Heilbrigðismál - 01.06.1988, Blaðsíða 6

Heilbrigðismál - 01.06.1988, Blaðsíða 6
Sigurður Þorvaldsson orðinn elstur íslenskra karla -104 ára Elsti núlifandi íslendingurinn, Sigurður Þorvaldsson, hefur nú slegið aldursmet íslenskra karla. Sá sem lengst hafði lifað var Kristján Jóhann Jónsson sem dó í desember 1959, 104 ára og 123 daga. Sigurður náði þessum aldri í lok maí 1988. Hann er fæddur í Mýrasýslu í jan- úar 1884, bjó lengst af á Sleitustöð- um í Skagafirði, en dvelur nú á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Krist- ján var einnig Skagfirðingur, bóndi í Lambanesi í Fljótum. Fimm kon- ur hafa lifað lengur en langlífustu karlarnir. íslandsmetið á Halldóra Bjarnadóttir, 108 ár og 43 daga. Það er athyglisvert að langlífi virðist tengjast fjölskyldum að ein- hverju leyti. María Andrésdóttir í Stykkishólmi varð 106 ára og hálf- systir hennar, María Katrín Svein- björnsdóttir Beck á Reyðarfirði, varð 100 ára. Dóttir Maríu, Ingi- björg Daðadóttir í Stykkishólmi, varð 103 ára. Maður Ingibjargar, Sigurður Magnússon, varð svo 104 ára. Þá má geta Þorbjargar Hall-> dórsdóttur úr Landeyjum. Hún varð 104 ára, systir hennar, Hall- bera Júlíana, varð 100 ára og lang- amma þeirra, Hallbera Þórarins- dóttir var talin 102 ára þegar hún lést um miðja síðustu öld. Um síðustu áramót voru 13 á lífi tíræðir eða eldri (10 konur og 3 karlar), þar af voru 6 manns 103 ára og er það einsdæmi. Það sem af er þessari öld hafa um 180 ís- lendingar náð 100 ára aldri, þar af hafa 25 orðið 103 ára eða eldri. Ár- gangarnir virðast vera missterkir. Einna sterkastur var fæðingarár- gangurinn 1884. Af þeim 2315 sem fæddust það ár náðu 17 hundrað ára aldri, eða 0,7%. Aldís Einarsdóttir frá Stokkahlöð- um í Eyjafirði er af þessum sterka árgangi, fædd í nóvember 1884. Hún dvelur nú á Kristnesi og er vel á sig komin, gengur sjálf í borð- stofuna, prjónar á hverjum degi, sér vel, heyrir þokkalega og hlust- ar alltaf á fréttir. Aldís bregður sér af og til í kaupstað, til Akureyrar. Þorvaldur Jónsson er enn annar verðugur fulltrúi þessa hóps, fæddur í Skagafirði í desember 1884. Hann dvelur á heimili sonar síns og tengdadóttur við Miklu- braut í Reykjavík. Að sögn tengda- dótturinnar er Þorvaldur enn „bráðhress". Á það hefur áður verið bent í íslendingar sem lengst hafa lifað (miðað við 1. júní 1988) 108 ár °g 43 daga Halldóra Bjarnadóttir Blönduósi f. 15. 10. 1873 d. 27. 11. 1981 106 ár °g 320 daga Gudrún A. Þórðardóttir Húsavík f. 10. 9. 1879 d. 27. 7. 1986 106 ár °g 184 daga Helga Brynjólfsdóttir Hafnarfirði f. 1. 6. 1847 d. 2. 12. 1953 106 ár °g 75 daga Jenný Guðmundsdóttir Garðabæ f. 29. 1. 1879 d. 14. 4. 1985 106 ár °g 43 daga María M. Andrésdóttir Stykkishólmi f. 22. 7. 1859 d. 3. 9. 1965 Sigurður Þorvaldsson Skagafirði f. 23. 1. 1884 104 ár °g 123 daga Kristján Jóhann Jónsson Skagafirði f. 9. 8. 1855 d. 10. 12. 1959 104 ár °g 103 daga Helga Helgadóttir Kópavogi f. 13. 2. 1875 d. 27. 5. 1979 104 ár °g 74 daga Þorbjörg Halldórsdóttir Árnessýslu f. 20. 1. 1875 d. 4. 4. 1979 104 ár °g 34 daga Sigurður Magnússon Stykkishólmi f. 3. 4. 1880 d. 7. 5. 1984 Ingilaug Teitsdóttir Selfossi f. 4. 8. 1884 103 ár °g 225 daga Ingibjörg Daðadóttir Stykkishólmi f. 19. 5. 1884 d. 30. 12. 1987 103 ár °g 214 daga Anna Þorláksdóttir Selfossi f. 31. 12. 1881 d. 2. 8. 1985 103 ár °g 209 daga Pétur Friðbjörn Jóhannsson Akureyri f. 22. 5. 1868 d. 17. 12. 1971 Aldís Einarsdóttir Eyjafirði f. 4. 11. 1884 Hólmfríður Björnsdóttir Kópavogi f. 8. 11. 1884 103 ár °g 94 daga Valgeröur Jónsdóttir Eyjafirði f. 23. 12. 1884 d. 27. 3. 1988 103 ár °g 152 daga Herdís Einarsdóttir Borgarnesi f. 29. 10. 1861 d. 30. 3. 1965 Þorvaldur Jónsson Reykjavík f. 31. 12. 1884 103 ár °g 88 daga Guðrún Snorradóttir Mosfellssveit f. 9. 7. 1880 d. 5. 10. 1983 103 ár °g 53 daga Guðmundur Árnason Reykjavík f. 20. 10. 1883 d. 13. 12. 1986 103 ár °g 47 daga Kristín Halldórsdóttir Akranesi f. 16. 3. 1870 d. 2. 5. 1973 103 ár °g 35 daga Guðmundur Jónsson Reykjavík f. 1. 10. 1856 d. 5. 11. 1959 103 ár °g 30 daga Rakel Sigurðardóttir Vestur-ísafjarðarsýslu f. 26. 9. 1853 d. 26. 10. 1956 Herdís Jónsdóttir Hafnarfirði f. 27. 5. 1885 6 HEILBRIGÐISMAL 2/1988

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.