Heilbrigðismál - 01.06.1988, Blaðsíða 8
Glútenóþol
Grein eftir Bjarna Þjóðleifsson
Inngangur
Á seinustu árum hefur vaknað
mikill áhugi meðal almennings á
hollustu matvæla. Ein hlið af þess-
um áhuga snýr að matarofnæmi
eða óþoli. Flestir þekkja vel af eig-
in raun að ýmsar matartegundir
geta farið illa í maga og er það oft
breytilegt milli einstaklinga hverjar
þær tegundir eru. Margar tegundir
hafa verið orðaðar við ofnæmi eða
beina sjúkdóma og má sjá skrif um
það í tímaritum fyrir almenning.
Oft hefur reynst erfitt að finna
læknisfræðileg rök fyrir þessum
kenningum og eru um tiltölulega
fá efni að ræða þar sem fæðuóþol
veldur vel skilgreindum sjúkdómi.
Eitt slíkt efni er glúten sem er
eggjahvítuefni og er fyrst og fremst
í hveiti og rúg og einnig í litlu mæli
í byggi og haframjöli. Sjúkdómur-
inn sem af þessu leiðir er nefndur
glútenóþol en á erlendum málum
er hann ýmist nefndur celiac sjúk-
dómur eða glútenenteropathy.
Hann leggst fyrst og fremst á
mjógirnið og kemur fram í mjög
margvíslegum myndum og verður
gerð grein fyrir því hér á eftir.
Faraldsfræði
Tíðni sjúkdómsins er mjög
breytileg milli landa en hann er þó
þekktur í öllum löndum og öllum
kynstofnum. Mismunur á tíðni
stafar af mörgum ástæðum. Sjúk-
dómurinn er erfiður í greiningu og
í vanþróuðum löndum mun lág
tíðni stafa meðal annars af því að
hann er ekki greindur rétt. Tíðni
virðist einnig hærri hjá þjóðflokk-
um sem borða mikinn kornmat og
ef til vill sérstaklega ef ungbörnum
er gefinn kornmatur snemma á
þroskaskeiði. Þeim mun lengri
tíma sem barnið nærist á brjósta-
mjólk þeim mun minni líkur eru á
að sjúkdómurinn komi fram jafn-
vel þó tilhneiging sé fyrir hendi.
Sjúkdómurinn hefur nána fylgni
við ákveðnar vefjagerðir og má því
segja að hann sé arfgengur. Hæsta
tíðni sem skráð hefur verið er á
Norður-írlandi þar sem 1 af hverj-
um 300 hefur glútenóþol. Algeng-
asta tíðni í Evrópu er 1 af hverjum
2000 en samkvæmt því ættu um
120 íslendingar að hafa þennan
sjúkdóm. Ekki er vitað ■ nákvæm-
lega hve margir hafa verið greindir
hér á landi en giskað er á að það
séu 40 til 50 manns þannig að sjúk-
dómurinn er vafalítið vangreindur
hér.
Meingerð
Með meingerð sjúkdómsins er
átt við það hvernig glúten skaðar
görnina. Um það eru tvær megin-
kenningar. Önnur kenningin telur
að slímhúð mjógirnis hafi arfbund-
in viðtæki á yfirborðinu fyrir glút-
eni og samskonar viðtæki séu
einnig á hvítum blóðkornum sem
sjá um ónæmissvörun líkamans.
Þegar glúten festist á þessi viðtæki
fer í gang bólga á yfirborði garnar-
innar sem leiðir til þess að fæðan
getur ekki frásogast. Hin kenning-
in er sú að um meðfæddan leka sé
að ræða í görninni. í heilbrigðri
görn á stórt mólikúl eins og glúten
ekki að komast inn í garnaslímhúð-
ina fyrr en það hefur verið brotið
niður í smærri einingar sem ekki
framkalla mótefnasvörun. Lekinn
veldur því að glúten kemst í snert-
ingu við ónæmiskerfi líkamans,
framkallar bólgusvörun þannig að
útkoman verður svipuð og í fyrri
kenningunni. Margir telja reyndar
að hjá flestum sjúklinganna séu
báðir gallarnir til staðar, enda má
finna mótefni í blóði hjá velflestum
þeirra.
Rétt er að gera nánar grein fyrir
hvers vegna bólga í yfirborði
garnaslímhúðar hefur svo afdrifa-
ríkar afleiðingar. Garnaslímhúðin
er í fjölmörgum fellingum og á
hverri fellingu eru síðan litlar totur
og sem aftur hafa enn smærri totur
og allt þetta leiðir til þess að yfir-
borð slímhúðarinnar verður mjög
mikið. Reiknað hefur verið út að
hjá fullorðnum manni sé það um
200 fermetrar sem er svipað og
gólfflötur á stórri íbúð. Þegar bólga
kemur í slímhúðina eyðast fyrst
fínu toturnar og síðan þær stærri
og afleiðingin verður sú að yfir-
borð slímhúðar fer niður í 10-20
fermetra. Þetta er allt of lítið yfir-
borð til að frásoga fæðuna svo hún
fer ómelt í gegnum görnina.
Einkenni
Glútenóþol getur komið fram í
mjög mörgum myndum og er nán-
ast enginn annar sjúkdómur sem
jafnast á við hann að því leyti. Ein-
kenni geta komið fram ýmist á
fyrstu mánuðum eða eftir miðjan
aldur. Rétt er að lýsa fyrst ein-
kennum hjá börnum. Flest fá ein-
kennin tveim til þrem mánuðum
eftir að þau byrja að borða korn-
mat, þau hætta að vaxa og þrosk-
ast eðlilega. Hægðir verða miklar
og illa lyktandi og börnin verða föl
og veikluleg. Hjá öðrum börnum
geta einkennin komið síðar stund-
um í formi kviðverkja, uppkasta,
blóðleysi og sem beinkröm. Öll
börn sem vaxa óeðlilega seint ætti
að rannsaka fyrir glútenóþoli jafn-
vel þó þau hafi engin einkenni frá
meltingarfærum.
Hjá fullorðnum er algengast að
sjúkdómurinn komi fram um
þrítugt en hann getur komið fram
á öllum aldri. Hann er auðþekktur
þegar hann kemur fram í fullri
mynd. Þá meltist fæðan ekki og
veldur miklum og illa lyktandi nið-
urgangi. Sjúklingar megrast og fá
einkenni um næringarskort. Al-
gengt er að glútenóþol komi fram í
dulinni mynd. Þá koma einkennin
það hægt að sjúklingar gera sér
ekki grein fyrir að þeir eru veikir,
sætta sig við slappleika, framtaks-
leysi og óljós meltingaróþægindi
sem eðlilegt ástand.
Sjaldgæf einkenni sem sjúkdóm-
urinn getur fyrst birst með eru sár í
munni, þrálát og óþægileg. Ófrjó-
semi, bæði hjá körlum og konum,
og hjá konum einnig tíðastopp.
Geðræn vandamál geta komið í
8 HEILBRIGÐISMAL 2/1988