Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 7

Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 7
HEILBRIGÐISMÁL höfðu innan við 1% sjúkdóminn. Hann var miklu algengari í borg- um en í sveitum og lfka algengari meðal þeirra sem unnu huglæg störf en líkamleg. Síðasta áratug- inn höfðu hins vegar 10-15% Sviss- lendinga frjónæmi. Tíðnin virðist svipuð meðal annarra þjóða. Ekki er hægt að fullyrða með vissu hver tíðnin er hér á landi. Um það bil 68% þeirra sem komu til mín með ofnæmiskvef á fyrri hluta síðasta áratugar voru með of- næmi fyrir grasfrjóum. Könnun sem gerð var á fólki á aldrinum milli fertugs og fimmtugs árið 1975 benti til þess að tíundi hver hefði fengið ofnæmiskvef. Nú voru þeir sem til mín leituðu ekki handa- hófskennt úrtak, en með fyrirvara um það atriði má þó gera ráð fyrir að 6-7% þjóðarinnar fái frjónæmi einhvern tímann á ævinni. Eina nákvæma könnunin sem gerð hefur verið á tíðni frjónæmis hér á landi var bændakönnunin 1983. í þeirri könnun höfðu 17,8% sveitafólks á aldrinum 6-50 ára já- kvæð húðpróf, en aðeins 4% voru með jákvæð húðpróf fyrir grasfrjó- um. Það er því sennilegt að frjó- næmi sé algengara í þéttbýli en dreifbýli hér á landi, líkt og víða annars staðar. Auk þess virðist tíðni þessa sjúkdóms vera nokkuð Flest frjókorn hér á landi koma frá grasi (stækkunin á minni mynd- inni er þúsundföld). lægri hér en í nágrannalöndunum, og byggist það líklega á minni og einhæfari gróðri hér á landi. í þeirri könnun sem ég gerði á sjúklingum með ofnæmiskvef höfðu 60% fengið ofnæmi fyrir 15 ára aldur og 99% fyrir fertugt. Of- næmiskvef, og þar með talið frjó- næmi, er því sjúkdómur ungs fólks. Það er áleitin tilfinning þeirra sem fást við ofnæmi að ofnæmis- sjúkdómar, þar með talið frjókvef, séu stöðugt að verða algengari. Áður hefur verið minnst á rann- sóknir í Sviss því til stuðnings. í Japan var sýnt fram á ofnæmi fyrir frjói sedrusviðar í fyrsta sinn 1964. Tíðni þessa ofnæmis hefur síðan verið að aukast hröðum skrefum, og um tíma virtist hún tvöfaldast á sex ára fresti. Hæstu tölur um tíðni þessa sjúkdóms á afmörkuðu svæði í Japan árið 1986 voru 16,3%. Tíðnin var mest þar sem mengun var mikil en ekki þar sem mest var af sedrusviðarfrjói í loftinu, líkt og búast hefði mátt við. Þetta leið- ir hugann að því hvort mengun geti átt þátt í vaxandi tíðni ofnæm- is. Kldði og nefrennsli Hnerri, kláði í nefi og nefrennsli eru algengustu einkenni frjókvefs. Kláði í augum, ásamt roða og bólgu, eru líka algeng einkenni. Orsök þessara einkenna er svokall- að bráðaofnæmi fyrir frjókornum. Þeir sem eru með ofnæmi mynda sérstök mótefni fyrir því sem veld- ur ofnæminu. Mótefnin berast um blóðrásina, en sum þeirra festast á mastfrumur í húð og slímhúð. Mastfrumurnar eru hálfgerðar púðurtunnur. Þær eru hlaðnar boðefnum sem geta haft mikil líf- fræðileg áhrif og orsaka kláða, roða, bjúg og einnig bólgu þegar frá líður. Þetta gerist þegar ofnæm- isvakinn, í þessu tilviki frjókorn, tengist mótefnunum á yfirborði mastfrumunnar. Það má líkja mót- efninu við kveikiþráð og mótefna- vakanum við eld sem kveikir í þræðinum. Frjókornið er eldgjafi en ekki sjálfur eldurinn. Eldurinn er litlar sameindir - mótefnavakar - sem koma úr frjókorninu og eru svo litlar að þær smjúga gegnum ystu lög slímhúðarinnar og ná þannig að tengjast mótefnunum. Frjókorn flestra plantna geta gefið frá sér einn til þrjá tugi slíkra mót- efnavaka. Ef frjónæmið fær ekki fullnægj- andi meðferð aukast einkennin smám saman. Nefstífla verður meira áberandi og sjúklingurinn þarf að anda með munninum. Slímhúð sjúklinga verður viðkvæm fyrir öllu áreiti. Það þarf minna frjómagn til að kalla fram einkenni seinni hluta sumars en á vorin þegar frjótíminn er að byrja. Ryk og pestarloft, sem veldur minni- háttar pirringi á vorin, getur valdið meiri háttar óþægindum seinni hluta sumars, og jafnvel á haustin eftir að allt frjó er horfið úr loft- HEILBRIGÐISMAL 2/1991 7

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.