Heilbrigðismál - 01.06.1988, Blaðsíða 33
(FAO) og Alþjóða heilbrigðismála-
stofnunarinnar (WHO). Á vegum
Evrópubandalagsins (EB, EBE) er
einnig starfandi sérfræðinefnd sem
hefur það hlutverk að meta notkun
aukefna í matvælum. Mat nefnd-
anna byggist á niðurstöðum rann-
sókna sem eru gerðar til að kanna
eituráhrif (eða eiturhrif) efnanna.
A grundvelli slíkra rannsókna
ákvarða nefndirnar markgildi eða
svonefnd ADI-gildi (Acceptable
Daily Intake) fyrir aukefni ef
ástæða er talin til. Þetta gildi er
gefið upp í milligrömmum á hvert
kflógramm líkamsþunga og gefur
H1 kynna það magn sem fólk á að
Neytendur eiga ekki að þurfa að
ottast aukefni sem merkt eru með
E-númerum, þvert á móti eiga þau
að veita tryggingu fyrir að efnin
hafi staðist nákvæmar rannsóknir.
geta neytt daglega alla ævi án
hættu á skaðlegum áhrifum. Rétt
er að geta þess að ofnæmisviðbrögð
eru ekki höfð til hliðsjónar þegar
markgildi er ákvarðað. Sem dæmi
má geta þess að markgildi fyrir
sætuefnið aspartame er 40 milli-
grömm á hvert kílógramm líkams-
þyngdar en fyrir sætuefnið sýkla-
mat 11 mg/kg. Aspartam (Nutra
Sweet) er þannig hægt að leyfa til
notkunar í fleiri vörutegundir og í
meira magni en sýklamat.
Ný reglugerð. Á miðju þessu ári
tekur gildi ný reglugerð um notk-
un aukefna í matvælum, ásamt
nýjum aukefnalista. Á þeim rúma
áratug sem liðinn er frá setningu
eldri aukefnalista hafa orðið veru-
legar breytingar varðandi fram-
leiðslu og innflutning matvæla. Þá
hafa ný aukefni komið til og nýjar
rannsóknir hafa verið gerðar á
áhrifum tiltekinna efna. Því hefur
reynst nauðsynlegt að endurskoða
gildandi reglur. Auk þess er tekið
á ýmsum þáttum varðandi notkun,
dreifingu og merkingu aukefna,
sem ekki hefur áður verið fjallað
um í íslenskum reglugerðum. Hér
verða nefnd nokkur atriði nýju
reglugerðarinnar.
❖ Einungis verður leyft að nota
þau aukefni sem fram koma á auk-
efnalista. Engin aukefni verða al-
mennt leyfð í matvælum heldur
verður nákvæmlega kveðið á um í
hvaða flokka eða tegundir matvæla
má setja aukefni.
ík Eiginleikar og hreinleiki auk-
efna skal vera f samræmi við viður-
kenndar skilgreiningar.
;i: Eftirlit verður haft með inn-
flutningi og dreifingu aukefna til
notkunar í iðnaði. Þá verða settar
strangar reglur um sölu aukefna í
verslunum svo sem sætuefna, mat-
arlita og rotvarnarefna.
❖ Leyfilegt hámark tiltekinna auk-
efna í neysluvörum er lækkað.
Sem dæmi má nefna sætuefni eins
og sakkarín og sýklamat. Það sama
gildir um rotvarnarefni, þráavarn-
arefni og bragðaukandi efni, þegar
fleiri en eitt aukefni hvers flokks
eru notuð f sömu neysluvöru.
❖ Ný efni eru leyfð til notkunar í
ákveðnar fæðutegundir. Á þetta
m.a. við um sætuefni eins og syk-
uralkóhola og asesúlfam-K.
4: Sum aukefni sem nú eru notuð
hér á landi verða ekki leyfð fram-
vegis. Notkun Iitarefna í matvæli
hefur lengi verið umdeild og þá
sérstaklega notkun azo-litarefna,
en sum þeirra eru þekktir ofnæm-
isvaldar. Gert er ráð fyrir veruleg-
um breytingum á notkun þessara
efna hér á landi og verða margir
framleiðendur að huga að breyt-
ingum varðandi framleiðsluvörur
sínar. Það sama á við um innflytj-
endur. Sem dæmi má nefna að lit-
arefnin E 102, E 110, E 123 og E 124
verða aðeins leyfð í áfengum
drykkjum og kokkteilblöndum.
Umbúdanierkingar. Samkvæmt
nýjum reglum um merkingu um-
búða skulu aukefni, sem notuð eru
við framleiðslu vöru, skráð í inni-
haldslýsingu eftir minnkandi
magni á sama hátt og hráefni.
Gerð verður krafa um merkingu
með flokksheiti og auk þess E-
HEILBRIGÐISMÁL 2/1988 33