Heilbrigðismál - 01.06.1988, Síða 11
um sjúklingum sem smitast hafa af
HIV-2 en ekki af HIV-1. Það virðist
því vera ljóst að HIV-2 er nýr sýk-
■ngavaldur í Vestur-Afríku. Veiran
virðist nýlega vera komin til
Gambíu. Á tímabilinu 1983-84
fundust engin merki um HIV-1 eða
HIV-2 smit meðal sjúklinga sem
komu á kynsjúkdómadeild þar, en
síðla árs 1986 fundust merki um
smit af völdum HIV-2 hjá 5% slíkra
sjúklinga. Meðal 80 sjúklinga sem
grunaðir voru um eyðni reyndust 4
vera með smit af völdum HIV-1 og
10 með smit af völdum HIV-2. Vor-
ið 1986 voru 1508 einstaklingar
mnnsakaðir á Fílabeinsströndinni
Weð tilliti til mótefna gegn HIV-1
°g HIV-2. Enginn var með ein-
kenni um eyðni. Heildaralgengi
smits reyndist 12,5% þar af 6,2%
vegna HIV-1, 5,0% vegna HIV-2 og
1,3% vegna mótefna gegn báðum
veirunum. Hæst reyndist algengi
ntótefna gegn HIV-1 og/eða HIV-2
nieðal vændiskvenna eða 32,8% en
'*gst meðal vanfærra kvenna eða
3,3% en þær síðarnefndu endur-
spegla trúlega algengi smits í sam-
félaginu. Athyglisvert er að HIV-1
fannst ekki í sýnum sem safnað
Var á árabilinu 1970 til 1983 á Fíla-
beinsströndinni. Getum hefur ver-
'ð að því leitt að HIV-1 hafi borist
til landsins með Evrópubúum ekki
síður en frá Mið-Afríku.
Nú þegar er smit af völdum
HlV-2 veirunnar farið að berast til
Hnda utan Vestur-Afríku. Árið
1986 greindust 4 afrískar konur,
Sem búsettar voru í Svíþjóð, með
smit af völdum HIV-2 veiru. Tvær
konur komu frá Gambíu, ein frá
Fflabeinsströndinni en ekki er ljóst
hver uppruni hinnar fjórðu er.
k>rjár af þessum konum báru ein-
hver forstigseinkenni eyðni. Vorið
1987 greindist HIV-2 smit í Dan-
fftörku í fyrsta sinn, í danskri konu
Sem búið hafði í Afríku. I Frakk-
Hndi hefur smit af völdum HIV-2
greinst í tveim hommum sem hafa
Hdrei komið til Afríku og nú hafa
franskir blóðbankar tilkynnt um 13
'nanns með HIV-2 smit. í Vestur-
h“ýskalandi hefur greinst smit af
völdum HIV-2 í fjöllyndri konu
sem haft hafði mök við senegalsk-
an mann sem látist hefur úr eyðni.
hyrsti einstaklingurinn í Bandaríkj-
unum með eyðni af völdum HIV-2
greindist í desember 1987. Var um
að ræða Vestur-Afríkubúa sem
nýfluttur var til Bandaríkjanna.
Meðal 8503 blóðgjafa fannst eng-
inn með smit af völdum HIV-1 eða
HIV-2. í skimprófi sem framkvæmt
var rneðal 14196 einstaklinga sem
voru í áhættu að smitast af völdum
HIV-1 fundust 60 með merki um
smit af völdum þeirrar veiru en að
auki fundust 10 með merki um
smit sem ekki hefur enn verið
skorið úr um hvort er af völdum
HIV-1 eða HIV-2. Árið 1987 var
gerð könnun á mótefnum 73 Brasi-
líubúa í áhættuhópum. Reyndust
fjórir þeirra vera með smit af völd-
um HIV-2, þótt aðeins einn þeirra
hefði farið út fyrir landið.
Þótt útbreiðsla á HIV-2 hafi fyrst
í stað takmarkast að mestu við
Vestur-Afríku er full ástæða að
vera á verði gegn veirunni í Evr-
ópu, eins og dæmin sanna, eink-
um þar sem Elisa-skimpróf fyrir
HIV-1 eru ekki áreiðanleg við
greiningu HIV-2. Sjálfsagt er fyrir
blóðbanka að hefja sem fyrst skim-
un fyrir mótefnum gegn HIV-2 og
rétt að rannsaka alla þá fyrir smiti
af völdum HIV-2 sem bera ein-
kenni eyðni en hafa ekki mótefni
gegn HIV-1.
Þó að nú séu þekktar tvær gerðir
af eyðniveirum er vel hugsanlegt
að enn fleiri afbrigði HlV-veirunn-
ar eigi eftir að finnast.
Þess má loks geta að smitleiðir
HIV-2 eru þær sömu og fyrir HIV-1
og er því líklegt að varnaraðgerðir
gegn HIV-1 komi einnig að notum
gegn HIV-2.
Dr. Haraldur Briem læknir er sér-
fræðingur í smitsjúkdómum og starfar
á Borgarspítalanum. í grein um hlið-
stætt efni, sem Haraldur skrifaði í
Kímblaðið, rit líffræðinema, apríl
1988, er skra' um helstu heimildir.
Lituð rafeindasmásjármynd af
eyðniveirum.
HEILBRIGÐISMAL 2/1988 11