Heilbrigðismál - 01.06.1977, Side 18

Heilbrigðismál - 01.06.1977, Side 18
Starfsemi K. I. árið 1976; KRABBAMEINSLEITIN NÁÐITIL NÆRTÓLF ÞÚSUND KVENNA Aðalfundur Krabbameinsfélags Islands var haldinn 13. maí 1977. Á fundinn mættu fulltrúar frá 13 krabbameinsfélögum, auk stjórnar og starfsmanna. í skýrslu formanns félagsins, dr. Ólafs Bjarnasonar prófessors, kom fram að félagið hefur haldið uppi starfsemi með svipuðu móti og undanfarin ár. Lcitarstöð B. Á leitarstöð félags- ins hefur verið fengist við leit að krabbameini í leghálsi en skipuleg leit að krabbameini í brjóstum hefur einnig verið gerð síðast liðin þrjú ár. „Það er nú ekki lengur neinum vafa undirorpið“, sagði Ólafur Bjarnason, „að leitar- stöðvarnar hafa unnið stórmerkt starf og árangur af starfsemi þeirra hefur komið greinilega í Ijós með lækkaðri dánartíðni úr legháls- krabbameini og verulegri fækkun á hinum alvarlegri tilfellum". Á ár- inu 1976 dóu aðeins 5 konur úr leghálskrabbameini. Engin af þeim hafði mætt til hópskoðunar. Þess skal getið að þegar dánartalan var hæst hér á landi vegna þessa sjúk- dóms, árið 1969, dó 21 kona úr honum. Alls voru skoðaðar 11.932 konur á síðast liðnu ári í hóp- skoðunum, en starfsemin nær til 35 staða á landinu. Greint var krabbamein í brjósti hjá 12 konum, hjá 10 konum krabbamein í legi og eggjastokkum, og forstigs- breytingar í leghálsi fundust hjá 10 konum. Frumurannsóknastufa. Frumu- rannsóknir vegna leitar að legháls- krabbameini hafa eins og áður verið gerðar á Frumurannsókna- stofu félagsins. Nú eru einnig tekin þar til rannsóknar frumsýni frá mörgum öðrum líffærum en leg- hálsi, í því skyni að stuðla að greiningu krabbameins. Eins og kunnugt er byggist staðfesting á greiningu illkynjaðra æxla í dag fyrst og fremst á vefjarannsóknum, en frumurannsóknirnar skipa þar æ meira rúm eftir því sem tími hefur liðið. Má gera ráð fyrir því að með fjölgun þessara rannsókna verði sú aðstaða sem deildin býr við ófullnægjandi og verður þá að taka til athugunar hvað er til úrbóta. Á frumurannsóknastofunni voru á síðasta ári rannsökuð 14.915 frumusýni frá leitarstöðvunum og um 700 sýni frá sjúkrahúsum og læknum. Krahhamcinsskráin. Auk skrán- ingar á nýjum tilfellum af krabba- meinum er hjá Krabbameins- skránni unnið að rannsóknum á ættarfylgni krabbameina, með styrk frá Alþjóðakrabbameins- stöðinni í Lyon 1 Frakklandi og í samvinnu við starfsmenn þeirrar stofnunar. Erfðafræðinefnd Há- skólans er þátttakandi í þessu Hluti þátttakenda í aðalfundi Krabbameinsfélags íslands, talið frá vinstri: Ólafur Bjarnason, Erlendur Einarsson, Jónas Ragnarsson, Jónas S. Jónas- son, Samúel Samúelsson, Guðmundur Björnsson, Eyþór Þórðarson, Jónas Hallgrímsson, Kolbrún Bjarnadóttir, Árni Ingólfsson, Aðalbjörg Magnús- dóttir, Gunnlaugur Snædal, Helgi Elíasson, Friðrik Einarsson, Arinbjörn Kol- beinsson og Halldóra Jónsdóttir. 18 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.