Heilbrigðismál - 01.06.1988, Page 29
KÖakrömpum (Raynaud's-sjúk-
dómi) og snemmkomnum tíða-
hvörfum.
Sex hópar vísindamanna hafa
fundið að þeir sem ekki reykja en
búa við tóbaksmengun, eru í meiri
bættu en aðrir að deyja úr hjarta-
sjúkdómum.
Niðurstöður nokkurra rann-
sókna sýna að langvarandi tóbaks-
rnengun veldur skertri lungna-
starfsemi. Þeir sem ekki reykja en
vinna á reykmenguðum skrifstof-
Reykingar á meðgöngu valda
haettu fyrir barn í móðurkviði og
einnig fyrir þá sem ekki reykja en
dvelja í návist fólks sem reykir,
líkt og gildir um allar óbeinar
reykingar.
um fá svipaðar breytingar á
slímmyndun í lungum og fólk með
langvarandi lungnasjúkdóma.
Niðurstöður sautján rannsókna
hafa sýnt fram á tengsl milli
óbeinna reykinga og lungna-
krabbameins. í venjulegri skrif-
stofu þar sem reykingar eru leyfðar
er 250 til 1000 sinnum meira af
krabbameinsvöldum í andrúms-
loftinu en bandarísk heilbrigðisyf-
irvöld leyfa mest í andrúmslofti
innanhúss, en líkurnar á lungna-
krabbameini aukast eftir því sem
meira er af krabbameinsvöldum í
andrúmslofti. Væri eitthvert annað
efni á vinnustöðum sem ylli slíkum
einkennum, tækju atvinnurekend-
ur og verkafólk vafalaust þegar í
stað á vandamálinu og vinnueftir-
litið myndi jafnvel láta loka staðn-
um! Óháðir hópar vísindamanna
hafa komist að þeirri niðurstöðu,
að beint samband sé á milli
óbeinna reykinga og lungna-
krabbameins. Landlæknir Banda-
ríkjanna hefur lýst yfir því að
óbeinar reykingar geti valdið sjúk-
dómum, þar á meðal lungna-
krabbameini, hjá heilbrigðu fólki
sem ekki reykir sjálft. í samantekt
frá Bandaríska lungnalæknafélag-
inu var reiknað meðaltal úr rann-
sóknum um samband óbeinna
reykinga og lungnakrabbameins
og var áhættan 1,8 föld. Maður
sem ræður sig í vinnu á stað þar
sem reykingar eru leyfðar lendir
því í tæplega tvöfaldri hættu á að
fá lungnakrabbamein.
í niðurstöðum átta rannsókna
hafa óbeinar reykingar einnig verið
tengdar öðrum krabbameinum
en lungnakrabbameini. Nokkur
þessara krabbameina hafa verið
tengd reykingum mæðra á með-
göngu. í Japan reykja aðeins 15%
kvenna, en aftur á móti 65% karla,
og ein rannsókn þaðan sýnir að í
því landi deyja fleiri konur af völd-
um óbeinna reykinga en beinna
reykinga.
Með hliðsjón af því hve tóbaks-
reykur hefur fjölþætta efnafræði-
lega eiginleika og margvísleg lífeðl-
isfræðileg áhrif er ekki raunsætt
(m.a. vegna gífurlegs kostnaðar)
að gera ráð fyrir að loftræsting og
loftsíun geti komið í veg fyrir þá
sjúkdóma sem orsakast af óbein-
um reykingum.
Hættusvæði barna, að því er
varðar óbeinar reykingar, eru eink-
um heimili þeirra. Helstu hættu-
svæði fullorðinna eru heimili
þeirra og vinnustaðir, og í minna
mæli staðir þar sem þeir verja tóm-
stundum sínum. Raunhæf vörn
gegn óbeinum reykingum og áhrif-
um þeirra á fólk sem ekki reykir
fæst einungis með því að koma í
veg fyrir að reykingafólk reyki inn-
an um aðra.
Aðalheimild:
Philip Whidden: Exposure to other people's
tobacco-smoke pollution. A fact sheet. As-
sociation for non-smokers right. Edinburgh,
1987.
Sigurður Árnason er krabbameins-
læknir og starfar á Landspítalanum.
HEILBRIGÐISMÁL 2/1986 29