Heilbrigðismál - 01.06.1988, Side 32
Aukefni í matvælum
Hertar reglur taka gildi
Grein eftir Jón Gíslason
Aukefni í matvælum (food add-
itives) hafa lengi valdið fólki
áhyggjum. Sum aukefni sem not-
uð voru áður eru nú talin skaðleg
og enn er rætt um hugsanleg slæm
áhrif efna sem enn eru í notkun.
Pað er þó ekki bara eiturefnafræði-
legi þátturinn sem ýtt hefur undir
setningu strangra reglna um notk-
un aukefna, heldur einnig sú stað-
reynd að notkun efnanna getur
verið blekkjandi varðandi samsetn-
ingu neysluvara. Það síðarnefnda
á einkum við um bindiefni og litar-
efni. Sem dæmi má nefna að notk-
un litarefna í smjör var bönnuð í
París 1396 og árið 1925 var bannað
að lita mjólk í Bretlandi.
Reglur um notkun aukefna eiga
sér langa sögu, en voru heldur tak-
markaðar þar til á síðustu áratug-
um. Nú er liðin rúm hálf öld frá
setningu fyrstu fyrirmæla hérlend-
is. í almennum reglum um tilbún-
ing og dreifingu á matvælum og
öðrum neyslu- og nauðsynjavör-
um, sem birtar voru árið 1936, eru
ákvæði um notkun rotvarnarefna,
gervisætuefna og gervilitarefna.
Reglur þessar byggðust á lögum
sem sett voru j?að ár um eftirlit
með matvælum og öðrum neyslu-
og nauðsynjavörum. Ákvæði um
aukefni eru einnig í síðari lögum
sem sett hafa verið um eiturefni og
hættuleg efni og lögum um holl-
ustuhætti og heilbrigðiseftirlit. Pað
sama gildir um reglugerðir sem
settar hafa verið með stoð í þess-
um lögum.
Fyrsti aukefnalisti sem tók gildi
hér á landi birtist með reglugerð
frá 1976 um tilbúning og dreifingu
matvæla og annarra neyslu- og
nauðsynjavara, og er hann enn í
gildi. Aukefni má ekki nota í mat-
væli eða aðrar neysluvörur nema
að notkun hafi verið heimiluð sam-
kvæmt gildandi aukefnalista eða
Orðið aukefni (ekki aukaefni) er dregið af því
aö efninu er aukið í vörur (bætt í þær).
með sérstöku bráðabirgðaleyfi. Eit-
urefnanefnd, Manneldisráð ís-
lands og Hollustuvernd ríkisins
fjalla um umsóknir um leyfi til
notkunar aukefna, en endanleg
ákvörðun er tekin af heilbrigðis-
ráðherra. Heilbrigðisyfirvöld ákv-
arða þannig hvaða aukefni má
nota í ákveðna matvælaflokka eða
tilteknar tegundir neysluvara. Jafn-
framt eru sett ákvæði varðandi það
magn efnanna sem heimilt er að
nota við framleiðslu og kveðið á
um merkingu umbúða.
Notkun aukefna í matvæli hefur
aukist verulega á síðustu áratugum
Dæmi um merkingar
Inniheldur: Kolsýrt vatn, sykur,
sftrusaldinsafa, sftrónsýru (E 330)
náttúruleg bragðefni.
INNIHALD: Bindiefni (E414), sykur
glúkósasýróp. lakkrisrót, salmiakssalt,
bragöefni.
Innihald:
Hveiti, vatn, klíð, mjólkurduft,
feiti, salt, ger, ristað malt, malt-
mjöl, sykur, bindiefni (E 472e).
INNIHALD: Vatn, hreinn
Florlda appelslnusafi, sltrónu-
sýra (E 330), bindietni (E414),
sætuetni (aspartam), askorbin-
sýra (E 300), náttúruleg
bragðefni.
Innihald:
Sykur, kakósmjör, kakómassi,
nýmjólkurduft, undanrennuduft,
glúkósasíróp, plöntufeiti,
lesitin (E322), vanillín,
bragðefni.
Inniheldur:
kolsýrt vatn,
sykur,
náttúruleg
bragöefni,
sítrónsýru (E 330),
litarefni (E 160e). Q
og má nú gera ráð fyrir að meira en
tvö hundruð aukefni séu í matvæl-
um hér. Þar með eru ekki talin
bragðefni, en þau skipta þúsund-
um. Sú aukning sem orðið hefur á
notkun þessara efna stafar fyrst og
fremst af breyttum neysluvenjum
og breyttum framleiðsluháttum í
matvælaiðnaði. Eftirspurn eftir
unnum matvælum hefur aukist á
sama tíma og vinnsla á heimilum
minnkar, og neytendur gera því
auknar kröfur varðandi geymslu-
þol, bragð og útlit. Framleiðendur
nota aukefni í meira mæli en áður
til að mæta kröfum neytenda, en
samkeppni milli framleiðenda hef-
ur einnig haft veruleg áhrif á þessa
þróun. Vöruþróun og tilkoma
nýrra aukefna hefur einnig haft
áhrif. Aukefni eru notuð af tækni-
legum eða skynrænum ástæðum
og til að hafa áhrif á geymsluþol.
Efnunum er skipt í flokka eftir því
hvaða áhrif þau hafa við vinnslu
eða í fullunnum vörum. Dæmi um
flokka eru froðueyöandi efni, bindi-
efni, þrdavarnarefni, rotvarnarefni, lit-
arefni og sætuefni. í mörgum lönd-
um gilda sérstakar reglur um bæti-
efni sem notuð eru til að auka
næringargildi matvæla og eru þau
þá ekki skilgreind sem aukefni.
Einnig má geta þess að efni eins og
salt, sykur, alkóhól, krydd, borð-
edik, sojaprótein og sterkjurík
bindiefni eins og kartöflumjöl eru
ekki skilgreind sem aukefni heldur
hráefni. Um notkun þeirra gilda þó
oft sérstakar reglur þar sem hætta
er á að þau séu notuð í stað ann-
arra hráefna, og má sem dæmi um
þetta nefna sojaprótein í kjötvör-
um.
Markgildi aukefna. Aukefni
sem notuð eru við framleiðslu mat-
væla eða boðin til sölu hafa verið
metin af JECFA (Joint Expert
Committee on Food Additives).
Það er sérfræðinefnd sem starfar á
vegum Matvæla- og landbúnaðar-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna
32 HEILBRIGÐISMAL 2/1988