Heilbrigðismál - 01.06.1988, Qupperneq 4
HEILBRIGÐISMÁL t L|ósmyndarínn (Jöhdnnos Long)
Hugleiðingar
um
heilbrigt líf
Pétur Gunnarsson rithöfundur
skrifaði athyglisverða grein í
síðasta tölublað Heilbrigðismála.
Þar fjallaði hann um heilsuræktar-
bylgjuna sem risið hefur á síðustu
árum og líkti henni við ný trúar-
brögð. Hann sagði meðal annars:
„Á meðan gömlu trúarbrögðin
höfðu umbun á himni og lögðu allt
kapp á sálina - tala þessi fátt um
annað líf en taka því ákveðnar til
máls um þetta. Þau lofa einfald-
lega lengra lífi og betra útliti. Sálin
var náttúrlega ágæt til síns brúks,
en hafði þann ókost að vera ósýni-
leg, tók engan lit og hafði enga
vöðva. . . . hinn trúrækni er sól-
brúnn og stæltur, afrækjarinn grá-
myglulegur og hvapholda." Pétur
gerði síðan góðlátlegt grín að of-
dýrkun hinna nýju trúarbragða og
varaði við þeim hættum sem heilsu
fólks stafar af mengun og eiturefn-
um. Hann sagði: „Við verðum því
að vakna til meðvitundar eins og
fingri sé smellt og búa okkur út
með rannsóknir og reglugerð-
ir. . . . Frá sjónarhóli Náttúrunnar
hlýtur maðurinn að vera hið algera
meindýr og ef hann á ekki að fara
sömu leið og risaeðlurnar þarf
hann að ná sáttum við Náttúruna
og umhverfið, draga skó af fótum
og hneigja sig djúpt. Virðing fyrir
lífinu verður að móta verk okkar
smá og stór."
Þessi hugvekja rithöfundarins
leiðir athyglina að því hvernig al-
menningur skilur og skynjar þá
heilbrigðisfræðslu sem veitt er. Við
höfum talið okkur vera að fræða
fólk um það í hverju heilbrigt líf sé
fólgið, en gleymum stundum að
setja það nægilega vel í samhengi
við umhverfi okkar.
Halfdan Mahler, sem var á Heil-
brigðisþingi í febrúar sem þáver-
andi aðalframkvæmdastjóri Al-
þjóða heilbrigðismálastofnunar-
innar, fjallaði um ábyrgð fólks á
heilsu sinni á annan hátt. Hann
sagði: „Ég er oft spurður hvað fólk
geti raunverulega gert fyrir heilsu
sína. Það getur byrjað á því að
bæta lífshætti sína með því að
borða skynsamlega, drekka í hófi,
reykja alls ekki, aka varlega, hreyfa
sig nóg, læra að lifa undir því álagi
sem lífið krefst og hjálpa hvert
öðru að gera það sem hér hefur
verið talið".
Ingólfur Sveinsson geðlæknir,
sem rætt var við í Heilbrigðismál-
um í Iok síðasta árs, benti á það,
eins og Mahler, að streitan er fylgi-
fiskur nútíma lífshátta. Við getum
ekki losnað alveg við hana en verð-
um að læra að lifa í sambýli við
hana og reyna að forðast hana eftir
mætti.
Svipuðu máli gegnir um áfengi.
Burtséð frá afstöðu manna með og
móti bjór hljóta flestir að vera sam-
mála um að samþykkt bjórfrum-
varpsins kallar á auknar aðhalds-
aðgerðir í áfengismálum. Þar er
hærra verð eitt beittasta vopnið,
svo og íhaldssemi í fjölgun sölu-
staða. Fræðsluna þarf að auka, og
breyta áherslum í henni. En er ekki
einnig að verða tímabært að af-
nema tollfrjálsan innflutning
áfengis?
Að því er varðar tóbak eru uppi
hugmyndir um það innan Evrópu-
bandalagsins að fella úr gildi allar
heimildir um tollfrjálsa sölu tób-
aks. Við ættum að fara að huga að
þessum málum svo og að skipu-
legri fækkun sölustaða tóbaks, og
byrja þá á sjúkrahúsunum.
Allar aðgerðir í heilbrigðismál-
um miða að því að bæta lífi við árin
og árum við lífið, eins og sagt er í
inngangi að íslenskri heilbrigðis-
áætlun. í því sambandi má rifja
upp ummæli Halldóru Bjarnadótt-
ur, sem orðið hefur elst íslendinga,
en hún sagði eitt sinn í blaðavið-
tali: „Lifandis ósköp er gaman að
hafa lifað svona lengi og verið
heilsugóð, og hafa verið með svo
mörgu skemmtilegu og góðu
fólki."
Jónas Ragnarsson, ritstjóri.
Ji
4 HEILBRIGÐISMÁL 2/1988