Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 31

Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 31
LJÓSMYNDASAFNIÐ / Magnús Ólafsson Gamalt Bólusetningar byrjuðu snemma Bólusetning var lög- leidd hér á landi 1810, miklu fyrr en í flestum öðrum löndum. Síðan höfum vér verið lausir við bólusótt, sem áður var geysileg landplága, og þó hefir bólan flust nokkrum sinnum til landsins. Bólusetninguna hafa ýmsir haft á hendi: prestar lengst af, síðan læknar og ljósmæður síðan 1902. Þó hafa hér- aðslæknar bólusett í stöku héraði fleiri eða færri ár og ætíð í Reykja- vík um allmörg ár. Mikla nauðsyn ber til þess að koma bóiusetningu að ýmsu leyti í betra lag en verið hefur. Heilbrigðisskýrslur 1911-1920. Guðmundur Hannesson tók saman. Reykjavík 1922. Lýsing á Landspítalanum Landsspítalinn var reistur á árunum 1926- 1930. Byrjað var á að grafa fyrir spítalanum 19. september 1925, og horn- steinninn lagður 15. júní 1926 af Alexandrinu drottningu, en húsinu var lokið um síðastliðin áramót. Allir veggir Landsspítalans, svo og kjallaragólf, er gert úr venjulegri steinsteypu, en stigar og loft úr járn- bentri steinsteypu; á gólfi allra sjúkraher- bergja er lag af gjall- steypu eða timbri til varnar hljóðs, en innan á öllum útveggjum eru 3 cm korkþynnur til varn- ar kulda. Þak er úr timbri, klætt enskri Port- Madac-skífu. Allt er hús- ið húðað að utan, en fín- húðað innan. Á alla stiga og ganga og ljóslækningaherbergi er sett gúmmí, en línó- leum á öll sjúkraher- bergi, terrazo á öll her- bergi þar sem vatnsnotk- un er, svo sem skurðstofur, baðher- bergi, W.C., eldhús og þar til heyrandi herbergi. Allir veggir og loft eru máluð og gljáð í olíulit, en þó eru postulínshell- ur á öllum veggjum þeirra herbergja sem hafa terrazo á gólfum, svo og um einstaka handvaska á göngum og í sjúkraherbergum, víð- ast hvar um 1,30 m frá gólfi. Gluggar eru allir tvö- faldir og tvennar dyr fyr- ir öllum minni sjúkra- stofum. Allt er gert sem sléttast svo að auðveit sé til hreinsunar. Húsið er 4 hæðir, auk kjallara og hanabjálka- lofts, og grunnflatar- stærð þess er 1100,3 fer- metrar. Framhliðin veit til suðurs; á þeirri hlið eru sjúkrastofurnar, en aðalgangurinn, baðher- bergi o.s.frv. til norðurs. Hinn 20. desember síðastliðinn var Lands- spítalinn tekinn til af- nota. Þann dag komu 3 sjúklingar á handlæknis- deildina. Daggjald sjúklinga er sem hér segir: Á sam- býlisstofu 6 kr., á einbýl- isstofu 12 kr., fyrir börn 4 kr.; daggjaldið er helmingi hærra fyrir er- lenda þegna. Gert er ráð fyrir að spítalinn beri sig að mestu. Skýrslur um nokkrar fram- kvæmdir ríkisins 1927-1930. At- vinnumálaráðuneytið, 1931. Svo barst kvefpestin Heilsufar manna í Borgarfjarðarhéraði árið 1918 hefur yfirleitt verið gott, mikið betra en í meðallagi, þegar und- ántaldar eru nokkrar sveitir héraðsins er far- sóttir gengu yfir. Þó gekk hér almennt tölu- verð kvefsótt í maí og júnímánuði, eins og oft- ast á vorin, og iðrakvef gerði allmikið vart við sig, og víða, í september og októbermánuðum. Svo barst kvefpestin, eða „spanska veikin" sem nú er kölluð, hingað í nokkrar sveitir í nóv- embermánuði. Kvefpestin („inflú- ensa") barst hingað í héraðið 3. nóvember, en vegna samgöngubanna komst hún lítið upp um sveitirnar. Sótt þessi var hér litlu verri en fyrri „inflúensur". Kom harð- ast niður í margmenninu á skólunum, en sums staðar var hún væg þótt tilfellin kæmu fyrir sam- tímis. Ekki varð ég þess var að hún bærist með bréfum eða dauðum hlutum, en líklega má telja það víst, eftir sögn- um sem ég hef haft af áreiðanlegum mönnum, að hún getur borist í loftinu manna á milli stuttan spöl, undan vindi, máske allt að því 2-3 metra. Ég skal líka geta þess að í 6 tilfellum gat ég athugað með- göngutíma sóttarinnar nákvæmlega, nefnilega á mér sjálfum og 5 mönn- um öðrum, og reyndist hann alltaf vera sá sami, sem sé 48-50 klukku- stundir. ]ón Blönililí héraðslæknir: Ársskýrsla lír Borgarfjarðarhéraði árið 1918. Heilbrigðisskýrslur 1911- 1920, útg. 1922. Landspítalinn fyrir um sextíu árum. HEILBRIGÐISMÁL 2/1991 31

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.