Heilbrigðismál - 01.06.1988, Blaðsíða 18

Heilbrigðismál - 01.06.1988, Blaðsíða 18
HEILBRICÐISMÁL / LfósmvnAmnn (Jóhannos Long) Aspirín - í ljósi nýrra rannsókna Grein eftir Magnús Jóhannsson Uppruni og saga Sölt af salicýlsýru er að finna víða í náttúrunni og hafa þau verið notuð til lækninga í a.m.k. 2400 ár. Hippókrates, sem oft er nefndur faðir læknisfræðinnar, notaði soð af víðiberki til lækninga en það inniheldur sölt af salicýlsýru. Um miðja síðustu öld var búið til af- brigði af salicýlsýru hjá Bayer lyfja- verksmiðjunni er nefndist acetýlsa- licýlsýra. Efnið vakti enga athygli til að byrja með og var ekki sett á markað sem lyf fyrr en árið 1899. Nafnið acetýlsalicýlsýra þótti langt og óþjált og var lyfið sett á markað undir nafninu Aspirín sem er dreg- ið af efnafræðiheitinu «cetýl og spfraea sem er heiti plöntuættar er inniheldur salicýlsýru. Algengt er að nota heitið aspirín sem stytt- ingu á acetýlsalicýlsýru og verður það gert hér. Aspirín, eða acetýlsa- licýlsýra, hefur mun kröftugri verkun en salicýlsýra en breytist í salicýlsýru í líkamanum. Verkunarháttur í líkamanum er fjöldi mismun- andi efna er nefnast prostaglandín og einnig eru ýmis efni sem eru náskyld prostaglandínum. Öll þessi efni myndast úr fitusýrum og gegna því hlutverki að flytja ýmiss konar boð um líkamann. Þessi boð tengjast m.a. verkjum, bólgu, sam- drætti í æðum og blóðstorknun. Verkanir aspiríns má rekja til áhrifa þess á myndun prostagland- ína og skyldra efna. Aspirín hindr- ar myndun þessara efna en áhrifin eru mismunandi kröftug á mynd- un hinna ýmsu efna og þau vara mislengi. Verkanir og notagildi Verkir. Algengasta notkun aspir- íns er við verkjum. Lyfið hefur verkjastillandi áhrif sem einkum eru bundin við verki frá beinum, vöðvum og bandvef. Pað er notað með góðum árangri gegn höfuð- verk, tíðaverk, tannverk og verkj- um vegna meiðsla. Stundum gagn- ar lyfið ágætlega gegn verkjum eft- ir skurðaðagerðir, við vissum tegundum krabbameins og liða- verkjum. Aspirín er hins vegar gagnslaust við verkjum frá innri líffærum eins og hjarta, nýrum og gallvegum. Hjá flestu fullorðnu fólki má búast við fullri verkjastill- andi verkun eftir töku 500 til 1000 mg (t.d. ein til tvær venjulegar töflur af Magnýl). Við stærri skammta fæst ekki meiri verkun, einungis meiri aukaverkanir. Verkjastillandi áhrif aspiríns vara yfirleitt í fjórar til sex stundir. Sótthiti. Aspirín hefur ekki áhrif á eðlilegan líkamshita en það lækk- ar sótthita. Til að hann geti lækkað verður líkaminn að losa sig við varma með æðavíkkun í húð og aukinni svitamyndun. Oft er óæskilegt að lækka sótthita vegna þess að hitinn hjálpar til að eyða sýklum og flýtir þannig fyrir bata. Hjá litlum börnum getur sótt- hiti þó verið varasamur vegna hættu á hitakrömpum, en í slíkum tilvikum er æskilegra að lækka hit- ann með kælingu en lyfjum (t.d. fækka fötum, lak í stað sængur, opna glugga). Um skammta gildir svipað og sagt var um verki. Bólga. I stórum skömmtum hefur aspirín bólgueyðandi verkun og hefur sá eiginleiki lyfsins verið not- aður í ríkum mæli við meðferð á liðagigt. Pegar lyfið er gefið við gigt eru venjulegir fullorðins- skammtar á bilinu 4-10 grömm á dag (t.d. 8-10 töflur af Magnýl) sem hæfilegt er að dreifa yfir sólar- hringinn á þrjá eða fjóra jafna skammta. Notkun aspiríns við gigt hefur minnkað verulega á undan- förnum tíu til tuttugu árum vegna nýrra lyfja með svipaðar verkanir en oft á tíðum minni aukaverkanir en aspirín. Blóðsegi. Aspirín hefur áhrif á storknun blóðsins og hefur þessi segavarnandi verkun lyfsins verið þekkt lengi. Á undanförnum árum hefur mikið verið fjallað um þessa verkun aspiríns og hugsanlegt notagildi til að koma í veg fyrir blóðtappa og þá sérstaklega krans- æðastíflu. Gerðar hafa verið all- margar rannsóknir sem hafa sýnt fram á gildi aspiríns til að koma í veg fyrir kransæðastíflu en því fer 18 HEILBRIGÐISMAL 2/1988 J

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.