Heilbrigðismál - 01.06.1988, Síða 17

Heilbrigðismál - 01.06.1988, Síða 17
Fréttir frá Krabbameinsfélaginu reynslu, meðal annars £ krabba- meinsvörnum", sagði Almar. /,Fyrir utan leitarstarfíð er horft til okkar frá öðrum löndum vegna mikils árangurs í tóbaksvörnum. Við höfum tekið af skarið, sett ströng lög og nú reykja hlutfalls- lega færri fullorðnir en áður. Þó er vert að hafa áhyggjur af því að minna hefur dregið úr reykingum kvenna en karla. Þá hafa reykingar rninnkað verulega mikið meðal grunnskólanema. Reykingar eru ekki lengur í tísku hjá unga fólk- 'nu. Þar efast ég ekki um að fræðslustarf Krabbameinsfélagsins hefur haft mikil áhrif. Það er greinilegt að hjá skólabörnum fylg- lr hugur máli og okkur ber skylda að styðja þau í baráttunni fyrir reyklausu þjóðfélagi", sagði Alm- ar, „við meeum ekki hvika eitt skref." ,/Á sviði rannsókna á krabba- rneini stendur Krabbameinsfélagið fraustum fótum. Með Krabba- rneinsskránni hefur verið lagður grunnur að merkum rannsóknum, svo sem sýnt hefur verið fram á. ÁTú er félagið að hefja nýjar rann- sóknir í sameindalíffræði og frurnulfffræði. Við væntum þess að 'nnan fárra ára verði hægt að sýna fram á einhverja þá áhættuþætti krabbameina sem hægt er að hafa áhrif á", sagði Almar. „Krabbameinsfélagið hefur notið stuönings þjóðarinnar, og forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, sýndi félaginu þann heiður að ger- ast verndari þess. Ef við líkjum fé- aginu við tré þá má segja að stofn- inn sé góður og ræturnar liggi d)úpt £ þjóðarsálinni. Okkur ber skylda til að rækta þetta tré, hlúa aú því og láta það blómgast áfram. g hef trú á því að áhugamönnun- Um r Kraþbameinsfélaginu og agætu starfsfólki þess takist að gera góða hluti hér eftir sem hing- , Úl , sagði Almar Grímsson að lokum. Breytingar á stjórn. Á aðal- fundi Krabbameinsfélags ís- lands, sem haldinn var í lok aprfl, var Almar Grímsson apótekari kosinn formaður fé- lagsins í stað Gunnlaugs Snædal prófessors. Almar hef- ur verið í stjórn félagsins síðan 1985, síðasta árið sem varafor- maður. Gunnlaugur hafði verið formaður síðan 1979 og gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Á að- alfundinum voru honum þökk- uð vel unnin störf í þágu félags- ins. Stjórn Krabbameinsfélags- ins hefur nú komið saman og kosið í framkvæmdastjórn fé- lagsins, sem heldur fundi einu sinni til tvisvar í mánuði. í framkvæmdastjórn eru, auk AI- mars Grimssonar formanns, þau Sigurður Björnsson vara- formaður, Gunnar M. Hansson gjaldkeri, Guðrún Agnarsdóttir ritari og Jón Þorgeir Hallgríms- son meðstjórnandi. Tekið skal fram að öll störf í stjórn og nefndum Krabbameinsfélagsins eru ólaunuð. Nýtt aðildarfélag. Aðildarfé- lögum Krabbameinsfélags ís- lands fjölgaði um eitt á aðal- fundi félagsins í vor. Þá fékk „Styrkur - samtök krabba- meinssjúklinga og aðstandenda þeirra" aðild að landssamtök- unum, sem telja nú 29 aðildar- félög með á ellefta þúsund fé- lagsmenn. Styrkur var stofnað- ur 20. október 1987 og eru félagsmennirnir orðnir um 250. Borgfirðingar gáfu þriðjung í nýju brjóstaröntgentæki. t marsmánuði kom til landsins brjóstaröntgentæki sem flutt verður milli heilsugæslustöðva á landsbyggðinni. Með því móti er kleift að láta skipulega leit að brjóstakrabbameini, með röntgenmyndatöku, ná til landsins alls. Tækið var keypt fyrir fé sem Krabbameinsfélagi íslands barst frá kvenfélögum, krabbameinsfélögum og öðr- um. Stærstur var hlutur Borg- firðinga en síðustu þrjú ár gáfu þeir samtals um 500 þúsund krónur til kaupa á tækinu, sem kostaði um 1500 þúsund krón- ur. Það var því vel við hæfi að ferðaröntgentækið var fyrst notað í Borgarnesi nú í mars- mánuði. Síðan hefur verið farið með tækið til fleiri staða. Norrænn ferðastyrkur. Á ársþingi Norræna krabbameins- sambandsins, sem var í Reykja- vík í byrjun júní, var úthlutað ferðastyrk sem árlega er veittur efnilegum vísindamanni frá því landi þar sem þingið er haldið. Styrkurinn er að andvirði um 145 þús. ísl. kr. og er ætlaður til aó viðkomandi vísindamaður geti kynnt sér nýjungar á sínu sviði í öðrum löndum. Norræni ferðastyrkurinn var að þessu sinni veittur dr. Helgu Ög- mundsdóttur lækni, en hún er forstöðumaður Rannsóknastofu í sameinda- og frumulíffræði. Á áttunda hundraö krabba- mein. Samkvæmt tölum frá Krabbameinsskrá Krabbameins- félagsins voru skráð 786 ný krabbamein á árinu 1986, nokkru fleiri en árið áður. HEILBRIGÐISMÁL 2/1988 17

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.