Heilbrigðismál - 01.06.1988, Side 9

Heilbrigðismál - 01.06.1988, Side 9
HEILBRIGÐISMÁ L / Ljósmyr ýmsum myndum, algengast er þó þunglyndi. Hér að framan var tal- að um slappleika sem algengt ein- kenni en einstaka sinnum verður hmabundið þrekleysi eða örmögn- Ur>, þar sem sjúklingur er óvinnu- faer í tvær til þrjár vikur en nær sér síðan upp í fyrra ástand. Einstaka sjúklingur leitar læknis vegna mjög mikilla þvagláta að nóttu til. Húðkvillar geta sprottið fram í mörgum myndum, bæði sem flösuútbrot eða exem og algengt er einnig að þrálátt hreistrandi exem k°mi á olnboga og hné og er það kallað dermatitis herpetiformis. Glútenóþol finnst oft fyrir tilvilj- un við blóðrannsóknir. Ovænt eða óskýrt blóðleysi ætti að vekja grun Urn sjúkdóminn og getur það ým- lst stafað af járn- eða folinsýru- skorti. Ennfremur kalkskortur í blóði. í í | Greining Það gerir sjúkdóminn ennþá erf- iðari í greiningu að öll þessi ein- kenni geta komið og farið á víxl í Hngan tíma, oft árum saman. Pað ®ffi að vera ljóst af lýsingu ein- kenna að erfiðasti hjallinn í grein- lngu er að láta sér hugkvæmast að emkenni sjúklings stafi af glútenó- Þ°ii- Öll einkennin geta komið fram við fjöldamarga aðra sjúk- óóma og eru á engan hátt sérstök fyrir glútenóþol. Ef sterkur grunur er um glútenóþol annað hvort Vegna einkenna eða blóðrann- sókna eða hvort tveggja er eina leiðin að ná sýni úr mjógirni til smásjárskoðunar. Áður fyrr var þetta töluverðum erfiðleikum bundið en nú er rannsóknin gerð á ntun einfaldari hátt. Magaspeglun- artæki hafa þróast mjög ört á und- unförnum árum og eru nú orðin þeð þunn og sveigjanleg að auð- Velt er að færa þau niður í görn og faka síðan sýni með töng. Petta er 8ert í stuttri svæfingu og tekur að- eins 5 til 10 mínútur. Nauðsynlegt er að taka nokkur sýni þar sem eynst geta eyjar með eðlilegri sljmhúð þó meginpartur mjógirn- 'sins sé sjúkur. Yfirleitt er síðan einfalt með smásjárskoðun að skera úr um bólgu í mjógirninu og sjá hvort eðlilegar totur séu fyrir hendi. Meðferð Meðferð er fólgin í algjöru og ævilöngu glútenbindindi. Þetta þýðir að útiloka þarf hveiti, bygg, rúg og haframjöl úr fæðinu. Þetta hljómar tiltölulega einfalt fyrir þá sem ekki hafa þurft svona gagn- gera breytingu á fæði. Það eru hinsvegar ótrúlega margar matar- tegundir sem innihalda hveiti, aðr- ar en brauðmatur og augljós korn- matur. Þar er um að ræða alls kon- ar tilbúinn mat, dósamat, pakkamat, sósur, búðinga og sæl- gæti. Það er því ekki ráðlegt að fólk geri tilraunir með glútenlaust fæði nema að lokinni rannsókn og í samráði við sérfræðing. Víða hafa verið stofnuð samtök glútensjúkl- inga og er þar hægt að fá greinar- góðar upplýsingar um matarteg- undir sem þarf að varast. Nýlega hefur slíkt félag verið stofnað hér á landi (formaður „Samtaka fólks með glútenóþol" er Magnús Ás- geirsson, sími 675064). Nú er hægt að fá glútenlaust hveiti þannig að ekki er nauðsyn- legt að útrýma alveg bakstursvör- um eða kornmat úr fæðinu. Svör- un er í langflestum tilfellum mjög góð og margir gera sér fyrst grein fyrir heilsuleysi sem þeir bjuggu við árum eða áratugum saman þegar þeir hafa náð fullum bata. Hjá einstaka , sjúklingi er svörun sein og slímhúðin lagast ekki að fullu og í nær öllum tilfellum er þá um að ræða ómeðvitaða neyslu á glúteni. Slíkir sjúklingar þurfa oft endurtekin viðtöl við matarfræð- inga og nákvæmt eftirlit. Bjarni Þjóðleifsson, Ph. D., er yfir- læknir á lyflækningadeilá Landspítal- ans. Glúten er eggjahvítuefni sem er fyrst og fremst í hveiti og rúg en einnig í litlum maeli í byggi og haframjöli. Þetta efni getur valdið sjúkdómi sem nefndur er glútenó- þol. Áætlað hefur verið að um eitt hundrað íslendingar séu með þennan sjúkdóm, en öllum öðrum er óhætt að borða kornvörur sem eru mikilvægar og hollar fæðuteg- undir. HEILBRIGÐISMAL 2/1988 9

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.