og ástæðan sé einkum sú að borgarbúar hafi losnað við mengaðan kola- og olíureyk sem spillir andrúmslofti í öðrum borgum. losna við þessa plágu fjölbýlis- ins að miklu leyti með hita- veitum úr iðrum jarðar. Árin áður en hitaveitan var tekin í notkun í Reykjavík voru þar allt að því helmingi fleiri skráð kveftilfelli árlega miðað við 100 manns heldur en tíðk- aðist annars staðar á landinu. Eftir hitaveituna snerist þetta alveg við og skráðu kvefsóttar- tilfellin í Reykjavík féllu niður í brot af því sem var utan Reykjavíkur (1/5 — 1 /4). Ég held að ekki verði komist hjá því að þakka hitaveitunni og þar með bættu andrúmslofti í borginni þessa breytingu á heilsufari bæjarbúa. Þar með er þó ekkert sagt um hreint eða óhreint andrúmsloft úti á landsbyggðinni. Það mun víðast hvar vera hreint. Ýmis önnur atriði sem hafa áhrif á kvefskráningu kunna að vera ólík í Reykjavík og utan Reykjavíkur. Skráningin á hins vegar að geta gefið nokkuð ör- ugga hugmynd um breytingar sem verða á hinum ýmsu stöðum frá ári til árs, en stór- kostlegar slíkar breytingar verða einmitt eftir 1942 í Reykjavík en ekki annars staðar. Hin mikla fækkun kveftil- fella í Reykjavík eftir hita- veituna gefur vissulega tilefni til hugleiðinga um heilsufarslegt gildi hreins andrúmslofts, hvort sem er í stórum eða smáum stíl, í stórri borg eða á einu heimili eða vinnustað, eða í lungum og öndunarfærum einstaklings. Andrúmsloftið mengast af kyndingu íbúðarhúsa, frá iðnaði og umferðartækjum, og síðast en ekki síst af tóbaksreyk á heimilum reykingamanna. Yfirleitt munar mest um íbúðarkyndinguna. Reykvík- ingar mega muna reykjar- mökkinn sem hékk eins og svart ský yfir bænum hér áður fyrr, einkum á kyrrum frostdögum. Þetta svarta ský hvarf alveg með hitaveitunni og þar með hvarf ýmis annar ófögnuður. Við höfum talað um kvefið sem minnkaði stórlega, eða a. m. k. unt helming, og þar með ýmsir aðrir alvarlegri lungnasjúk- dómar. Reykjarmökkurinn, jafnvel þótt hann sé ekki svo áberandi að greinist vel, útilokar einnig að mestu hina hollu útfjólubláu geisla sem vernda börn gegn beinkröm. Reykurinn eykur einnig á þokumyndun og reyk- blönduð þoka verkar eins og ólyfjan á öndunarfærin svo að þeir sem eru veiklaðir fyrir hljóta af þungar búsifjar og margir aldraðir deyja þegar verst lætur. Loks skemmir reykurinn mjög byggingar, sérstaklega málningu, svo og allan gróður. Af þessu sem hér hefur verið sagt má vera augljóst hve geysi- lega hagkvæm hitaveitan er þegar á allt er litið því að enn er ótalið hið mikla hagræði að til- tölulega ódýru sírennandi heitu vatni í eldhúsi og baði allan ársins hring — án minnstu fyrirhafnar. Júlí-okt. 1962. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.