Heilbrigðismál - 01.06.1988, Síða 13
HEILBRICDISMÁL / Jónas Rjgnjns**
Innlent
Línuhraðallinn
settur upp
í sumar
Línuhraðallinn, nýja
geislameðferðartækið
sem keypt var m.a. fyrir
fé sem Lions-hreyfingin
safnaði, kemur til lands-
•ns í ágúst. Verður tækið
Þá sett upp í K-byggingu
Landspítalans, en fram-
Lvæmdir við fyrsta
áfanga hennar hafa stað-
■ð síðustu þrjú ár. Að
sögn Þórarins E. Sveins-
sonar, yfirlæknis Krabba-
■neinslækningadeildar
Landspítalans, er gert
ráð fyrir að uppsetning
°8 prófun tækisins taki
tvo til þrjá mánuði og að
það verði tekið í notkun
1 nóvember.
Nýja tækið mun verða
notað að miklu leyti í
stað kóbalttækis sem
Lefur verið í notkun
síðan 1970, en það verð-
Ur síðar flutt í K-bygg-
'nguna og notað áfram í
v'ssum tilvikum. Munur-
mn á þessum tveim
Línuhraðallinn verður í
Þeim hluta K-byggingar-
innar sem er næst á
myndinni.
geislameðferðartækjum
er einkum fólginn í því
að með línuhraðli er
hægt að beina geisla
með meiri nákvæmni en
með kóbalttæki. Kemur
það ekki síst að notum
við geislun æxla sem
liggja djúpt. -jr.
Ný fræöslurit
Nýlega komu út þrjú
ný „Fræðslurit Krabba-
meinsfélagsins". Nýju
ritin eru litprentuð og í
handhægara broti en
eldri rit í sama flokki.
Þau heita „Lungna-
krabbamein", „Krabba-
mein í ristli og enda-
þarmi" og „Ut úr kóf-
inu". Fræðslurit
Krabbameinsfélagins eru
send félagsmönnum
margra krabbameinsfé-
laga, auk þess sem þau
fást ókeypis á heilsu-
gæslustöðvum og víðar.
Sérstök ástæða er til
að vekja athygli á ritinu
„Út úr kófinu - ráð til að
hætta reykingum". Þetta
er vandaðasti bæklingur
sem gefinn hefur verið
út hér í þeim tilgangi að
leiðbeina reykingamönn-
um til betra lífs. Þar seg-
ir meðal annars: „Það er
ekki alltaf auðvelt að
hætta að reykja. Takist
það er ávinningurinn
ótvíræður, jafnvel stór-
kostlegur." P.Ö.I-jr.
Tengsl milli
reykinga og
notkunar bílbelta
Reykingamenn nota
síður bílbelti en þeir sem
reykja ekki. Þetta er nið-
urstaða úr samtengingu
á reykingakönnun og
bflbeltakönnun sem Hag-
vangur gerði í október
1987, annars vegar fyrir
Tóbaksvarnanefnd og
hins vegar fyrir Umferð-
arráð. Um 53% þeirra
sem reyktu sögðust nota
bflbelti að jafnaði, sam-
anborið við 58% þeirra
sem voru hættir að
reykja og 68% þeirra
sem aldrei höfðu reykt.
Ekki er vitað hvort þessi
munur hefur breyst eftir
að notkun bflbelta jókst
við gildistöku umferðar-
laganna í vor. -jr.
Eitt þúsund
læknar
í Læknaskrá 1988, sem
Landlæknisembættið
hefur gefið út, eru taldir
1014 læknar og auk þess
135 læknakandídatar sem
eiga ófengið almennt
lækningaleyfi. Hér á
landi búa 712 þessara
lækna og 99 kandídat-
anna. Um 87% læknanna
eru karlar.
Elstu íslensku lækn-
arnir um síðustu áramót
raliÍ r 'S jltir I. 1
voru Ólafur Einarsson,
92 ára, Eiríkur Björns-
son, 89 ára, og Torfi
Bjarnason, 87 ára. -jr.
Skeinuhætt
á skólalóð
Könnun á slysum
meðal grunnskólanema í
Garðabæ veturinn 1986-
87 sýndi að 141 af 1229
nemendum þriggja skóla
(Flataskóla, Hofsstaða-
skóla og Garðaskóla)
slösuðust þennan vetur.
Um 52% slysanna urðu á
leiksvæðum úti, 13% á
skólagöngum, 12% í
íþróttasölum, 12% í
kennslustofum og 5% á
leið í skóla. Frá þessu er
sagt í nýrri ársskýrslu
Heilsugæslunnar í
Garðabæ. í skýrslunni er
bent á að vel verði að
vanda til leiksvæða og
forðast slysagildrur.
Síðan segir: „Einkum er
mikið um slys þegar hált
er. Hitaleiðslur í leik-
svæðin öll eða að hluta
myndu líklega draga
verulega úr þessum slys-
um. Slíkt þykir víða
sjálfsagt þar sem bflar
standa kyrrir, þvf ekki
þar sem börn eru að
leik?"
Meðal annarra atriða
sem fram komu í könn-
uninni er að skólaslys
eru tíðust í október og
nóvember, 8-11 ára
nemendum er mun
hættara við slysum en
12-16 ára, og að sex af
hverjum tíu slösuðum
eru piltar. - jr.
HEILBRIGÐISMÁL 2/1988 13