Heilbrigðismál - 01.06.1988, Síða 31

Heilbrigðismál - 01.06.1988, Síða 31
Erlent Síðdegissvefn til heilsubótar Grísk rannsókn sýnir að þeir sem leggja sig í hálftíma síðdegis eru í þriðjungi minni hættu en aðrir að fá hjartasjúk- dóm. Ekki er þar með sagt að þessi stutti svefn komi í veg fyrir sjúkdóm heldur getur skýringin verið sú að þeir sem temja sér reglulega hvíld að degi til lifi heilbrigð- ara lífi en aðrir. Prevention, mrs 1988. Aðventistar lifa lengur Um fimm milljónir raanna víða um heim eru aðventistar (sjöunda dags aðventistar), þar af eru um 750 þúsund í Bandaríkjunum. Flestir þeirra lifa mjög sérstöku hfi, meðal annars er bindindi á áfengi og tó- bak hluti af trúarbrögð- Ur>um. Mælst er til að aðventistar borði fjöl- breytt grænmeti, ávexti, 8róft korn og fitulitlar rajólkurafurðir. Mælt er a móti kjöti og kaffi. Pá er lögð áhersla á vatns- notkun, hreint loft og Sönguferðir. Síðast en ekki síst, að þeirra mati, er staðföst guðstrú. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrif- um þessara lífshátta á dánartíðni og langlífi. Þær sýna m.a. að að- ventistar lifa að meðaltali þramur til sjö árum leng- Ur en aðrir. Ef eingöngu eru teknir með þeir karl- raenn sem fara nákvæm- ^ega eftir öllum reglum aðventkirkjunnar lifa þeir allt að 12 árum lengur en aðrir menn. Dánartíðni úr hjartasjúk- dómum er um helmingi lægri meðal aðventista en annarra og dánartfðni úr krabbameini er 20 til 50% lægri hjá aðventist- um en öðrum, sam- kvæmt niðurstöðum rannsókna í fjórum lönd- um. Þetta á ekki einung- is við um krabbamein sem tengjast beint reyk- ingum heldur einnig önnur mein eins og rist- ilkrabbamein og blöðru- hálskirtilskrabbamein. Þá vekur einnig athygli að dánartíðni úr sykursýki og slysum (öðrum en umferðarslysum) er lægri meðal aðventista en ann- arra. Vibrant Life, mars-apríl 1988. Reyklaust tóbak á bannlista Nú hefur reyklaust tó- bak verið bannað í nokkrum löndum, meðal annars í ísrael, Hong Kong og Síngapúr. Breska ríkisstjórnin til- kynnti í febrúar að hún hygðist banna sölu á reyklausu tóbaki þar í Iandi. í Bandaríkjunum hefur aukist notkun á reyk- lausu tóbaki sem pakkað er í litla grisjupoka og látið liggja í munni. Nú hefur komið í ljós að ýmis efni í reyklausu tó- baki geta valdið krabba- meini, meðal annars í munni. Auk þess fer nikótín úr reyklausa tóbakinu út í blóðið. Það leiðir til ávanamyndunar og getur stuðlað að því að ne'ytendurnir fari að reykja. Þessi nýja tóbakstíska hefur einkum fest rætur meðal ungs fólks og hafa heilbrigðisyfirvöld, kenn- arar og foreldrar áhyggj- ur af þróuninni. Health Education News, mars-apríl 1988. Hart á móti hörðu Þegar tvöhundruð bandarískir bæklunar- skurðlæknar voru spurð- ir á hverju væri best að sofa sögðust flestir mæla með þéttri eða harðri fjaðradýnu. Aðeins 3% völdu vatnsrúm en 51% töldu að það gæti aukið bakverk. Vibrant Life, mars-apríl 1988. Auglýst gegn eyðni Sinn er siður í landi hverju. Auglýsingar til að vekja athygli á vörn- um gegn eyðni eru mun opinskáari í norðanverðri Evrópu heldur en sunn- ar í álfunni. í Danmörku eru „kynlífssenur" í sjónvarpsauglýsingum og í Hollandi eru myndir af kynfærum ekkert feimnismál þegar hvatt er til notkunar á verjum. Eyðnifræðsla í Banda- ríkjunum verður, skv. opinberum fyrirmælum, að miðast við ábyrga kynlífshegðun, sem byggist á tryggð og þroska, með áherslu á kynlíf í hjónabandi. Talið er að evrópska línan henti ekki vestan- hafs, auglýsingarnar myndu hneyksla í stað þess að fræða. í Sviss er farið bil beggja. Fólk er hvatt til að virða hjúskapar- sáttmálann, en sé það ekki gert er bent á að nota verjur. Mexíkönsk heilbrigðisyfirvöld leggja áherslu á jákvætt viðhorf til kynlífs, með ábend- ingum um eyðnivarnir. American Medical Neios, 4. mars 1988. Veggspjald frá New York. HEILBRIGÐISMAL 2/1988 31

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.