Heilbrigðismál - 01.06.1988, Side 19
HEILBRJCÐISKIÁL / Lfósmyndjnnn (Jóhannc* Long)
Lyf sem innihalda óblandað aspirín
og seld eru án lyfseðils hér á landi
Nafn
Innihald
Acetýlsalicýlsýra
Acetýlsalicýlsýra
Acetýlsalicýlsýra (kornhúðað)
Acetýlsalicýlsýra
Acetýlsalicýlsýra
Lýsinacetýlsalicýlat
Acetýlsalicýlsýra
Acetýlsalicýlsýra
Form
Magnýl Töflur
Magnýl 100 mg Töflur
Globentyl Töflur
Albyl-Selters Freyðitöflur
Novid Freyðitöflur
Aspégic* Skammtabréf
Acetard Forðatöflur
Asetýlsalisýlsýra Sýruhjúptöflur
* Væntanlegt á markað (lýsinacetýlsalicýlat breytist í acetýlsalicýlsýru í meltingarveginum).
Skýringar á lyfjaformum: Freyðitöflur á að leysa upp í vatni áður en þær eru teknar inn. Skammtabréf kallast ákveðið magn af
dufti sem sett hefur verið í þar til gerðar umbúðir og ætlað er til inntöku, stundum leyst upp í öðru efni eða blandað því. Forða-
töflur eru framleiddar þannig að virka efnið losnar smám saman í maga og þörmum. Sýruhjúpstöflur eru húðaðar svo að þær
leysist ekki upp fyrr en í þörmunum.
Magn
150 mg eða 500 mg
100 mg
500 mg
320 mg
330 mg
100 mg, 500 mg eða 1000 mg
500 mg
500 mg
þó fjarri að öll kurl séu komin til
grafar varðandi þetta atriði. í blóð-
flögunum myndast efnið trombox-
an sem dregur saman æðar og örv-
ar blóðsegamyndun (storknun
blóðsins) en í æðaveggjunum
rnyndast efnið prostasýklín sem
hefur nokkurn veginn gagnstæða
verkun. í hæfilegum skömmtum
V'rðist aspirín draga úr myndun
fromboxans án þess að hafa áhrif á
myndun prostasýklíns og þannig
minnka hættu á myndun blóðsega
°g æðastíflu. í stærri skömmtum
dregur aspirín úr myndun beggja
úfnanna og hefur því lítil áhrif á
blóðsegamyndun. Flér skiptir
einnig máli að áhrif lyfsins á blóð-
flögur standa í marga daga en
áhrifín á æðaþel virðast horfin inn-
an sólarhrings. Því miður er hæfi-
leg skömmtun lyfsins í þessum til-
gangi ekki þekkt, niðurstöður
dýratilrauna benda til þess að
hæfilegur dagskammtur fyrir fólk
gæti verið 40-100 milligrömm en
við flestar rannsóknir á mönnum
hafa verið notaðir mun stærri
skammtar eða 300-1000 milli-
grömm á dag eða annan hvern
dag. Erfitt er að mæla með notkun
aspiríns til að varna blóðsega og
æðastíflu meðan hæfilegir
skammtar eru ekki þekktir. Einnig
ber að geta þess að í umræddum
rannsóknum kom fram lítilsháttar
aukning á heilablæðingum en það
kom ekki á óvart þar sem um er að
ræða Iyf sem dregur úr blóðsega-
myndun og samdrætti æða.
Aukaverkanir
Erting í maga. Algengasta vanda-
málið við notkun aspiríns er hve
ertandi það er í maga. Þessi erting
veldur brjóstsviða, verkjum, ógleði
og blæðingum. Notkun aspiríns
fylgir alltaf aukið blóðtap frá melt-
ingarvegi og við mikla notkun
eykst hætta á magasári. Þessa ert-
ingu er hægt að minnka með ýmsu
móti: í fyrsta lagi með því að taka
ekki inn aspirín á fastandi maga. í
öðru lagi með því að drekka ekki
kaffi eða áfengi sem einnig eru ert-
andi í maga. í þriðja Iagi má nota
freyðitöflur (Albyl-Selters, Novid),
skammta sem leystir eru í vatni
(Aspégic) eða kornhúðað aspirín í
töflum (Globentyl) en allt þetta er
minna ertandi en venjulegar töfl-
ur. í fjórða lagi er hægt að taka
forðatöflur (Acetard) eða sýruhjúp-
töflur (Asetýlsalisýlsýra) sem erta
magaslímhúðina minna en venju-
legar töflur en þær verka seint
HEILBRIGÐISMAL 2/1988 19