Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 27
og svo er neyslunni líka leynt.
Aukaverkunum má skipta í karl-
gerandi (virilizing) og kvengerandi
(feminizing) áhrif, eituráhrif og
áhrif eftir óskýrðum leiðum.
Karlgerandi aukaverkana verður að
sjálfsögðu frekast vart hjá kon-
um og börnum. Hjá börnum og
unglingum lokast vaxtarlínur beina
svo einstaklingurinn nær ekki eðli-
legum lengdarvexti. Kynfæri
drengja þroskast fyrr en ella ög of-
vöxtur hleypur í sníp kvenna.
Börn, unglingar og konur fá hár-
og skeggvöxt karla og kollvik
hækka. Jafnframt fer að bera á
unglingabólum í húð og röddin
verður gróf. Pví miður fer þessara
aukaverkana tiltölulega fljótt að
gæta og þær hverfa mun sfður en
aukaverkanir karlanna. Sem betur
fer teljum við karlhormónaneyslu
íslenskra kvenna vera sáralitla,
enda er sá árangur dýru verði
keyptur sem hefur í för með sér
ævilangan skeggvöxt og brenni-
vínsrödd.
Hjá körlunum dregur mjög úr
eigin karlhormónaframleiðslu
eistna, þar sem innra hormóna-
jafnvægi truflast. Af getur hlotist
tímabundin rýrnum eistna og
framleiðsla sæðisfruma getur nær
stöðvast, enda hafa karlhormón
verið reynd sem getnaðarvörn en
frá þeirri leið horfið vegna auka-
verkana. Blóðmagn vex og líkams-
þyngdin þar af leiðandi einnig.
Kvengerandi áhrif geta orðið
vegna vissra niðurbrotsefna lyfj-
anna, sem líkjast mjög kvenhorm-
ónum að gerð og verkun. P>ví geta
farið að vaxa brjóst á karla og börn,
líkt og um stelpur á gelgjuskeiði sé
að ræða. I
Eituráhrifa verður einna helst
vart í lifur, enda þarf hún að sjá
um að brjóta niður og eyða þess-
um aðskotaefnum. Lifrarfrumurn-
ar hreinlega ofþreytast og fara að
leka lífefnahvötum út í blóðið.
Ýmis úrgangsefni taka að hlaðast
upp í líkamanum vegna lifrarbilun-
ar og af hlýst gula og almenn ves-
öld, því lifrin sér líka um fram-
leiðslu ýmissa efna sem líkaman-
um eru nauðsynleg. Einnig má
stundum skýra skerta lifrarstarf-
semi sem ofnæmisviðbragð. Þessar
breytingar eru oftast tímabundnar
en öðru máli gegnir um myndun
blóðfylltra blaðra í lifur (peliosis
hepatis) og lifrarkrabbameins, sem
er banvænt. Með hliðsjón af
krabbameinsvaldandi áhrifum
kvenhormóna í háum skömmtum
liggur nokkuð beint við að búast
við aukningu á tíðni krabbameins í
kynfærum karla eftir háskammta-
notkun iþróttamanna. Þótt dæmi
finnist um krabbamein í blöðru-
hálskirtli hjá fertugum misnotend-
um þá eru þau of fá til að sýna
fram á óyggjandi samband.
Aukaverkanir eftir óskýrðum leiðum
eru margs konar: Kæfisvefn, salt-
söfnun, hækkaðar blóðfitur og
skert sykurþol. Þarna er um að
ræða áhættuþætti háþrýstings,
hjarta- og æðasjúkdóma og syk-
ursýki. Hér skortir þó mjög á vís-
indalegar rannsóknir. Athygli
lækna hefur á síðari árum mjög
beinst að áhrifum þessarar mis-
notkunar á sálarlíf og geðheilsu.
Hefur verið sýnt fram á ógnvekj-
andi aukningu á tíðni geðveiki.
Hugsanlega framkalla lyfin fyrr en
ella sjúkleika hjá þeim sem veilir
eru fyrir. Skapferlisbreytingum
með aukinni ýgi (aggression), árás-
arhneigð, dugnaði, drift og skertri
dómgreind virðist nú meiri gaum-
ur gefinn en áður var. Hér gæti
verið komin aðalástæðan fyrir
hinni meintu gagnsemi við þjálf-
un. Getuleysi til ásta er kvörtun
sem virðist nokkuð algeng hjá mis-
notendum karlhormóna. Lítið er
um líffræðilegar skýringar á þeim
vanda. Hugsanlegt er að þarna sé
um tilfinningalegar hömlur að
ræða, þar sem ekki fer saman
markmið og geta.
Rök gegn misnotkun
Af framangreindu má sjá að því
fer fjarri að hér sé um einhverja
skaðlausa hressingu að ræða, eins
og fram hefur verið haldið í fjöl-
miðlum. Rökin gegn neyslu þess-
ara lyfja eru læknisfræðilegs, laga-
legs, siðferðilegs og fjárhagslegs eðl-
is.
Um hin læknisfræðilegu rök höf-
um við þegar fjölyrt. Þó höfum við
ekki getið þess að þau lyf sem hér
eru notuð eru sennilega alltaf
smyglvarningur og er því ekkert
hægt að fullyrða um gæði þeirra.
Þess vegna er engin trygging fyrir
því að þau séu framleidd við full-
nægjandi hreinlætisaðstæður eða
laus við aukaefni, sem líka gætu
reynst hættuleg. Vitað er að hér-
lendir íþróttamenn hafa sprautað
sig með hormónum sem ætluð
voru skepnum. Slíkt getur að sjálf-
sögðu verið stórhættulegt. Loks
ber að geta þess að dæmi eru um
sýkingar og eyðnismit af völdum
óhreinna nála og sprauta.
Það mun flestum ljóst að smygl
á lyfjum er lögbrot. Einnig er öll
lyfjasala óheimil þeim sem ekki eru
HEILBRIGÐISMÁL 2/1991 27