Heilbrigðismál - 01.06.1988, Side 27
HEILBRIGDISMÁL //tinjs Rignjrsso
5
bruna tóbaks myndast kolsýring-
ub eins og við annan bruna, og
reykingamenn anda honum að sér.
Það fer svo eftir því hversu mikið
nrenn reykja hve mikið af blóð-
rauðanum mettast. Kolsýrings-
mettun blóðrauða hjá reykinga-
mönnum er oft á bilinu 5-10% og
enn meiri hjá stórreykingamönn-
um.
Þéttni kolsýrings í útblæstri
bensínbíla er allt að 6%, en minni í
útblæstri díselbíla. Hún er mest í
hægagangi. Bílar ættu því ekki að
vera í gangi inni í húsum eða við
°pnar dyr, opna glugga eða önnur
loftinntök. Ef bílar eru í lausagangi
á slíkum stöðum getur það leitt til
höfuðverkjar og óþæginda hjá
þeim sem þar vinna eða dvelja.
Ekki má heldur gleyma því að fleiri
eiturefni eru í útblæstri bíla.
Sem betur fer er nú algengast að
utsogsslöngur séu tengdar útblást-
ursrörum bifreiða á verkstæðum,
en áður var algengt að mengun
Vaeri á slíkum vinnustöðum og það
kemur auðvitað enn fyrir, þegar
trassað er að nota þessi öryggis-
Þéttni kolsýrings í útblæstri bíla
er allt að 6%. Þeir ættu því ekki að
vera f gangi inni í húsum eða við
°Pnar dyr, opna glugga eða önnur
ioftinntök.
tæki. Sömuleiðis má aldrei nota
lyftara eða önnur ökutæki með
bensín- eða dísilvél inni í vöru-
skemmum eða öðrum byggingum,
jafnvel þótt loftræsting sé góð, því
það getur valdið hættulegum eitr-
unum og hefur reyndar oft gert
það hér á landi. Á umferðargötum
getur verið töluverð kolsýrings-
mengun sem vegfarendur verða
fyrir, bæði gangandi og akandi, og
áhrifin geta verið talsverð í stillum.
Þéttni kolsýrings á götum Reykja-
víkur hefur áreiðanlega aukist
töluvert á allra síðustu árurn vegna
aukinnar umferðar, ekki síst fyrst á
morgnana og síðdegis þegar um-
ferðin er oft býsna hæg. Þeir sem
mikið þurfa að vera á ferli nálægt
helstu umferðaræðunum eða aka
eftir þeim geta búist við að nokkur
kolsýringur sé bundinn í blóði
þeirra.
Algengt hefur verið að nýbygg-
ingar væru hitaðar upp með olíu-
ofnum, og áður með koksofnum,
og hafa margir byggingariðnaðar-
menn fengið kolsýringseitrun af
þessu. Koksofnanotkun er reyndar
alveg hliðstæð því að notað væri
útigrill. ÖII brennsla, hverju nafni
sem nefnist, þar sem lofttegund-
irnar fara ekki beina leið út í and-
rúmsloftið getur leitt til kolsýrings-
eitrunar. Skiptir þá ekki máli hvort
reykur er sjáanlegur eða ekki.
Ófullkomin loftræsting í alls konar
framleiðslu þar sem notaðir eru
brennslu- eða bræðsluofnar getur
leitt til kolsýringsmengunar and-
rúmslofts. Það er kolsýringur' í
kolagasi en það er ekki notað hér á
landi. Ef tæki sem brenna jarðgasi
eru illa stillt getur ófullkominn
bruni leitt til myndunar kolsýr-
ings. Fólk sem fær höfuðverk þar
sem slík tæki eru notuð ætti að
huga að þessum möguleika.
Mengunarmörk kolsýrings í
andrúmslofti á vinnustöðum þar
sem menn dveljast 8 stundir á dag
er 35 ppm (milljónustuhlutar).
Metylenklóríð, sem meðal ann-
ars er notað í blöndur sem leysa
upp málningu og í úðabrúsa, breyt-
ist í kolsýring í Iíkamanum og get-
ur því valdið svipuðum einkennum.
Kolsýringseitrun er oftast dánar-
orsök þeirra sem látast í húsbrun-
um (reykeitrun).
Að minnsta kosti tvisvar á
síðasta ári urðu menn fyrir kolsýr-
ingseitrun af grillkolum. { fyrra
skiptið lést annar af tveimur pilt-
um sem hituðu upp tjald með úti-
grilli. í síðara skiptið hékk líf
tveggja manna, sem notuðu úti-
grill inni í sæluhúsi, á bláþræði.
Nauðsynlegt er að hindra að þetta
endurtaki sig. Besta leiðin er að
setja áberandi viðvaranir á
íslensku á grillkolapoka. Ef skoð-
aðir eru grillkolapokar sem seldir
eru í verslunum og á bensínstöðv-
um kemur í ljós að til eru pokar
með aðvörunum um að fara ekki
með grill með heitum kolum inn í
hús eða tjöld. Aðvaranir um með-
ferð kveikivökva og elds sjást líka.
Ekki eru þó allir framleiðendur svo
samviskusamir. Ekki stoðar að
vera með áletranir á tungumálum
sem notandinn skilur ekki og því
er nauðsynlegt að hafa áberandi
viðvörun á íslensku.
Helgi Guðbergsson er yfirlæknir at-
vinnusjúkdómadeildar Heilsuverndar-
stöðvar Reykjavíkur.
Öll brennsla í lokuðu rými getur
leitt til kolsýringseitrunar. Því
verður aö vara fólk við að fara
með grill með heitum kolum inn í
hús eða tjöld.
HEILBRIGÐISMÁL 2/1988 27