Heilbrigðismál - 01.06.1988, Qupperneq 34
númeri eða viðurkenndu heiti efn-
anna. Oft eru aukefni auðkennd á
umbúðum neysluvara, með heiti
þess aukefnisflokks sem efnið til-
heyrir auk E-númers, t.d. litarefni
(E 100). Aukefnaflokkurinn gefur
til kynna hver tilgangurinn með
notkun efnisins er. Neytendur
skilja hins vegar oft ekki hvað E-
númer þýða og hvers vegna þau
eru notuð. Flest aukefni í matvæl-
um hafa fengið E-númer. Upphaf-
lega var þetta merkingakerfi notað
í löndum Evrópubandalagsins en
hefur nú verið tekið upp í mörgum
öðrum löndum. Þar sem þessi
merking verður nú tekin upp hér á
landi munu heilbrigðisyfirvöld
gefa út lista yfir E-númer aukefna
til glöggvunar fyrir almenning.
Víðtækar rannsóknir. Gætt hef-
ur misskilnings hjá almenningi
varðandi E-númerin. Fólk hefur
talið þessi efni hættuleg og vöru
því varasamari sem númer eru
fleiri. Aukefnum er hins vegar ekki
gefið E-númer nema sérfræðinefnd
Evrópubandalagsins hafi metið
þau með tilliti til eiturefnafræði-
legra þátta og viðurkennt þau til
notkunar í matvæli, að undan-
gengnum rannsóknum. Meðal
annars er athugað hvort efnin
bindast arfberum (DNA), eins og
flest krabbameinsvaldandi efni
gera, hvort þau valdi stökkbreyt-
ingum í frumum og einnig eru
gerðar langtímarannsóknir á til-
raunadýrum. Aðeins örfá aukefni
sem nú eru notuð hafa áhrif á
krabbameinsvöxt í tilraunadýrum,
á þann hátt að þau geta haft áhrif á
virkni efna sem vitað er að valda
krabbameini. Aukefnin þurfa þá
að vera í miklu magni, langt yfir
því sem gerist í matvælum, og eru
því af sérfræðingum ekki talin til
krabba meinsvalda.
Ofnæmi eða óþol. Það er mikil-
vægt að aukefni séu merkt á
greinilegan hátt, ekki síður en hrá-
efni, því sum geta valdið ofnæmis-
viðbrögðum og önnur sjúkdóm-
um. Bensósýra (E 210), sem m.a. er
í berjum, og sölt bensósýrunnar (E
211 til 213) eru meðal algengustu
rotvarnarefna sem notuð eru í mat-
vælum en efnin hafa þann ann-
marka að þau geta valdið ofnæmis-
viðbrögðum. Sorbinsýra og sölt
hennar (E 200 til E 203) eru algeng
rotvarnarefni sem geta haft svipuð
áhrif. Það sama gildir um súlfít (E
220 til 227) sem notuð eru sem rot-
varnarefni og til að koma í veg fyr-
ir litarbreytingar í ýmsum tegund-
um matvæla. Súlfít, sem eru m.a.
notuð í vín og þurrkaða ávexti,
geta valdið alvarlegum ofnæmis-
viðbrögðum hjá astmasjúklingum.
Af litarefnum eru það helst gervi-
litarefni af flokki azo-litarefna sem
valda ofnæmisviðbrögðum. Gervi-
sætuefni svo sem sakkarín, sýkla-
mat, asesúlfam-K og aspartam
(Nutra Sweet) eru dæmi um auk-
efni sem ekki hafa fengið E-númer.
Þessi efni, sem og önnur aukefni
sem ekki hafa E-númer, eru auk
flokksheitis merkt með viður-
kenndu heiti í stað E-númers, t.d.
sætuefni (sakkarín). Nokkrir ís-
lendingar hafa sjaldgæfan efna-
skiptasjúkdóm og verða að varast
vörur sem innihalda sætuefnið
aspartam. Er það enn eitt dæmið
um mikilvægi þess að rétt sé staðið
að innihaldslýsingu á umbúðum
matvæla og annarra neysluvara.
Eftirlit með notkun aukefna í
matvælum og öðrum neysluvörum
er vandkvæðum bundið þar sem
enn er engin efnarannsóknaað-
staða hjá Hollustuvernd ríkisins.
Stofnunin leggur því áherslu á að
úr þessu verði bætt sem fyrst,
þannig að markvissu eftirliti verði
komið á. Heilbrigðisfulltrúar hafa
m.a. eftirlit með notkun aukefna
með því að kanna innihaldslýsingu
matvæla og annarra neysluvara.
Helstu númer og
flokkar aukefna
E 100-199
E 200-299
E 300-399
E 400-499
500-599
900-999
1400-1499
Litarefni
Rotvarnarefni
Þráavarnarefni
Bindiefni
Ýmis aukefni
Froðueyðar og
yfirborðsefni
Bindiefni
Til skýringar: Aukefni með
númer yfir 500 eru án bókstafs-
ins E. Sterkjusambönd nr. 1400
til 1403 teljast hráefni.
Þetta er einnig gert þegar matvæla-
framleiðandi eða dreifingaraðili
leggur umbúðir fyrir nýja vöru inn
til umsagnar, áður en vörunni er
dreift til sölu. Þá er einnig könnuð
notkun aukefna hjá þeim sem
stunda matvælaframleiðslu. Til-
gangur þessa eftirlits er að tryggja
að einungis séu notuð aukefni sem
leyfð eru og að ekki sé of mikið af
þeim. Samkvæmt nýjum lögum
um hollustuhætti og heilbrigðiseft-
irlit, sem tóku gildi 1. júní s.l., skal
komið á sérhæfðu innflutningseft-
irliti með matvælum og öðrum
neysluvörum. Hollustuvernd ríkis-
ins mun sjá um framkvæmd þessa
eftirlits og verður meðal annars
lögð áhersla á athuganir á aukefn-
um í innfluttum fullunnum vör-
um. A rannsóknastofunni, sem
komið verður á fót, mun jafnframt
verða fylgst með innlendri fram-
leiðslu.
Bölvun eða blessun? Hér að
framan hefur einkum verið fjallað
um notkun aukefna og merkingu
þeirra. En eru þessi efni nauðsyn-
leg eða hættuleg? Sum þeirra eru
nauðsynleg til að matvæli geymist
vel, en önnur eru ekki nauðsynleg
nema vegna kröfu um að vörur líti
vel út, bragðist vel og séu því selj-
anlegar. Hver vill til dæmis borða
brúnt saltkjöt og eiga á hættu að fá
matareitrun? Hver vill drekka
svaladrykk sem kenndur er við
appelsínur ef gula litinn vantar?
Við v'erðum að viðurkenna að auk-
efnin eru orðinn fastur þáttur í
neysluvörum vegna breyttra fram-
leiðsluhátta og þeirra breytinga
sem orðið hafa varðandi framboð,
eftirspurn og neysluvenjur. Hins
vegar er mikilvægt að veita fram-
leiðendum og dreifingaraðilum að-
hald, þannig að einungis séu not-
uð aukefni sem leyfð hafa verið og
innan þeirra marka sem sett eru.
Einnig verður að tryggja að um-
búðir séu rétt merktar svo að fólk
geti varast tiltekin efni.
Dr. Jón Gíslason cand. real., er
næringarfræðingur að mennt og starf-
ar hjd Holiustuvernd ríkisins sem
deildarráðunautur. Hann hefur nýlega
skrifað greinar um svipað efni í önnur
tímarit, meðal annars Hollefni og
heilsurækt og Heilsuvernd.
34 HEILBRIGÐISMAL 2/1988