Heilbrigðismál - 01.06.1988, Page 10
Fleiri en ein eyðniveira
Grein eftir Harald Briem
Enn er lítið vitað um uppruna
eyðnifaraldursins sem fyrst var
tekið eftir árið 1981 í Bandarfkjun-
um. Eftir að veiran sem veldur
eyðni fannst reyndist mögulegt að
gera mótefnamælingar gegn
henni. Veira þessi, sem er retró-
yeira, er núorðið almennt kölluð
HIV-1 (Human Immunodeficiency
Virus type 1). Ljóst er nú af mót-
efnamælingum gamalla sýna að
eyðnifaraldurinn hefur verið að
| búa um sig 10 til 20 árum áður en
z fyrstu tilfellin voru greind. íbúar í
1 löndum Mið-Afríku og Bandaríkja
2 ----------------------------------
X
| HIV-1 og HIV-2 eru eins í útliti. Á
§ þessari smásjármynd eru kúlurnar
| HlV-veirur á yfirborði eitilfrumu
í (T-hjálparfrumu).
Norður-Ameríku hafa orðið verst
fyrir barðinu á veirunni, enda far-
aldurinn staðið lengst þar. Veiran
hefur einnig náð verulegri út-
breiðslu í Suður-Ameríku og Evr-
ópu. Þá er farið að bera á eyðni í
Asíu þannig að um raunverulegan
alheimsfaraldur er að ræða.
Umræður um uppruna eyðni
hafa víða valdið úlfaþyt meðal
þeirra sem finnst að sér vegið.
Böndin hafa borist að Mið-Afríku
af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi er
útbreiðsla sjúkdómsins hvað mest
þar og í öðru lagi hafa fundist veir-
ur í villtum öpum þar sem líkjast
verulega eyðniveirunni (HIV-1).
Mið-Afríkubúar hafa mótmælt
þessu með vissum rétti. Tilvist
svipaðrar veiru í öpum sannar ekk-
ert um uppruna eyðni í mönnum
og ekki verður séð að mikill tíma-
munur sé á útbreiðslu veirunnar í
Bandaríkjunum og Afríku. Raunar
hafa fundist merki um smit af
völdum HIV, eða veiru sem líkist
henni mikið, í tuttugu ára gömlum
blóðsýnum frá indíánum í Ama-
són-frumskóginum í Suður-Am-
eríku.
Sérkennilegt er að skömmu eftir
að eyðni var lýst í mönnum braust
út eyðnifaraldur meðal resusapa
(Macaca mulatta) í rannsóknamið-
stöðvum í Massachusetts og í Kali-
forníu í Bandaríkjunum. Árið 1985
ræktaðist retróveira úr öpunum
sem reyndist nokkuð skyld eyðni-
veirunni (HIV-1) og er nú nefnd
SIV (Simian Immunodeficiency
Virus).
Síðar fundust mótefni gegn
þessari veiru í blóði einkenna-
lausra afrfskra grænna apa (Cerop-
ithecus aethiops) og heilbrigðra
vændiskvenna frá Senegal. í kjöl-
far þessa, árið 1986, fannst retró-
veira í eyðnisjúklingum frá Gfneu
Bissá, sem á landamæri að Sene-
gal, og á Grænhöfðaeyjum. Veira
þessi var nefnd HIV-2 og reyndist
enn skyldari SIV en HIV-1 er.
Margt er á huldu um uppruna
smits í mannöpum. Resusapar eru
upprunnir í Asíu. Þeir sem lifa
villtir virðast ekki smitaðir. Fang-
aðir resusapar sem smitast geta
fengið eyðni. Líklegast er að þessir
apar hafi smitast af öðrum öpum,
eins og þeim sem fundist hafa í
Afríku, sem ekki veikjast og telja
má náttúrulega hýsla veirunnar.
Nokkrum erfiðleikum hefur ver-
ið bundið að skýra hvers vegna
HIV-1 veldur eyðni í mönnum en
HIV-2 fannst einungis í heilbrigðu
fólki í Senegal. Skýringin á þessum
mun kann að vera að HIV-2 fannst
við skimprófanir og þess vegna
ekki farin að valda einkennum í úr-
taki heilbrigðra einstaklinga þar í
landi þegar sýnin voru tekin.
Reyndar er það nú komið á daginn
að sú skýring er líkleg þar sem
eyðni hefur nú greinst í senegölsk-
10 HEILBRIGÐISMÁL 2/1988