Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 26

Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 26
Lyfjamisnotkun og íþróttir Grein eftir Pétur Pétursson og Ingvar Póroddsson Á síðustu árum hefur dægur- málaumræðan hjá okkur af og til beinst að lyfjamisnotkun íþrótta- og vaxtarræktarfólks. Því miður hefur hér ekki reynst vera um neitt dægurmál að ræða, heldur anga af alþjóðlegu stórvandamáli sem síð- ustu þrjá til fjóra áratugina hefur unnið íþróttum óbætanlegt sið- ferðilegt tjón. Hérlendis virðist lyfjamisnotkun aðeins bundin við fáar greinar og í viðtölum fjölmiðla við kraftlyftinga- og vaxtarræktar- menn að undanförnu hefur komið fram alveg ótrúleg fáfræði og and- varaleysi gagnvart skaðsemi þess- ara lyfja. Þykir okkur því ástæða til að fræða lesendur lítillega um þessi mál. Hvaða lyf eru misnotuð? Alþjóða Ólympíunefndin hefur sett ákveðna lyfjaflokka á bannlista og er leitað skipulega að vísbend- ingum um neyslu slíkra lyfja með blóð- og þvagrannsóknum. Þar er m.a. um að ræða örvandi geðlyf (amfetamín, kókaín o.fl.), lyf með örvandi verkun á hjarta og æða- kerfi eða miðtaugakerfi, sterk verkjalyf með verkun á miðtauga- kerfi og loks lyf með verkun karl- hormóna, sem eru af flokki stera og verða hér tekin til sérstakrar umfjöllunar þar sem okkur er minna kunnugt um notkun hinna lyfjaflokkanna hérlendis. Til fróð- leiks má svo minna á eitt dæmið enn um misnotkun læknisfræðinn- ar í markaðsheimi íþróttanna, en það eru blóðgjafir fyrir íþróttamót, sem nokkuð hafa rutt sér til rúms innan íþróttagreina þar sem veru- legs þols er krafist. Hvaða dhrifum er sóst eftir? Samkvæmt ofanskráðu vonast misnotendur eftir að öðlast: 1. Aukinn sigurvilja og keppnis- hörku. 2. Aukna snerpu í við- bragði. 3. Aukið vöðvamagn og kraft. 4. Aukið úthald. 5. Verkja- stillandi áhrif. Við munum hér á eftir einskorða umfjöllun okkar við karlhormón- in, sem virðast á einn eða annan hátt færa misnotandann nær fjór- um fyrst töldu markmiðunum, þótt nokkuð sé deilt um verkun þeirra. Karlhormón þessi eru í læknis- fræðilegum tilgangi notuð við sjúklegt ástand með vefjaniður- broti og til að bæta karlmönnum upp vanstarfsemi kynkirtla þeirra. Þar vega þyngst uppbyggjandi áhrif hormónanna á vöðva og auk- in nýting á eggjahvítuefnum (pró- tínum). Hjá börnum og konum er einnig auðvelt að sýna fram á þessi áhrif, en hjá heilbrigðum karl- mönnum hefur ekki tekist að sanna bein áhrif á vöðvauppbygg- ingu á þann gagnrýna hátt sem krafist er í læknisfræði. Hér virðast fleiri þættir koma til, sem rugla myndina, því íþrótta- og vaxtar- ræktarmennirnir sjálfir taka eftir umtalsverðri þyngdaraukningu og vöðvavexti, enda nota þeir tífalda til hundraðfalda þá skammta sem notaðir eru í lækningaskyni. Þeir virðast eflast í þjálfunarhörku sinni og þola þjálfunina betur en ella. Skýring þess arna hefur löngum verið talin stafa af áhrifum horm- óna þessara á skapgerð og tilfinn- ingalíf misnotendanna. Hugsan- lega munum við aldrei höndla sannleikann í þessum efnum, því notkun og tilraunir með hormónin í þeim skömmtum sem keppnis- fólk notar er ólögleg og fordæmd í hinum siðmenntaða heimi sakir aukaverkana. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að neytendurnir sjálfir trúa blint á gagnsemi lyfj- anna og eru dæmi um að þjálfarar hvetji til neyslu þeirra og telji mis- notkun hormóna jafnvel forsendu fyrir árangri. Það torveldar einnig gagnrýnar rannsóknir á verkun þessara háu hormónaskammta að þar sem neyslan er ólögleg byggj- ast upplýsingarnar mikið á sögu- sögnum. Útilokað er að fá trúverð- ugar upplýsingar frá misnotend- um, fyrr en þeir eru hættir neyslunni, búnir að breyta afstöðu sinni til hennar og hafa losað sig undan hópþrýstingi annarra mis- notenda. Hver eru hin skaðlegu áhrif? Þegar meta skal áhrif framandi efna og lyfja á líkamann ber að hafa í huga hvernig líkaminn kemst í snertingu við þau. Líkam- inn er ólíkt varnarlausari gagnvart lyfi eða efni sem sprautað er inn í vef eða blóðrás, heldur en sama efni sem yfirstíga þarf varnir melt- ingarvegar, húðar eða öndunar- færa til að komast inn í blóðrásina. Það verður því að teljast fágætt virðingarleysi við heilbrigðan lík- ama sinn að sprauta sig eða láta sprauta lyfjum í þeim fánýta til- gangi að öðlast skammvinna frægð eða fé ellegar fullnægja hégóma- girnd sinni með karlmannlegu út- liti. Karlhormóna þessara er bæði neytt í töflu- og duftformi og í vökvaformi til ídælingar í vöðva. Aukaverkanir eru að sjálfsögðu háðar magni hormónaneyslunnar og tímalengd hennar. Skaðlegar aukaverkanir eru sem betur fer sjaldgæfar og flestar hverfa þegar neyslu er hætt. Þó eru á því hörmulegar undantekningar og um krabbameinsvaldandi áhrifin er sennilega lítið vitað, því mynd- un krabbameins tekur oft mörg ár 26 heilbrigðismAl 2/1991

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.