Heilbrigðismál - 01.06.1988, Side 24
HEILBRIGÐISMAL / lónas Ragnar
eins góður árangur næst með
fleygskurði eins og ef allt brjóstið
er tekið, þegar um er að ræða lítil,
staðbundin æxli (fyrsta og annað
stig).
2. Brjóstakrabbamein greinist nú
fyrr en áður og þar af leiðir að
æxlin eru minni og oftar staðbund-
in.
3. Það er mjög þýðingarmikið fyrir
konur að halda brjóstinu ef þess er
kostur. Konur vilja meiri upplýs-
ingar og þær eiga að fá allar þær
upplýsingar sem unnt er og
fræðslu um sjúkdóminn og val-
kosti í meðferð.
4. Nútímaþekking á eðli og gangi
sjúkdómsins bendir ákveðið til
þess að þegar ekki tekst að lækna
eða uppræta brjóstakrabbamein sé
það vegna útbreiðslu sjúkdómsins
(meinvörp) strax við greiningu, en
ekki vegna ófullkominnar, stað-
bundinnar meðferðar.
5. Margar konur draga úr hömlu
að leita læknis, þótt þær finni hnút
í brjósti, vegna ótta við lýtandi að-
gerðir. Konur munu frekar fara í
fjöldaskoðun ef þær vita að finnist
æxlið snemma má komast af með
minni aðgerðir. Jafnhliða skurðað-
gerðum er oft beitt geislameðferð
og skammtíma eða lengri lyfjameð-
ferð. Ákvörðun um meðferð er því
ekki aðeins í höndum skurðlækna,
heldur verður að koma til mjög ná-
in samvinna allra þeirra sérfræð-
inga, sem í hlut eiga.
Nokkrar heimildir:
Fisher B et al: Five-year results of a ran-
domized clinical trial comparing total ma-
stectomy and segmental mastectomy with or
without radiation in the treatment of breast
cancer. N Engl J Med 1985, 312:665.
Shapiro S et al: Ten to fourteen year effects
of breast cancer screening on mortality. J Natl
Cancer Inst 1982, 69:349- 354.
Spitalier JM et al: Breast Conserving Sur-
gery with Radiation Therapy for Operable
Mammary Carcinoma: A 25 Year Experience.
World J Surg 1986, 10:1014-1020.
Veronesi U et al: Comparing Radical Ma-
stectomy with Quadrantectomy Axillary Dis-
section and Radiotherapy in patients with
small cancer of breast. N Engl J Med 1981,
305:6-11.
Hjalti Þórarinsson er prófessor við
læknadeild Háskóla íslands og for-
stöðumaður handiækningadeildar
Landspítalans. Hann er sérfræðingur i
almennum skurðlækningum og brjóst-
holsskurðlækningum.
24 HEILBRIGÐISMÁL 2/1988
Þekkingarþraut - svör
Sjá spurningar á bls. 20.
11. a. Nýjustu tölur Krabba-
meinsskrárinnar (1982-86) sýna
að brjóstakrabbamein er sem
fyrr algengasta krabbameinið
meðal íslenskra kvenna,
lungnakrabbamein er nú í öðru
sæti og ristilkrabbamein í þriðja
sæti.
12. c. Bólusótt (smallpox) var
síðast greind í heiminum í Só-
malíu í október 1977.
13. c. Hollenski læknirinn
Christian Eijkman sýndi fram á
það árið 1896 að sjúkdómurinn
taugakröm (beriberi) væri
hörgulsjúkdómur. Árið 1926
fannst efnið sem er nauðsyn-
legt til varnar þessum sjúk-
dómi, Bl-vítamín eða þíamín, í
hrísgrjónahýði. Korn, hnetur,
kjötmeti og baunir eru þíamín-
rík. Taugakröm lýsir sér í trufl-
aðri tauga- og vöðvastarfsemi
sem leitt getur til vöðvarýrnun-
ar og Iömunar í verstu tilvikum.
14. b. í nóvember 1976 keypti
ríkissjóður Landakotsspítala í
Reykjavík (St. Jósefsspítala að
Landakoti) af Sankti Jósefs-
systrum. í kaupsamningnum
var kveðið á um að rekstur
spítalans verði falinn sjálfseign-
arstofnun sem komið verði á fót
í því skyni að spítalinn verði
rekinn með sama hætti og áður,
a.m.k. í tvo áratugi.
15. c. Niels Dungal var rit-
stjóri Fréttabréfs um heilbrigð-
ismál 1949-57, ritið kom ekki út
í þrjú ár, Baldur Johnsen var
ritstjóri 1961-64, Bjarni Bjarna-
son 1965-75 og Ólafur Bjarna-
son 1976-85.
16. a. Varúðarmerkingin er á
lyfjum sem skert geta hæfni
manna til að aka bifreið eða
stjórna öðrum vélum.
17. b. Viðvörunarmiðarnir eru
átta og undir textunum stend-
ur: „Landlæknir". Þessar merk-
ingar tóku gildi á miðju ári
1985.
18. b. Á síðasta ári fæddust
4180 börn, eða 11-12 á dag.
19. a. Franska nafnið á eyðni
er Syndrome d'Immunoéf-
icience Acquise (SIDA).
20. c. Þetta eru líkamleg áhrif
streituástands.
Heimildir:
11. Skýrsla 1988. Krabbameinsfélagið,
Reykjavík, apríl 1988.
12. World Health, mars 1988.
13. Hreysti og sjúkdómar. Alfræðasafn
AB. Benedikt Tómasson íslenskaði.
Reykjavík, Almenna bókafélagið, 1966.
13. Elín Ólafsdóttir: B-vítamín. Frétta-
bréf um heilbrigðismál 1979, 27(2), 16.
14. Ríkissjóður kaupir Landakotsspít-
ala. Fréttabréf um heilbrigðismál 1977, 25
(1)/ 17.
15. Ólafur Bjarnason: „Lítil þekking er
betri en engin". Fréttabréf um heilbrigð-
ismál 1977, 25(1), 3- 4.
16. Aðvörun um akstur og lyfjanotkun.
Heilbrigðismál 1982, 30(4), 18.
17. Athyglisverðar viðvaranir á tóbaki.
Heilbrigðismál 1985, 33(1), 18-20.
18. Fæðingum fjölgar á ný. Heilbrigðis-
mál 1988, 36(1), 9.
19. Weekly Epidem. Rec. 23 /1988.
20. Ingólfur S. Sveinsson: Sex stig
streitu. Heilbrigðismál 1987, 35(4), 18.
J