Heilbrigðismál - 01.06.1977, Side 15

Heilbrigðismál - 01.06.1977, Side 15
Enginn varóveitir heilsu þess sem ekki vill vernda hana sjálfur Skúli G. Johnsen borgarlœknir i Reykjavík leggur i grein þessari uherslu á hvernig lifnaðarhœítir eru valdir að þeim sjúkdómum sem ntest eru áberandi í dag og að ekki dugar lengur að einstaklingurinn sé óvirkur í heilsuverndarstarfi. Skúli telur að mikilvœgt sé að hver einstaklingur taki þátt í að koma í vegfyrir eigið heilsutjón með því uð neyta fjölbreyttrar og hollrar fœðu, forðast mengun (ekki síst tóbaksreyk) og lifa sem heilbrigðustu lífi á allan hátt. Allar likur benda til þess að á næstunni þurfi menn að laga sig að breyttum viðhorfum að því er varðar störf að heilsuverndar- málum. Segja má að hingað til hafi megin hluti heilsuverndarstarfsins byggst á ýmsum beinum aðgerðum sem hafðar eru i frammi, svo sem bólusetningum ogskoðun lækna og heilbrigðisstarfsfólks á einstakling- um með tilliti til ákveðinna aldurs- skeiða (barnaeftirlit, mæðraeftirlit °g heilsuvernd aldraðra). A undanförnum árum hefur þróunin ntjög beinst í þá átt að auka skipulagða sjúkdómaleit og niá í því sambandi nefna krabba- meinsleit, sykursýkisleit, glákuleit, háþrýstingsleit, æðasjúkdómaleit °- s. frv., og mun sú aðferð áfram halda gildi sínu. Sú spurning hlýtur þó að vakna hvort ekki sé hægt að gera betur en að finna sjúkdóma, sérstaklega þá sem eru ólæknan- legir og aðeins hægt að halda niðri með lyfjum eða öðrunt aðgerðum. Það hlýtur að vera eftirsóknar- verðara að koma í veg fyrir að þessir langvinnu, ólæknandi sjúk- dóniar sem nú eru mest áberandi í þjóðfélagi okkar komi upp eða frestað verði svo sem unnt er til- komu þeirra og það er af þeirri astæðu sem heilsuverndarmálefnin Utka nýja stefnu. Rannsóknir læknavísindanna á grtinnorsökum langvinnra sjúk- 'Jóma, þar á meðal þeirra sem eru mest áberandi dánarorsakir meðal nútíma rnanna, hafa sýnt fram á að lifnaðarhættir, svo sem mataræði, notkun áfengis og tóbaks, vinna og vinnuumhverfi, félagsumhverfi, streita, þjóðfélagsstaða og ýmislegt annað lífsframferði, eru hinar raunverulegu orsakir sem að baki liggja. Þeir sjúkdómar sem hér um ræðir eru m. a. offita, háþrýsting- ur, kransæðasjúkdómar (æðakölk- un), lungnasjúkdómar, svo sem langvinnt lungnakvef, lungnaþan og lungnakrabbamein, járnskorts- sjúkdómar, meltingarsjúkdómar, t. d. sár og bólgur í maga og skeifu- görn, ristilsjúkdómar og sjúkdómar og einkenni frá vöðvum og liðum, vöðvabólgur, bakveiki og höfuð- verkur, geðsjúkdómar svo sem taugaveiklun og drykkjusýki. Er ntenn sjá þessa upptalningu verða margir eflaust undrandi, en engu að síður eru fleiri og fleiri óyggj- andi staðfestingar á orsakasam- hengi lifnaðarhátta og þessara sjúkdóma að koma fram. Heilsuverndarstarfið hefur hing- að til vissulega gefið góðan árang- ur. Algengustu smitsjúkdómarnir hafa horfið, næringarkvillar hafa minnkað til muna, heilbrigði verð- andi mæðra og barna er tryggt eins og kostur er, og vissar tegundir krabbameins eru á undanhaldi. í ljósi nýrrar þekkingar er Sagði læknirinn að þú þyrftir að komast í hreinna loft? JÚN( 1977 15

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.