Heilbrigðismál - 01.06.1988, Side 21
HEILBRJCDtSKIÁL / Teikmþfónusljn sf. (S*
Fleygskurður við brjóstakrabbameini
Grein eftir Hjalta Þórarinsson
Krabbamein í brjóstum er al-
gengasta illkynja æxlið hjá íslensk-
una konum. Tíðni þessa sjúkdóms
hefur aukist töluvert síðustu ára-
tugi, eða úr 36,8 af hundrað þús-
und konum árin 1951-55, í 66,4 ár-
in 1981-85. Dánartíðni af völdum
sjúkdómsins hefur ekki vaxið að
sama skapi, en hún hefur verið um
20 af hundrað þúsund konum.
^afalítið veldur þar mestu, að
sjúkdómurinn greinist fyrr en áður
°g meðferð er árangursríkari.
Tíðnitölur sýna að hér er um all al-
gengan sjúkdóm að ræða. Á Vest-
urlöndum fær um það bil tíunda
eða ellefta hver kona krabbamein í
brjóst einhvern tímann á lífsleið-
inni.
Hér er ekki ætlunin að ræða or-
sakir sjúkdómsins eða líklega skýr-
>ngu á vaxandi tíðni hans, en segja
utá að þekktir séu ýmsir áhættu-
þ*ttir sem geta aukið eða minnkað
líkur á því að konur fái þennan
sjúkdóm. Því yngri sem konan er
þegar hún á sitt fyrsta barn, þeim
nil|n minni eru líkur á því að hún
fái krabbmein í brjóst. Fleiri fæð-
lngar og lengri brjóstagjöf virðast
einnig veita vissa vernd. Þeim
konum sem ekki eignast börn er að
öðru jöfnu hættara að fá þennan
sjúkdóm. Sjúkdómurinn er algeng-
ari í sumum ættum og ýmsir fleiri
áhættuþættir hafa verið tilnefndir
syo sem holdafar kvenna og neysla
áfengis.
Fáa eða enga sjúkdóma óttast
konur meira en brjóstakrabba-
JUein. Þegar best lét misstu þær
urjóstið, en héldu lífi, en mjög oft
varð sjúkdómurinn þeim að aldur-
tila. Þessi afstaða kvenna er eðli-
'eg, brjóstin eru teikn um kven-
Jeika og frjósemi og því eru allar
ýtandi aðgerðir á þeim mikið áfall,
°g einnig óttuðust þær oft við-
orögð makans. Ennþá kemur það
því miður fyrir að konur draga úr
Hörnlu að leita læknis ef þær finna
Já sár hnút í brjósti, af ótta við að
Þurfa að fara í lýtandi aðgerðir eða
þá að þær álíta að meinið sé
ólæknanlegt. Batahorfur hafa auk-
ist verulega, fyrst og fremst vegna
þess að meinin eru nú greind fyrr
en áður. Hér mun ekki verða rætt
um einkenni sjúkdómsins eða
greiningu en farið nokkuð yfir
sögu skurðaðgerða, og aðallega
rætt um fleygskurð, sem er í því
fólginn að aðeins er tekinn hluti af
brjóstinu. Sú aðgerð er talin nægja,
þegar um lítil æxli er að ræða og
rannsóknir hafa sýnt að árangur er
ekki síðri en þó allt brjóstið sé tek-
ið.
Brjóstakrabbamein hefur verið
þekkt um aldir. Forn Grikkir og
Rómverjar lýstu sjúkdómnum.
Grískur sagnfræðingur, Herodot-
us, sem uppi var fyrir Hippokra-
tes, lýsti sjúkdómnum hjá ungri
konu. Democedes (525 f.Kr.),
þekktur læknir þess tíma, læknaði
konuna en aðferð hans var ekki
opinberuð. í elstu sjúkdómslýsing-
um (3000 til 2500 f. Kr.) var lýst
æxlum í brjóstum kvenna.
Hippokrates (460 f.Kr.) taldi sjúk-
dóminn ólæknanlegan. Fljótt varð
mönnum ljóst að eina vonin um
bata var að nema æxlið brott með
skurðaðgerð og helst að taka allt
brjóstið. Batahorfur fyrr á öldum
voru þó litlar, enda æxlin oftast
orðin stór þegar konur leituðu til
lækna.
Segja má að bylting hafi orðið í
árangri skurðaðgerða á síðasta ára-
tug nítjándu aldar er tveir skurð-
læknar, William Stewart Halstedt
(1882) og Herbert Willy Meyer
(1894), þróuðu nýja aðgerð er var
Brjóstakrabbamein á íslandi
Aldursstöðluð tíðni, miðað við 100.000
_______i-------1-------1------1-------1-------1
1951 1956 1961 1966 1971 1976 1981
-55 -60 -65 -70 -75 -80 -85
HEILBRIGÐISMÁL 2/1988 21