Heilbrigðismál - 01.06.1991, Qupperneq 4

Heilbrigðismál - 01.06.1991, Qupperneq 4
Níels Dungal Á 40 ára afmæli Krabbameinsfé- lags fslands skal minnst þess manns sem var brautryðjandi í rannsóknum á krabbameini á fs- landi og einn af frumkvöðlum að stofnun samtaka landsmanna til þess að vinna gegn þessum vá- gesti. Auk þess lét Dungal, eins og hann var oft nefndur og flestir fs- lendingar vissu þá við hvem var átt, til sín taka á mörgum öðmm sviðum heilbrigðismála af þeim óbilandi áhuga og dugnaði sem einkenndu hann. Saga læknisfræði á íslandi á þessari öld verður ekki skrifuð án þess að nafn Dungals beri þar hátt. Níels Dungal var prófessor í meinafræði í lækna- deild Háskóla fslands og forstöðu- maður Rannsóknastofu Háskólans frá 1926 til dauðadags, árið 1965. Hann var rektor Háskólans 1936- 39. Dungal var formaður undir- búningsnefndar að stofnun Krabbameinsfélags Reykjavíkur (1949) og fyrsti formaður þess. Hann var fyrsti formaður Krabba- meinsfélags íslands (1951) og gegndi því starfi þar til að hann lést. Hann hóf útgáfu Fréttabréfs um heilbrigðismál í desember 1949 og skrifaði allt efni þess samfellt til ársloka 1957. Þetta fréttabréf var fyrirrennari Heilbrigðismála. Dungal var fjölgáfaður, hug- myndaríkur og framkvæmdasamur og lét yfirleitt ekki standa við orðin tóm. Áhugasvið hans innan fræði- greinar sinnar, bókmennta, vís- inda og lista voru ótakmörkuð. Hann skrifaði umdeilda bók um kirkjuna, var þekktur fyrir orkí- deurækt og lék ágætlega á píanó. Hann var hrókur alls fagnaðar í samkvæmum, enda bæði mælskur og fyndinn, og talaði nokkur er- lend tungumál reiprennandi. Hróður hans barst víða enda var hann „heimsmaður" í orðsins fyllstu merkingu. Hann las og skrifaði ósköpin öll, sérstaklega um heilbrigðismál, og hann var óspar á að fræða almenning og birtist sú fræðsla fyrst og fremst í Fréttabréfinu þar sem hann snéri oft torskildu læknisfræðilegu efni á gott og skiljanlegt mál. Af Fréttabréfi um heilbrigðismál sést hversu víða hann fór og hversu framsýnn hann var um margt sem snerti heilbrigði. Gott dæmi um fjölbreytni í efnisvali eru kaflarnir í fyrstu tveimur heftun- um: Verksmiðjustarfsemi líkam- ans, rannsóknastöð á fslandi fyrir næma sjúkdóma, nýtt sjóveikis- meðal, nýtt lyf gegn berklaveiki, áfengi, skrásetning krabbameins- sjúklinga, fullorðnar frumbyrjur, frjósemi karlmanna, kuldabólga, smithætta frá dýrum, beinkröm, matareitranir í Hafnarfirði, atóm- orkulækning á fslandi og matvæla- framleiðsla og kynbætur. Rannsóknir og störf Dungals að búfjársjúkdómum breyttu verulega afkomu íslenskra bænda sem stunduðu sauðfjárrækt. Hann lét gera bóluefni gegn lungnapest, lambablóðsótt og bráðapest, sem enn eru unnin meira og minna með hans aðferðum. Hann bjó til mjög virkt ormalyf, sem lengi var notað og gekk undir nafninu Dungalslyf. Hann kannaði og stað- festi hina miklu útbreiðslu sulia- veiki í mönnum og dýrum hér á landi á fyrri hluta aldarinnar. Um þátt Dungals í krabbameins- rannsóknum þyrfti að fjalla sér- staklega og í löngu máli til þess að gera honum nægileg skil. Einkum var magakrabbamein honum hug- leikið og var hann um nokkurt skeið í fararbroddi í heiminum varðandi hugmyndir um tengsl fæðu við myndun æxlisins og um faraldsfræðilegar rannsóknir á því (sjá Heilbrigðismál 3/1989, leiðara). Hann var einn af fyrstu læknum til að benda á skaðsemi tóbaksreyk- inga og hættuna á lungnakrabba- meini. Baráttan gegn reykingum varð því snemma eitt af aðalverk- efnum krabbameinsfélaganna. Lengi býr að fyrstu gerð, segir máltækið. Enn, eftir 40 ára starf og við gjörbreyttar aðstæður, eru að- alverkefni Krabbameinsfélags ís- lands þau sem Dungal og sam- starfsmenn hans settu á oddinn í upphafi: Krabbameinsleit, krabba- meinsskráning og almennings- fræðsla um krabbamein. Ber það betur en orð fá lýst vitni um framsýni þessa merka forystu- manns okkar. Jónas Hallgrímsson, prófessor. 4 HEILBRIGÐISMÁL 2/1991

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.