Heilbrigðismál - 01.06.1988, Side 28
Að reykja ekki - en reykja samt!
Grein eftir Signrð Árnason
Á undanförnum árum hefur orð-
ið æ ljósari sú hætta sem heilsufari
fólks stafar af tóbaksmengun and-
rúmslofts. Sífellt fjölgar þeim rann-
sóknum sem renna stoðum undir
að reykmengun valdi eða eigi þátt í
allmörgum sjúkdómum hjá þeim
sem reykja ekki. Er hér fyrst og
fremst um að ræða sjúkdóma í
öndunarfærum barna og svo
lungnakrabbamein hjá fullorðnum.
Enn fremur hafa reykingar mæðra
á meðgöngu í för með sér verulega
hættu fyrir fóstur og barn. Eftirfar-
andi er stutt yfirlit yfir það helsta
sem nú er þekkt um skaðsemi
tóbaksmengunar eða það sem öðru
nafni hefur verið nefnt óbeinar
reykingar (enska: passive smok-
ing) eða nauðungarreykingar
(enska: involuntary smoking).
Sá tóbaksreykur sem reykinga-
maðurinn dregur að sér kallast
meginreykur en reykurinn sem fer
beint út í andrúmsloftið frá tóbaks-
lóðinni, er nefndur hliðarreykur.
hliðarreyknum eru sömu efni og í
meginreyknum en í ólíkum hlut-
föllum. Saman valda meginreykur
og hliðarreykur tóbaksmengun í
umhverfinu. Mengun frá tóbaks-
reykingum er veigamesta og
hættulegasta loftmengun innan-
húss sem þeir verða fyrir sem
reykja ekki. Sá sem reykir verður
að sjálfsögðu einnig fyrir þessari
mengun.
í tóbaksreyk eru mörg þúsund
efni og efnasambönd, fjölmörg
þeirra eru eiturefni og meira en
fimmtíu þeirra eru krabbameins-
valdar. Af einu þessara efna er átta
hundruð sinnum meira í hliðar-
reyk en meginreyk. Á það við um
mörg fleiri af hættulegustu efnun-
um að hlutfallslega meira er af
þeim í hliðarreyknum.
Óbeinar reykingar valda því að
meiri hluti þeirra sem ekki reykja
er með nikótín í líkamanum, kom-
ið frá reykingum annarra. Barn
sem á foreldra sem reykja, andar
að sér sem svarar reyk úr allt að
150 sígarettum á ári. Kolsýringur
úr tóbaksmengun sest einnig í blóð
þeirra sem ekki reykja.
Sá sem „reykir ekki" en vinnur
til dæmis á skrifstofu þar sem
reykt er, reykir í raun eina til fimm
sígarettur daglega þá daga sem
hann er í vinnunni!
Reykmengun lofts getur valdið
margvíslegum einkennum og
óþægindum hjá þeim sem ekki
reykja en eru í menguninni um
lengri eða skemmri tíma. Sviði í
augum, höfuðverkur, kláði, hnerri,
nefrennsli (stundum nefþurrkur),
Það getur verið að þú
reykir eina til fimm sígar-
ettur á dag - þó að þú
reykir ekki!
Mengun frá tóbaksreyking-
um er veigamesta og
hættulegasta loftmengun
innanhúss sem þeir verða
fyrir sem reykja ekki!
Sá sem ræður sig í vinnu
á stað þar sem reykingar
eru leyfðar lendir í tæplega
tvöfaldri hættu á að fá
l u ngnakra bba mei n!
í skrifstofu þar sem
reykingar eru leyfðar er
250 ti1 1000 sinnum meira
af krabbameinsvötdum
í andrúmsloftinu en
bandarísk heilbrigðisyfir-
völd leyfa mest í
andrúmslofti innanhúss!
velgja, niðurgangur, svimi, sviði í
hálsi, öndunarerfiðleikar og hæsi
eru allt dæmi um þetta. Tóbaks-
reykur veldur sérstökum augn-
óþægindum hjá mörgum sem nota
linsur.
Rök eru fyrir því að fóstur og
nýburar skaðist og deyi vegna
reykinga mæðra um meðgöngu-
tímann. Reykingar á meðgöngu
geta einnig leitt til þess að barnið
fæðist léttara en ella. Þetta gildir
einnig ef barnshafandi konur
verða fyrir reykmengun af öðrum
orsökum, t.d. ef faðirinn reykir.
Pví léttara sem barn er við fæð-
ingu, þeim mun meiri líkur eru á
vanþroska og vansköpun. Reyk-
ingar mæðra hafa einnig verið
tengdar auknum líkum á skyndi-
dauða ungbarna og magakrömp-
um hjá smábörnum. Börn á brjósti
fá með mjólkinni efni úr tóbaks-
reyk, þar á meðal nikótín.
Börn á fyrsta ári fá oftar önd-
unarfærasjúkdóma (berkjubólgu,
lungnabólgu) ef foreldrarnir eru
reykingafólk. Þetta gildir einnig
um eldri börn, en er ekki eins áber-
andi. Sjúkdómseinkenni frá Iung-
um, til dæmis langvarandi hósti,
slímmyndun og píp í lungum hjá
börnum, eru í beinu hlutfalli við
reykingar foreldra. Börn reykinga-
fólks fá oftar hálsbólgu og algeng-
ara er að teknir séu úr þeim háls-
kirtlar og nefkirtlar. Reykingar for-
eldra er taldar geta leyst úr læðingi
astma hjá sumum börnum. í
tveimur rannsóknum fannst fylgni
milli reykinga foreldra og líkinda á
heilahimnubólgu hjá börnum.
Börn reykingafólks eru almennt
lítið eitt lægri vexti en önnur börn.
Þau eiga oftar við lestrarörðugleika
að etja og fá oftar eyrnabólgur.
Þeim sem eiga við ofnæmi að
stríða versnar oft ef þeir lenda í
mengun frá tóbaksreykingum.
Tóbaksreykur veldur astmaköstum
hjá mörgum astmasjúklingum.
Mengunin getur einnig valdið
húðsjúkdómum. Nokkrar rann-
sóknir hafa tengt reykmengun
28 heilbrigðismal 2/1988