Heilbrigðismál - 01.06.1988, Síða 15
HtlLBRIGDlSMÁL / Jóms Rjfirur
|
£
sjúkradagbækur Landspítalans en
síöan dagbækur allra sjúkrahúsa
landsins og gögn á söfnum. Sam-
tals fundust upplýsingar um á
sjöunda hundrað konur sem feng-
ið höfðu brjóstakrabbamein á ár-
unum frá 1911 til 1955. Ritgerðin
fjallaði um tíðni sjúkdómsins,
meöferð hans, afdrif kvennanna
°g ýmsa fleiri þætti. Auk þess
skráði ég upplýsingar um nokkra
tugi sjúklinga með brjóstakrabba-
mein fyrir 1911, þann elsta frá árinu
1625. Annars eru líklegt að elstu
'slensku heimildir um krabbamein
séu í Sturlungu, þegar lýst er dán-
morsökum Guðmundar góða og
Kolbeins unga."
Að lokinni doktorsvörninni lá
!eið Gunnlaugs aftur til Krabba-
meinsfélagsins, ekki sem launaður
starfsmaður heldur til félagsstarfa.
Hann var kosinn í stjórn Krabba-
meinsfélags Reykjavíkur árið 1966
°S var formaður þess til 1979. Ári
áður, 1978, var hann kosinn í
stjórn Krabbameinsfélags íslands
°g var formaður frá 1979 og til að-
alfundar 1988. En hvaða mál ber
h*st á þessum félagsmálaferli
^unnlaugs?
/,Viss tímamót urðu árið 1982. Þá
var húsnæði félaganna í Suðurgöt-
unni farið að setja starfseminni
skorður. Ekki var hægt að auka af-
köst leitarstöðvarinnar, eins og
uauðsynlegt var, og ekki hægt að
hefja nýja starfsemi. Pá leituðum
v'ð til þjóðarinnar í landsöfnun
sem skilaði svo góðum árang
v*ð gátum keypt nýtt og stærr,
undir starfsemina. Nýja húsic
Skógarhlíð, var tekið í nc
naustið 1984 og gjörbreytti n
•eikum okkar. Við höfum
Pað „Húsið sem þjóðin gaf"
að hún gaf okkur það en e
sjálfri sér."
En svo var önnur stór söfni
'ð 1986. Hvers vegna?
„Það má segja að hún sé til
m vegna þess árangurs sem r
1982. Þegar samstarfsmenn okkar
á Norðurlöndunum sáu hve mikl-
um árangri við náðum fengu þeir
samþykkt að safnað yrði fé til
krabbameinsmála samtímis á öll-
um Norðurlöndunum. Árangurinn
varð góður og ákveðið að nota af-
raksturinn til að leggja áherslu á
aukna þjónustu við sjúklinga og
efla rannsóknir á orsökum krabba-
meins."
„Annars megum við ekki
gleyma því að krabbameinsfélögin
eru með nokkurs konar landssöfn-
un tvisvar á ári því að tugir þús-
unda styðja samtökin reglu-
lega með því að kaupa miða í
Happdrætti Krabbameinsfélagsins.
Vöxtur og velgengni krabbameins-
félaganna stafar fyrst og fremst af
því að hér er um málefni að ræða
sem hafa samúð og skilning fjöld-
ans. Án þess væru félögin ekki það
sem þau eru í dag."
Á starfstíma Gunnlaugs hafa
verið stofnaðir nokkrir stuðnings-
hópar krabbameinssjúklinga og
hafa þeir aðstöðu í Skógarhlíðinni.
Innan svæðafélaganna hafa sjúkl-
ingar átt skjól en með þessu móti
hafa myndast ný tengsl milli þeirra
sem hafa sameiginlegra hagsmuna
að gæta. Gunnlaugur var spurður
álits á þessari þróun.
„Þetta er enn eitt dæmið um
breytt viðhorf til krabbameins,
sjúklingarnir eru farnir að koma
meira fram í dagsljósið en áður.
Það er ekki vafi á því að enginn
getur hjálpað krabbameinssjúkl-
ingi betur andlega og félagslega en
sá sem hefur fengið sjúkdóminn.
Ég bind miklar vonir við starf
stuðningshópanna."
Á þörfin fyrir krabbameinsfélög
eftir að minnka?
„Á meðan við vitum ekki meira
en raun ber vitni um þann sjúk-
dómaflokk sem nefndur er krabba-
mein er full þörf fyrir áframhald-
andi fræðslu, leit og vísindastarf-
semi. Það er síðan matsatriði hver
á að sinna þessu. Hlutverk áhuga-
mannafélaga í heilbrigðisþjónust-
unni var einmitt aðal viðfangsefni
á þingi Norræna krabbameinssam-
bandsins sem haldið var í Reykja-
vík í júnímánuði. Það hlýtur að
vera í verkahring félags að reyna
eitthvað nýtt. Þegar það verkefni
hefur sannað gildi sitt geta aðrir
tekið við og félagið prófað eitthvað
annað sem gefur vonir um bætta
heilsu fólks."
En hver eru skilaboð Gunnlaugs
til félagsmanna í krabbameinsfé-
lögum og annarra landsmanna?
„Það sem mér finnst sameigin-
legt með starfsfólki félaganna og
þeim sem hafa verið í stjórnum og
nefndum er viljinn til að láta gott
af sér leiða. Ég vona, og raunar
veit, að þessi andi mun fylgja
krabbameinsfélögunum áfram. Við
megum ekki láta undan í barátt-
unni fyrr en lokasigur er unninn
og krabbameinsgátan leyst. Við
skulum vænta þess að hlutur okk-
ar hér á landi verði áfram vaxandi í
þessari baráttu".
L
HEILBRIGÐISMAL 2/1988 15