Heilbrigðismál - 01.06.1988, Qupperneq 5
HEILBRICDISMÁL / Ljósmyt
Tóbak er selt
á sumum stærstu sjúkrahúsunum
- en almenningur er því andvígur
Tóbak mun nú vera selt á um
700 stöðum hér á landi. Fyrir tæp-
um tveim árum kannaði Hagvang-
ur fyrir Tóbaksvarnanefnd hvort
fólki fyndist að fækka mætti sölu-
stöðunum og voru 74% aðspurðra
því fylgjandi. Lítill munur var á af-
stöðu reykingamanna og þeirra
sem reyktu ekki.
En hvar á fyrst að hætta að selja
tóbak? Alþjóða heilbrigðismála-
stofnunin hefur mælst til þess að
Jöbak verði ekki selt í skólum og
heilbrigðisstofnunum, og víða er-
hndis, m.a. á mörgum stöðum í
Bandaríkjunum, hefur tóbakssölu
verið hætt á sjúkrahúsum. f tób-
aksvarnalögunum frá 1984 er sagt
aö ekki megi selja tóbak í skólum
°8 stofnunum fyrir börn og ungl-
ln8a- í upphaflega frumvarpinu
var lagt til að þetta bann næði
einnig til heilbrigðisstofnana, en
alþingismenn treystu sér ekki til að
samþykkja það á þeim tíma.
Miðað við þá vitneskju sem nú
jJSgur fyrir um áhrif reykinga á
eilsu fólks er mikil mótsögn í því
aö sígarettur skuli vera seldar á
heilbrigðisstofnunum. Lausleg at-
hugun leiddi í ljós að tóbak er selt
á 6 af 18 stærstu sjúkrahúsunum.
Petta eru Landspítalinn, Landa-
kotsspítali, Borgarspítalinn í Foss-
vogi, Grensásdeild Borgarspítal-
ans, Vífilsstaðaspítali og Sjúkra-
húsið á Akranesi. Hins vegar er
tóbak ekki selt á Kleppsspítala
(sem er stærri en Landakotsspítali)
og á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak-
ureyri (sem er stærra en t.d.
Sjúkrahúsið á Akranesi og Vífils-
staðaspítali).
í könnun sem Hagvangur gerði
fyrir Tóbaksvarnanefnd nú í
maímánuði var spurt um viðhorf
til tóbakssölu á sjúkrahúsum. Kom
í Ijós að nær þrír af hverjum fjór-
um sem afstöðu tóku voru hlynntir
því að hætt verði að selja tóbak á
sjúkrahúsum. Jafnvel meðal reyk-
ingamanna var meirihluti þeirra
sem afstöðu tóku hlynntur því að
hætta sölu. Þorsteinn Blöndal yfir-
læknir, sem sæti á í Tóbaksvarna-
nefnd, segir að þessar niðurstöður
komi ekki á óvart. Hann segir að
það sé „ekki samboðið heilbrigðis-
stofnunum að þar sé seld vara sem
veldur hundruðum dauðsfalla ár
hvert hér á landi og auk þess veik-
indum og vanlíðan mikils fjölda
fólks".
Þeir sem mæla því bót að tób-
akssala sé leyfð á sjúkrahúsum
bera því við að um sé að ræða eðli-
lega þjónustu við sjúklinga sem
ella næðu sér í tóbak eftir öðrum
leiðum, en með meiri fyrirhöfn.
Andstæðingar tóbakssölu segja
aftur á móti að ástæðulaust sé
að auðvelda sjúklingum að ná sér í
þessa hættulegu vöru, enda sé
hluti af lækningunni oft fólginn í
því að draga úr reykingum eða
helst að hætta þeim.
Hugmyndir um hertar reglur um
reykingar hafa verið á dagskrá
hjá læknaráði Landspítalans og
samstarfsnefnd sjúkrahúsanna í
Reykjavík og er líklegt að bann
við tóbakssölu verði rætt á þeim
vettvangi.
Sennilega er ekki lengur spurn-
ing um hvort tóbakssölu verður
hætt á sjúkrahúsum, heldur hve-
nær. - jr.
Tóbakssala á sjúkrahúsum
KöKnun Hagvangs fyrir Tóbaksvarnanefnáyvar
8erð í maf 1988 og náði til 920 karla og
kvenna, 15-79 ára.
Spurt var: „Ert þú því hlynnt(ur) eða
andvíg(ur) að hætt vérði að selja tóbak
á sjúkrahúsum?"
Hlutfall Hlutfall
allra þéirja scni
þátttakeuday tóku afstödu
Hlynnt(ur) 55%
Andvíg(ur) 21%
eit ekki 24%
73%
27%
HEILBRIGÐISMÁL 2/1988 5