Heilbrigðismál - 01.06.1988, Qupperneq 16
HEILBRJCÐtSMÁL /
„Starf í þágu þjóðarinnar"
- segir Almar Grímsson apótekari,
nýkjörinn formaður Krabbameinsfélags íslands
„Þegar leitað er eftir stuðningi
við verkefni Krabbameinsfélagsins
er sama við hvern maður talar, við-
kvæðið er alltaf að það sé sjálfsagt.
Þetta sýnir það traust sem almenn-
ingur ber til félagsins og að fólk
metur starf þess mikils, enda starf-
ar félagið í þágu þjóðarinnar",
sagði Almar Grímsson apótekari,
en hann var kosinn formaður
Krabbameinsfélags íslands á aðal-
fundi félagsins í vor.
Aðspurður um tengsl starfsferils
síns við krabbameinsmálefni sagði
Almar að hjá Alþjóða heilbrigðis-
málastofnuninni hafi hann sérstak-
lega kynnt sér starfsemi krabba-
meinsdeildar stofnunarinnar, og
séð hve ríka áherslu stofnunin
legði á krabbameinsvarnir. Þegar
hann var beðinn að taka sæti í
stjórn Krabbameinsfélags íslands
árið 1985 sagðist hann ekki hafa
skorast undan, meðal annars
vegna þess að krabbamein hefði
snert fjölskyldu hans, eins og svo
margar aðrar.
Fyrri formenn Krabbameinsfé-
lagsins hafa allir verið læknar.
Almar Grímsson lauk kandídats-
prófi í lyfjafræði í Kaupmanna-
höfn árið 1965, starfaði í apótekum
í Reykjavík til 1971 er hann var
skipaður deildarstjóri í Heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðuneytinu,
var deildarstjóri lyfjamála í Evr-
ópuskrifstofu Alþjóða heilbrigðis-
málastofnunarinnar í Kaup-
mannahöfn 1979 til 1982, kom þá
aftur til starfa í ráðuneytinu sem
ráðunautur í alþjóðaheilbrigðis-
málum og Iyfjamálum. Almari var
veitt lyfsöluleyfið í Hafnarfjarðar
l Apóteki árið 1985. Hann var full-
1 trúi Norðurlanda í framkvæmda-
1 stjórn Alþjóða heilbrigðismála-
stofnunarinnar (WHO) árin 1983
til 1986. Almar hefur verið fulltrúi
íslands í norrænu samstarfi um
lyfjamál.
16 HEILBRIGÐISMAL 2/1988
Hvernig horfir það við apótekaran-
um? „Forverar mínir hafa sýnt
mikla framsýni og mikið þor. Það
var því erfið ákvörðun að fallast á
að ég tæki að mér formennskuna",
sagði Almar, „en ég sannfærðist,
m.a. af Gunnlaugi Snædal þáver-
andi formanni, að það skipti ekki
sköpum hvaða menntun formað-
ur Krabbameinsfélagsins hefur.
Margir læknar eru í stjórninni og í
störfum hjá félaginu svo að sjónar-
mið lækna koma skýrt fram áður
en stjórnin tekur ákvarðanir."
Talið barst að hlutverki apóteka
og Almar sagði: „Starfsemi apó-
teka er ekki lengur fólgin eingöngu
í því að afgreiða lyfseðla, þar eru
veittar ýmsar upplýsingar um lyf.
Ég hef verið talsmaður þess að
apótekin verði enn virkari í miðlun
upplýsinga, einnig um krabba-
mein, enda koma þangað ár hvert
fimm sinnum fleiri en koma á
heilsugæslustöðvar. Fyrir aðeins
aldarfjórðungi voru margir lyfja-
fræðingar þeirrar skoðunar að
vernda ætti fólk fyrir upplýsing-
um. Nú hefur þetta gjörbreyst,
fólk vill fá upplýsingar og á að fá
þær. Heilsuræktarbyltingin, sem
svo hefur verið nefnd, er ekki bara
fólgin í líkamsrækt, heldur einnig í
aukinni fróðleiksfýsn."
Svo vikið sé aftur að málefnum
Krabbameinsfélagsins sagði Almar
að umsvifin hefðu aukist á undan-
förnum árum en nú væri ástæða til
að skoða innra starf félagsins nán-
ar. í því sambandi hefði skipulagi
nýlega verið breytt og starfsdeild-
um skipað á fjögur svið. „Nú þarf
að huga betur að rekstrinum, sinna
félagsstarfinu meira og virkja aðild-
arfélögin betur, bæði svæðafélög
og stuðningshópa", sagði Almar.
„Varðandi málefni krabbameins-
sjúklinga er reynt að leggja áherslu
á lífsgæði", sagði Almar. „Þeir sem
ekki læknast strax verða að læra að
lifa með sinn sjúkdóm og skilja að
það er alltaf von. Það er mikilvægt
að Krabbameinsfélagið hjálpi sjúkl-
ingum að lifa sem lengst í sínu
eðlilega umhverfi, en að því miðar
starfsemi heimahlynningar félags-
ins, sem nýlega er hafin. Þegar
ekki er hægt að lækna verður að
líkna. Þar koma lyf einnig til sög-
unnar. Það er heilagur réttur að fá
að lina sársauka með lyfjum."
Þá barst talið að leitarstarfinu.
Almar sagði það mikla viðurkenn-
ingu fyrir Krabbameinsfélagið að
ríkisstjórnin skyldi fela því, á
síðasta ári, að annast áfram leit að
leghálskrabbameini og hefja nýtt
átak í leit að brjóstakrabbameini
með röntgenmyndatökum. „Á al-
þjóðavettvangi hefur verið litið á
leitarstarfið hér sem fyrirmynd fyr-
ir aðrar þjóðir. Af því tilefni er nú í
undirbúningi formlegur samning-
ur milli Krabbameinsfélagsins og
Alþjóða heilbrigðismálastofnunar-
innar um nánari tengsl. Árangur
leitarinnar er mikill og það er gleði-
efni að við getum miðlað öðrum á
þessu sviði. íslendingar eru ekki
aðeins ein af ríkustu þjóðum heims
peningalega heldur erum við rík af
J