Heilbrigðismál - 01.06.1988, Blaðsíða 22
HEILBRIGÐISMÁL / Bnjn Pilkington
fólgin í því að taka allt brjóstið
ásamt vöðvunum á brjóstkassa
undir brjóstinu og sogæðaeitla úr
holhönd þeim megin. Petta voru
vissulega stórar og lýtandi aðgerðir
en hafa ber í huga að á þessum
h'ma leituðu konur ekki læknis-
hjálpar fyrr en æxlin voru orðin
stór og oftast komin meinvörp í
eitla í holhönd. Um helmingur
sjúklinganna lifði í þrjú ár eða
lengur eftir þessar nýju aðgerðir og
var það mikil framför frá því sem
verið hafði.
í nokkra áratugi voru þessar að-
gerðir alls ráðandi en í kringum
1950 fóru skurðlæknar að minnka
umfang aðgerðanna með því að
taka ekki vöðvana, og sumir létu
jafnvel vera að hreinsa eitlana úr
holhöndinni. Þetta var kleift þar
sem nú var verið að fást við æxli
sem höfðu fundist fyrr og því
minni en áður. Einnig var röntgen-
geislum beitt meira jafnhliða
skurðaðgerðum. Síðar kom bætt
og aukin lyfjameðferð til sögunn-
ar, þannig að nú orðið er iðulega
um samtvinnaða meðferð að ræða,
það er skurðaðgerð, geislameðferð
og/eða lyfjameðferð.
Síðustu tvo áratugi hefur enn
orðið veruleg breyting á umfangi
aðgerða í kjölfar þess að með bætt-
um greiningaraðferðum og aukinni
árvekni greinast æxlin enn fyrr og
eru því oftar staðbundin. Brjósta-
krabbamein er greint í fjögur stig.
Á fyrsta stigi er æxli innan við 2
sentimetrar í þvermál og ekki finn-
anlegir eitlar í holhönd við þreif-
ingu. Á öðru stigi er æxli 2 til 4
sentimetrar í þvermál, með þreif-
anlegum, aðgreindum eitlum í hol-
hönd. Á þriðja stigi eru æxli af
ýmsum stærðum, stundum vaxin
út í húð eða niður í vöðvalög og
með eitlum í holhönd, stundum
samvöxnum. Talað er um fjórða
stig þegar meinvörp eru komin í
önnur líffæri eða aðra vefi líkam-
ans. Að sjálfsögðu er æskilegast að
greina sjúkdóminn á meðan hann
er á fyrsta stigi. Hér á landi grein-
ast um 25-30% með sjúkdóminn á
þessu stigi. Árangursríkar fjölda-
skoðanir á brjóstum hafa alls stað-
ar aukið þetta hlutfall verulega.
Örugglega verður það einnig
reyndin hér ef konur mæta vel
í þá fjöldaskoðun sem nýlega er
hafin á vegum Krabbameinsfélags-
ins.
Fleygskurður (sjá skýringar-
mynd) er í því fólginn, að tekinn er
fleygur úr brjóstinu á því svæði
þar sem hnúturinn er og þess gætt
að vera alls staðar vel fyrir utan
hnútinn. Þá er einnig tekið alveg
niður í gegnum brjóstið. Þá eru
eitlar fjarlægðir úr holhönd sömu
megin. Er það gert í sömu aðgerð
ef sjúkdómsgreining er staðfest,
ella verður að gera það í annarri
aðgerð nokkrum dögum síðar. Nú
orðið ber öllum saman um að rétt
sé að sjúklingur fái röntgengeisla á
þann hluta brjóstsins, sem eftir er
Ef brjóstakrabbamein finnst á
byrjunarstigi er ekki þörf á ad
skera burt nema hluta af brjóst-
inu, eins og sýnt er á þessum
teikningum. Slíkir fleygskurðir
hafa tíðkast hér á landi í nokkur
ár og mun þriðja til fjórða hver
brjóstaaðgerö vera þannig gerð.
skilinn, til að reyna að koma í veg
fyrir nývöxt krabbameins í brjóst-
inu. Nú mæla flestir með því að
sjúklingar með meinvörp í hol-
handareitlum fái einnig áframhald-
andi lyfjameðferð og gildir þar
einu hvort tekinn er hluti af brjóst-
inu eða hvort það er allt numið
brott. Fleygskurði er unnt að beita
hjá flestum konum með sjúkdóm á
fyrsta stigi og einnig hjá allmörg-
um með sjúkdóm á öðru stigi. Þeir
sem fyrst byrjuðu á þessum minni
aðgerðum eru nú komnir með ára-
tuga reynslu, en almennar hafa að-
gerðirnar ekki orðið fyrr en síðasta
áratug. Enn efast sumir skurð-
læknar um réttmæti fleygskurða.
Aðrir ganga hins vegar það langt
að þeir beita fleygskurði við æxli
allt að 5 sentimetra að stærð. Það
er auðveldara ef æxli er utarlega í
brjósti, heldur en ef það er nálægt
miðju brjósts. Brjóstið þarf að vera
það stórt að unnt sé að nema brott
fimmtung til þriðjung þess, án
þess að teljandi lýti verði af.
í stuttri grein er ekki unnt að til-
greina margrar rannsóknir til
stuðnings fleygskurði, en þó nefni
ég hér þrjár þar sem um mikinn
fjölda sjúklinga er að ræða í hverri
rannsókn.
Fyrst skal geta rannsókna frá
Mílanó á Ítalíu þar sem Veronesi
og samverkamenn lýstu árangri af
aðgerðum hjá 700 konum, sem
skipt var í tvo hópa og voru jafn
margar konur í hvorum hópi. Ann-
ars vegar var allt brjóstið tekið, en
hins vegar var beitt fleygskurði eða
fjórðungsbrottnámi. Enginn mark-
tækur munur var á árangri sjö ár-
um eftir aðgerð.
Þá er rannsókn frá Fischer og
samverkamönnum í Pittsburg í
Bandaríkjunum. Þar var um að
ræða 2000 konur, sem skipt var í
þrjá aðgerðarhópa, allar með sjúk-
dóm á sambærilegu stigi. í fyrsta
hóp var allt brjóstið fjarlægt og eitl-
ar úr holhönd. í öðrum hóp var
fleygskurður og eitlataka úr hol-
hönd. í þriðja hóp var beitt fleyg-
skurði, eitlar teknir og geislun eftir
aðgerð. Árangur var alveg eins
góður í þriðja hópnum (fleyg-
skurður, eitlataka og geislun) eins
og þótt brjóstið hefði allt verið tek-
ið.
22 HEILBRIGÐISMAL 2/1988
J