Heilbrigðismál - 01.06.1988, Blaðsíða 7

Heilbrigðismál - 01.06.1988, Blaðsíða 7
þessu tímariti að óvenju margir þeirra sem ná mjög háum aldri séu feddir á Suðurlandi. Sem dæmi Wá nefna að af þeim 13 sem voru 99 ára um síðustu áramót voru 5 feddir í Árnessýslu. Háöldruðu fólki hefur fjölgað TOikið síðustu ár. Til dæmis voru níræðir og eldri 248 í árslok 1950 en 826 árið 1985. Samkvæmt spá Hagstofunnar er gert ráð fyrir að um næstu aldamót verði 1100 ís- lendingar níræðir eða eldri. Af þeim sem ná 90 ára aldri geta um 5% vænst þess að halda upp á hundrað ára afmæli sitt. En ef fólk nær 95 ára aldri eru líkurnar á að verða 100 ára orðnar um 20%. - jr. Sigurður Porvaldsson lauk kenn- araprófi fyrir 83 árum, var við framhaldsnám í Danmörku og kenndi síðan í Skagafirði og víðar fram undir sjötugt. Hann varð hreppstjóri í Hólahreppi fyrir 60 árum og gegndi þeirri stöðu í ára- tugi. Sigurður er nú á sjúkrahús- inu á Sauðárkróki og þar var þessi mynd tekin í maí. Hvers vegna verður fólk 100 ára? Það er erfitt að svara þessari spurningu, en viðtöl við tírætt fólk geta gefið vísbendingu. Þess vegna er gripið hér niður í þrjú sam- töl sem Matthías Johannes- sen ritstjóri átti við fólk í til- efni aldarafmælis þess. Samtölin eru í bókaflokkn- um „M. Samtöl" sem Al- menna bókafélagið gaf út fyrir nokkrum árum. Höf- undur hefur gefið leyfi til þessarar birtingar. - jr. Guðmundur Jónsson í Reykjavík, 100 ára 1956: Mér hefur oftast liðið vel, alltaf verið ánægður með hlut- skipti mitt og litið björtum augum á lífið. Trúin á guð hefur oft hjálpað mér í erfið- leikum og konan var mér ætíð traust stoð. Guðríður Jónsdóttir á Akranesi, 100 ára 1964: Það var trúin sem hélt líftórunni í fólkinu meðan ísinn var hvað mestur, maturinn hvað minnstur og myrkrið svartast. Ég hef haft létta lund og það hefur hjálpað mér um dagana. Ég hef reynt að halda því góða. Einhvern veginn vandist maður á að vera alltaí á fart- inni. Vigdfs Magnúsdóttir á Stokkseyri, 100 ára 1965: Ég er ósköp þakklát guði og mönnum. Það er gott að verða gamall og þroskast með guðs hjálp, losna við hégómann og óraunhæft mat á lífinu. Og eitt kennir manni reynslan, að dauðinn er ekki það versta í lífinu. Það er ekkert sældarbrauð þegar heilsan bregst. Ég hef verið eins lánsöm og hægt er, heilsan óbiluð í ellinni. Fjöldi aldraðra íslendinga Og hlutfall af íbúafjölda landsins 70 ára og eldri 80 ára og eldri 90 ára og eldri 100 ára og eldri 1901 3082 3,9% 513 0,7% 45 0,1% 0 1950 7228 5,0% 2159 1,5% 248 0,2% 4 1985 17007 7,0% 5898 2,4% 826 0,3% 16 2000 (spá) 22000 8,4% 7500 2,9% 1100 0,4% HEILBRIGÐISMÁL 2/1988 7

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.