Heilbrigðismál - 01.06.1977, Side 20

Heilbrigðismál - 01.06.1977, Side 20
standa við bakið á slíkum félags- skap og veita honum aðstoð og að- stöðu eftir bestu getu ef þess yrði óskað. Reikningar. Gjaldkeri félagsins, Hjörtur Hjartarson forstjóri, las upp og lagði fram endurskoðaða reikn- ...hvertmeð sínumóti. FYRIR FEITTHÁR inga fyrir árið 1976. Niðurstöðu- tölur á rekstrarreikningi voru 25 milljónir króna og er það hækkun frá fyrra ári um 5,7 milljónir króna. Framlag á fjárlögum Ríkissjóðs var stærsti tekjuliðurinn, rúmlega 13 milljónir. Næst komu framlög krabbameinsfélaganna, rúmlega 6,5 milljónir króna. Stærsti hlutinn kom frá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur sem ágóðahluti af Happdrætti Krabbameins- félagsins. Gjafir og áheit námu rúmlega 1,5 millj. kr. Margar gjaf- anna voru tengdar 25 ára afmæli félagsins en það var á síðast liðnu ári. Stjórnarkjör. Prófessor Ólafur Bjarnason var endurkjörinn for- maður félagsins. Úr stjórninni áttu að ganga dr. med. Friðrik Einars- son og Matthías Johannessen rit- stjóri. Þeirvoru báðir endurkjörnir. Aðrir í stjórn eru: Erlendur Einarsson forstjóri, Helgi Elíasson fyrrverandi fræðslumálastjóri, Hjörtur Hjartarson forstjóri, Jónas Hallgrímsson yfirlæknir, Ólafur Örn Arnarson læknir og Vigdís Magnúsdóttir hjúkrunarforstjóri. Fræðslufundur. Að loknum aðalfundinum var haldinn fræðslufundur. Þar flutti Jónas Hallgrímsson yfirlæknir erindi um lungnakrabbamein og um tíðni ýmissa annarra krabbameina og Auðólfur Gunnarsson læknir flutti erindi um tilraunastarfsemi varðandi ónæmislækningar á ill- kynja æxlum. Ályktanir. Á aðalfundinum 13. maí 1977 voru samþykktar eftir- farandi ályktanir. Aðalfundur Krabbameinsfélags Islands beinir þeim tilmælum til læknaráða Borgarspítalans, Landakotsspítalans og Land- spítalans að þau taki til athugunar hvort ekki þyki fýsilegt að koma á fót samstarfshóp læknaráðanna sem vinni að skipulagningu krabbameinslækninga og sam- ræmingu á flokkun, greiningu og meðferð illkynja æxla. Aðalfundur Krabbameinsfélags íslands beinir þeim tilmælum til heilbrigðisráðherra að hann skipi nefnd sérfróðra manna til að gera tillögur um framtíðarfyrirkomulag krabbameinslækninga hér á landi. Aðalfundur Krabbameinsfélags Islands fagnar samþykkt laga um ráðstafanir til að draga úr tóbaks- reykingum. Þakkar fundurinn heilbrigðisráðherra og ríkisstjórn flutning lagafrumvarpsins á Al- þingi og þingmönnum eindreginn stuðning við málið. Fundurinn væntir þess að samkvæmt heimild í lögunum verði sem fyrst settar víð- tækar skorður við reykingum í húsakynnum sem eru til al- menningsnota, svo og í hvers kon- ar farartækjum sem rekin eru gegn gjaldtöku. Jafnframt heitir fundurinn á stjórnvöld og lands- menn alla að tryggja að ákvæðum laganna um algjört bann við tó- baksauglýsingum verði framfylgt. Fundurinn þakkar árangursríkt starf Samstarfsnefndar um reyk- ingavarnir og væntir mikils af þeirri nýju nefnd sem skipa ber samkvæmt lögunum til að annast framkvæmd þeirra. □ 20 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.