Heilbrigðismál - 01.06.1988, Blaðsíða 23

Heilbrigðismál - 01.06.1988, Blaðsíða 23
(Hutrj sjuun/o/) Loks er skýrsla frá Marseille í Frakklandi en þar er lýst árangri meðferðar hjá 1133 konum með brjóstakrabbamein á fyrsta og öðru sbgi, þar sem beitt var fleygskurði eða minni aðgerð og var árangur jafn góður hjá þeim konum sem fengu geislun eftir aðgerð eins og hjá þeim konum þar sem brjóstið var allt fjarlægt. Oft er erfitt að finna brjósta- krabbamein við þreifingu og koma meinin þá aðeins fram á röntgen- myndum. Þau geta verið mjög lítil, vaxa sjaldnar inn í vefinn í kring °g holhandareitlar eru oftar án meinvarpa. Það getur verið erfitt að finna mjög lítil æxli í aðgerð eða grunsamlegar kalkanir, sem oft eru ábendingar um krabbamein. Það má þó auðvelda, t.d. með því að merkja húðina yfir æxlinu, sprauta lnn lit í námunda við æxlið eða á annan hátt. Eftir aðgerð er tekin röntgenmynd af sýninu, til að staðfesta að hinar grunsamlegu breytingar, hvort sem það er smáhnútur eða kalkanir, séu í þessu sýni. Stærð fleygsins, sem tekinn er, miðast við að vera vel utan við hið grunaða svæði, þann- '8 að skurðbrúnir verði æxlislausar ef krabbamein finnst í sýninu. Ef um er að ræða mjög lítinn hnút eða kalkanir getur tekið nokkra | leitarstöð Krabbameinsfélagsins 1 Reykjavík hófst skipuleg leit að t’rjóstakrabbameini með röntgen- myndatækni í nóvember 1987. Teknar eru röntgenmyndir af brjóstum kvenna á aldrinum frá fertugu til sjötugs. Eru þær boðað- ar til skoðunar annað hvert ár, samhliða leit að leghálskrabba- meini. Á aldrinum frá tvítugu til tertugs eru brjóstin hins vegar emungis þreifuö, eins og verið f'efur. Reynslan erlendis frá sýnir að með röntgenmyndatöku er Uaegt að greina brjóstakrabbamein mun fyrr en með öðru móti, og | Pví er oftar hægt að beita fleyg- skurði í stað þess að nema allt ~ rjóstið á brott. Á myndinni eru l *knarnir Viktor Sighvatsson og - aldur Sigfússon að skoða rönt- S Senniyndir á Röntgendeild rabbameinsfélagsins. daga að rannsaka þetta sýni. Ef endanleg niðurstaða verður, að um krabbamein sé að ræða, þarf einnig að fjarlægja eitlavef úr hol- hönd, til að kanna ástand eitla. Ef meinvörp eru komin í eitlanna er mælt með lyfjameðferð auk geisla- meðferðar á það sem eftir er af brjóstinu. Hjá konum, með óþreif- anleg æxli, sem finnast við fjölda- skoðun eða myndatöku af öðru til- efni er oftast unnt að komast af með fleygskurð. Undantekning gæti verið ef æxli er í miðju bjósti, undir geirvörtu eða ef brjóst er mjög lítið. Það skiptir sköpum með brjósta- krabbamein, eins og önnur krabba- mein, að þau séu greind sem fyrst. Batahorfur hjá konum með sjúk- dóm á fyrsta og öðru stigi eru miklu betri heldur en þegar hann er lengra genginn (þriðja eða fjórða stig) og horfur eru betri þegar eitl- ar eru án meinvarpa. Reynslan hefur sýnt að ef brjóstakrabbamein finnst við reglulega fjöldaskoðun eru dauðsföll þriðjungi færri eftir 10 ár heldur en í samanburðar- hópi sem ekki fer í fjöldaskoðun. Kemur þetta fram í rannsóknum Shapiro í New York. Hjá konum með sjúkdóm á fyrsta stigi, (æxli sem eru minni en 2 sentimetrar í þvermál) hefur komið í ljós að 96% kvenna eru á Iífi tíu árum eftir að- gerð. Ákvörðun um aðgerð og tegund aðgerðar hvílir ekki aðeins á herð- um þess skurðlæknis sem fram- kvæmir aðgerðina, heldur verður hún að vera í samráði við sérfræð- inga í röntgengreiningu, í krabba- meinslækningum og í vefjagrein- ingu og að sjálfsögðu ávallt með fullu samþykki viðkomandi sjúkl- ings eftir að allar aðgerðar- og meðferðarleiðir hafa verið skýrðar að fullu. Að sjálfsögðu er alltaf stefnt að því að aðgerð og önnur samtvinnuð meðferð skili þeim bestla árangri og batahorfum, sem unnt er hverju sinni. Að lokum samantekt um ábend- ingar um fleygskurð: 1. Fjölmargar rannsóknir sýna að HEILBRIGÐISMAL 2/1988 23

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.