Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 29
Erlent
Fórnarlömb
fjarstýringar
„Á þessu ári deyja
meira en 22 þúsund
manns í New York ríki
af völdum hættulegra
vopna: Stóla, sjónvarps-
tækja og fjarstýringa."
Þessi fullyrðing byggir á
þeirri staðreynd að
hreyfingarleysi er nú tal-
inn einn stærsti áhættu-
þáttur hjarta- og æða-
sjúkdóma - ásamt háum
blóðþrýstingi, ofþyngd,
reykingum og mikilli
blóðfitu. Lausnin er ein-
föld: Líkamleg áreynsla í
a.m.k. 20 mínútur í
senn, þrisvar í viku.
Mörgum reynist samt
ótrúlega erfitt að tileinka
sér þá vitneskju.
Prevention, febrúar 1991.
Sumarblóm? Nei, þetta
er rafeindasmásjármynd
af rauðhundaveiru. Mik-
ið hefur dregið úr þess-
um sjúkdómi síðan farið
var að bólusetja gegn
honum.
Hollari bitar
Veitingahús McDon-
alds bjóða fituminnstu
skyndibitana, samkvæmt
nýlegu yfirliti. Þetta eru
hamborgarar sem nefn-
ast að sjálfsögðu
McLean. í þeim eru að-
eins 10 grömm af fitu og
320 hitaeiningar. í feit-
ustu bitunum á mark-
aðnum er 61 gramm af
fitu og orkan í samræmi
við það, 935 hitaeining-
ar.
Newswcek, mafl991.
Eyðni í áratug
Fyrir tíu árum, 5. júní
1981, var birt stutt
skýrsla um lungnabólgu-
faraldur meðal kyn-
hverfra manna í Los
Angeles. Þetta var fyrsta
lýsing á þeim sjúkdómi
sem nú er þekktur undir
nafninu AIDS (Acquired
Immune Deficiency
Syndrom). Áætlað er að
8-10 milljónir manna um
allan heim séu smitaðar
af eyðniveirunni (HIV)
og því er spáð að innan
tíu ára verði 40 milljónir
smitaðar. í Bandaríkjun-
um eru skráðir um 179
þúsund eyðnisjúklingar
- níu af hverjum tíu eru
karlar.
Kostnaðurinn við
læknismeðferð eyðni-
sýktra og eyðnismitaðra í
Bandaríkjunum verður
um 350 milljarðar króna
á þessu ári en mun lfk-
lega tvöfaldast á næstu
þrem til fjórum árum.
Stöðugt er unnið að
tilraunum með bóluefni
og lyf við eyðni, en
óljóst hve fljótt tekst að
hefta útbreiðslu sjúk-
dómsins. Ný efni vekja
þó vissar vonir.
American Health, sqjtcmber
1991.
Hreint og
óhreint loft
• Um sex af hverjum tíu
Bandaríkjamönnum búa
á svæðum þar sem loft-
mengun er meiri en talið
er viðunandi.
• Vélknúin farartæki
valda um fimmtungi
mengunar af koltvísýr-
ingi, sem kennt hefur
verið um svonefnd gróð-
urhúsaáhrif.
• Á einum degi aka íbú-
ar Los Angeles borgar
um 230 milljón kíló-
metra, en það samsvarar
vegalengdinni til reiki-
stjörnunnar Mars.
• Hægt er að draga úr
loftmengun innanhúss
með því að hafa plöntur
í húsinu svo sem friðar-
liljur og tryggðarblóm
(chrysanthemum).
Breakthroughs, dcscmber 1990
og febrúar 1991.
Kalíum gegn
háþrýstingi
og blóðfitu
Frumefnið kalíum
(potassium) virðist geta
lækkað blóðþrýsting og
dregið úr blóðfitu ef það
er tekið reglulega. Þetta
eru niðurstöður ind-
verskrar rannsóknar sem
nýlega var sagt frá í
bresku læknatímariti
(Britísh Medical Journal).
Frekari rannsóknir eru
þó nauðsynlegar áður en
óhætt er að mæla með
notkun efnisins í þessum
tilgangi.
Kalíum er meðal ann-
ars í ávöxtum og græn-
meti, til dæmis banön-
um, kartöflum, spergil-
káli (broccoli), tómötum
og appelsínum.
Health, mars 1991.
Prevention, tnars og júU1991.
HEILBRIGÐISMAL 2/1991 29