Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 21

Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 21
HEILBRIGÐISMÁL / Ljósmyndarinn, ímjmd o.fl. getur þannig dregiö úr ofnæmis- viðbrögðum sumra einstaklinga sem þjást af ákveðnum tegundum ofnæmisastma. Hve mikið er nóg? Á íslandi eru ráðlagðir dag- skammtar af C-vítamíni 60 mg. í nýlegri könnun á mataræði Islend- inga kom í ljós að meðalneysla landsmanna er vel yfir þessum mörkum, nema í elstu aldurshóp- unum, og er það góðs viti. En eins og áður er getið er farið að ræða um æskilega dagskammta sem eru töluvert hærri en ráðlagðir dag- skammtar. En hversu háir ættu þeir að vera og hvernig nýtist C- vítamín sem tekið er í stórum skömmtum? Við athugun á frásogi C-víta- míns kemur í ljós að megnið af skömmtum undir 180 mg á dag frá- sogast frá meltingarvegi. Ef skammturinn er hækkaður í 1500 mg á dag frásogast aðeins um helmingur og úr því frásogast hlut- fallslega minna eftir því sem skammtar stækka. Umtalsverður hluti af stórum C-vítamíns- skömmtum fer því út með saur og veldur það stundum óþægindum frá meltingarvegi eins og vind- gangi, tíðri losun hægða og jafnvel niðurgangi. Hluti af stórum C-víta- mínsskömmtum fer einnig óbreytt- ur út með þvagi og nýtist því ekki í efnaskiptum. Markmiðið með æskilegum dag- skömmtum er að metta birgðir lík- amans, en erfitt er að mæla hve- nær því marki er náð og því eru menn enn ósammála um hversu stórir þessir skammtar ættu að vera. Trúlega eru þeir breytilegir frá einum einstaklingi til annars og frá einum tíma til annars og verða því að vera sniðnir að þörfum hvers og eins. Vitað er að reykingamenn þurfa meira C-vítamín en þeir sem ekki reykja til að viðhalda nauðsynlegu C-vítamínmagni í lfkamanum. Til að nýta járnið sem best úr fæðunni þarf um 250 mg á dag, eða því sem næst 50 mg í hverri máltíð. Ef nota á C-vítamín til að veita vörn gegn skaðlegum áhrifum nítrósamína í maga erum við komin upp í 600 mg á dag eða meira. Nær allir sem kannað hafa skað- leg áhrif stórra skammta af C-víta- míni á heilsu manna eru sammála því að efnið sé skaðlaust heilbrigðu fólki. Re'tt fæðuval Krabbamein og hjarta- og æða- sjúkdómar eru sjúkdómaflokkar sem leggja flesta að velli í vestræn- um löndum í dag. Menn eru nú al- mennt orðnir sammála um að or- sakir þessara sjúkdóma liggi að miklu leyti í umhverfi og lífsstíl Vesturlandabúa og telja að draga megi stórlega úr skaðlegum áhrif- um og ótímabærum dauða af völd- um þeirra með breyttu mataræði og breyttum lífsstíl. Þegar rætt er um breytingar á mataræði er átt við breytt fæðuval og breytingar á matreiðslu. Draga þarf úr neyslu fitu, einkum mett- aðrar dýrafitu, en auka þess í stað neyslu á grænmeti, ávöxtum og kornmeti. Með daglegri neyslu sít- rusávaxta (appelsína o. fl.), ávaxta- safa og C-vítamínauðugs grænmet- is er til dæmis unnt að ná daglegri C-vítamínneyslu, sem er töluvert yfir ráðlögðum dagskömmtum. Æski fólk þess að fá meira en 500 mg á dag verður sennilega að víta- mínbæta matinn, en almennt ætti slíkt ekki að vera nauðsynlegt. Kappkosta þarf að velja saman hráefni þannig að ráðlagðir dag- skammtar af öllum fæðuflokkum fáist úr matnum. Til að ná þessu markmiði þarf að auka þekkingu almennings á efnasamsetningu matvæla og aðstoða fólk eftir mætti við að velja rétt samsetta hvers- dagsrétti og ná þannig æskilegasta jafnvægi þeirra þátta er bæta heilsu og auka vellíðan. ítarefni: 1. Linda H. Chen, Karen J. Barnes: The value of vitamin C in preventing cancer. Cancer Prevention, september 1990; 1-16. 2. Laufey Steingrímsdóttir, Hólmfríöur Por- geirsdóttir, Stefama Ægisdóttir: Könnun á mataræði íslendinga 1990. Manneldisráð ís- lands, 1991. 3. Mark Levine: New concepts in the biol- ogy and biochemistry of ascorbic acid. The New England Journal of Medicine, 1986, 314; 892-902. Eh'n Ólafsdóttir læknir er se'rfræð- ingur i tneinefnafræði og starfar á Rannsóknastofu í meinefnafræði á Landspítalanum. Hún lauk áður námi i lífefnafræði. HEILBRIGÐISMAL 2/1991 21

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.