Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 17
HER
SKILJA .
(JQ <$, m»»-
ÁR
Haltu fast í hellsuna
*■
&
V
HREYFÐU ÞIC .
Æ
Innlent
Færri ungar
mæður
Meðalaldur mæðra
hækkaði úr 25,7 árum
1971-75 í 27,4 ár 1986-89,
samkvæmt tölum sem
eru birtar í ritinu Lands-
hagir 1991. Hlutfall
mæðra innan 20 ára hef-
ur lækkað um meira en
helming á þessu tímabili
eða úr 16,4% af öllum
mæðrum í 7,2%.
Stuðningur við
reyklaus
kvikmyndahús
Algert bann við tób-
aksreykingum í kvik-
myndahúsum virðist
eiga mikinn hljómgrunn,
samkvæmt niðurstöðum
úr könnun Hagvangs
fyrir Tóbaksvarnanefnd í
lok maímánaðar.
Um 74% allra þátttak-
enda voru hlynntir
banninu, 16% andvígir
en 10% tóku ekki af-
stöðu. Ef aðeins eru tald-
ir þeir sem tóku afstöðu
eru 82% hlynntir bann-
inu. Lítill munur var á
afstöðu fólks eftir kyni
og búsetu, en eldra fólk
virtist heldur hlynntara
hugmyndinni en þeir
sem yngri eru. Þó var
Þetta er eitt af fimm
veggspjöldum sem Félag
íslcnskra sjúkraþjálfara
hefur nýlega gefið út í
tilefni af afmæli fé-
lagsins.
einnig yfirgnæfandi
stuðningur þeirra sem
eru undir þrítugu, þrír af
hverjum fjórum sem
tóku afstöðu og voru á
þeim aldri voru fylgjandi
banni. Jafnvel í hópi
reykingamanna voru
tveir af hverjum þremur
hlynntir algeru banni við
reykingum í kvikmynda-
húsum.
Nú eru reykingar
bannaðar í sýningarsöl-
um kvikmyndahúsa,
meðal annars af eldvarn-
arástæðum, og hefur svo
verið lengi. Anddyri í
kvikmyndahúsum hafa
hins vegar ekki verið tal-
in falla undir ákvæði
tóbaksvarnalaga um
reyklausa staði. Með
hliðsjón af því að kvik-
myndahús eru mikið sótt
af ungu fólki hefur Tó-
baksvarnanefnd hvatt
kvikmyndahúsaeigendur
til að gefa kost á
reyklausum svæðum í
anddyrum, og jafnvel að
útiloka reykingar alveg.
Tíunda hvert
barn óskilgetið
í reynd
Af hverjum 100 for-
eldrum barna sem fædd-
ust árin 1986-89 voru 49 í
hjónabandi, 42 í óvígðri
sambúð en einungis 9
voru ekki í sambúð, ef
miðað er við þær
upplýsingar sem hafðar
eru eftir móður um það
atriði á fæðingarskýrslu.
Þrátt fyrir að meira en
helmingur barna sé
óskilgetinn samkvæmt
hefðbundinni túlkun á
því hugtaki búa níu af
hverjum tíu börnum hjá
báðum foreldrum.
Aldís í hópi
elstu kvenna
Aldís Einarsdóttir frá
Stokkahlöðum í Eyjafirði
Iést á Kristnesi í lok
ágúst, meira en 106 ára
gömul. Hún varð ein af
þeim íslendingum sem
hæstum aldri hafa náð,
aðeins Halldóra Bjarna-
dóttir og Guðrún Þórðar-
dóttir hafa orðið eldri.
Af þeim 27 íslendingum
sem orðið hafa 103 ára
eða eldri eru 20 konur.
-F-
íslendingar
sem lengst hafa lifað
108 ár og 43 daga Halldóra Bjarnadóttir Blönduósi f. 15. okt. 1873 d. 27. nóv. 1981
106 ár og 320 daga Guðrún A. Þórðardóttir Húsavík f. 10. sept. 1879 d. 27. júlí 1986
106 ár og 300 daga Aldís Einarsdóttir Eyjafirði f. 4. nóv. 1884 d. 31. ágúst 1991
106 ár og 184 daga Helga Brynjólfsdóttir Hafnarfirði f. 1. júní 1847 d. 2. des. 1953
106 ár og 75 daga Jenný Guðmundsdóttir Garðabæ f. 29. jan. 1879 d. 14. apríl 1985
106 ár og 43 daga María M. Andrésdóttir Stykkishólmi f. 22. júlí 1859 d. 3. sept. 1965
105 ár og 333 daga Sigurður Þorvaldsson Skagafirði f. 23. jan. 1884 d. 21. des. 1989
HEILBRIGÐISMÁL 2/1991 17