Heilbrigðismál - 01.06.1988, Blaðsíða 14
FRÉTTABRÉF UM HEILBRICÐISMÁL (1961)
„Viðhorf til krabbameins hafa breyst"
- segir Gunnlaugur Snædal prófessor,
fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags íslands
Gunnlaugur Snædal prófessor
lét af formennsku í Krabbameins-
félagi íslands á aðaifundi félagsins
í lok aprfl. Við mæltum okkur mót
við hann á heimili hans við
Hvassaleiti í Reykjavík til að ræða
um tengsl Gunnlaugs við félagið,
starf þess síðustu ár og fleira.
Þegar Gunnlaugur kom til dyra,
hress og kátur að vanda, varð
manni hugsað til þess hvort ekki
bærðust í brjósti hans blendnar til-
finningar þegar hann hefur látið af
forystustörfum fyrir krabbameins-
samtökin eftir meira en tvo ára-
tugi. Pegar við höfðum sest niður
barst þetta í tal.
„Jú", sagði Gunnlaugur, „þó
starf mitt að málefnum krabba-
meinsfélaganna hafi verið sjálf-
boðastarf, unnið í tómstundum frá
daglegu amstri, hefur það átt mik-
ið í mér öll þessi ár. Það er ekki
laust við að visst tómarúm hafi
myndast, en ég vona að ég geti
bætt mér það upp því að mörg
hugðarefni hafa setið á hakanum
síðustu ár, auk þess sem starf mitt
á Kvennadeild Landspítalans
krefst mikils. Það var líka kominn
tími til að ég hætti hjá Krabba-
meinsfélaginu, enginn á að vera
mjög lengi í svona stöðu. Margir
ungir og duglegir menn eru í
stjórninni og nú er þeirra að taka
við forystunni."
En hvernig var viðhorf fólks til
krabbameins í uppvexti Gunn-
laugs, austur á Jökuldal á fjórða
áratug aldarinnar og á námsárum
hans?
„Ég minnist þess frá þessum ár-
um hve krabbameinshræðsla var
ríkjandi. Það var álitið jafngilda
dauðadómi þegar fólk þurfti að
fara á sjúkrahús vegna krabba-
meins. Ég minnist orða prófessors
Heymans í Stokkhólmi, sem var
einn af kunnustu krabbameins-
læknum Svía. Hann sagði að besta
ráðið til að draga úr hræðslu við
krabbamein væri að eiga fulllækn-
aðan sjúkling í hverju einasta hér-
aði og bæ landsins, sjúkling sem
þyrði að játa að hafa fengið krabba-
mein og skapa öðrum fordæmi.
Minnumst þess að til eru illkynja
sjúkdómar sem læknast nú að fullu
og við margar gerðir krabbbameina
er árangurinn sá að þrír af hverjum
fjórum læknast. Ef litið er á heild-
ina þá næst nú góður árangur og
lækning hjá meirihlutanum. Þótt
ékki skuli dregin dul á að enn fá
margir krabbamein sem ekki tekst
að lækna, þá eru þeir fjölmargir
sem öðlast þokkalega heilsu í mörg
ár áður en sjúkdómurinn nær yfir-
höndinni. Viðhorfin til krabba-
meins hafa gjörbreyst, fræðsla hef-
ur dregið úr hræðslu".
Hvenær hófust kynni Gunn-
laugs af Krabbameinsfélaginu?
„Það var fyrir rúmum þrem ára-
tugum, vorið 1957, þegar ég kom
heim frá sérnámi í Svíþjóð. Þetta
vor var sett á stofn fyrsta Leitar-
stöð félagsins, sem síðar var kölluð
Leitarstöð A. Við Ríkharð Thors
vorum ráðnir læknar að þessari
stöð í hlutastarfi, og ég vann þar í
nokkur ár. Reiknað var með því að
þetta væri nokkurs konar allsherj-
arskoðun og því tók hver rannsókn
nálægt einni klukkustund. Um
svipað leyti hófust fyrstu frumu-
rannsóknirnar. Þótt ekki væru af-
köstin mikil fyrstu árin var þetta
þó vísir að því sem koma skyldi."
Á þessum árum vann Gunn-
laugur að riti um brjóstakrabba-
mein á íslandi, en ritið varði hann
til doktorsprófs við Háskóla ís-
lands árið 1964. Hann var spurður
um það verk.
„Hugmyndin kviknaði á náms-
árunum í Svíþjóð. Af framkvæmd-
um varð svo þegar ég vann á
handlækningadeild Landspítalans
1957 til 1960. Fyrst fór ég yfir allar
Gunnlaugur Snædal í hópi sam-
starfsfólks í fyrstu leitarstöð
Krabbameinsfélagsins fyrir um
þrjátíu árum. Frá vinstri: Ríkharð
Thors læknir, Guðrún Bjarnadótt-
ir meinatæknir, Halldóra Thor-
oddsen skrifstofustjóri og Gunn-
laugur.
14 HEILBRIGÐISMAL 2/1988
J