Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 33

Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 33
KRABBAMEINSFÉLAGIÐ áratug niður í 7 konur af hverjum 100.000 og haldast þar. Það lág- mark er áætlað með hliðsjón af því að ákveðinn fjöldi kvenna mætir ekki eða mjög óreglulega í leit. Þessar konur eru í meiri áhættu en þær konur sem mæta reglulega í skoðun. Þá hefur leitarstarfið lítil áhrif á tíðni ákveðinna vefjagerða leghálskrabbameins (kirtilkrabba- mein og blandæxli). Loks má búast við að alltaf finnist einhver krabba- mein á algeru byrjunarstigi sem læknast að fullu með minniháttar skurðaðgerð. Dánartíðni af völdum legháls- krabbameins jókst nokkuð frá því á árunum fyrir 1960 og fram undir 1970 en minnkaði aftur úr því. Lækkunina má rekja til þess að með leitinni tókst í einhverjum mæli að stöðva framrás sjúkdóms- ins, greina hann á fyrsta stigi og lækna hann. Sú litla aukning sem mælist upp úr 1980 er í samræmi við dræma mætingu næstu ár á undan. Síðustu árin virðist dánar- tíðnin standa í stað. Áhrif leitar koma einnig greinilega fram í því að af þeim konum sem dóu af völdum leghálskrabbameins frá 1964 til 1988 höfðu 89% aldrei mætt til leitar eða mjög óreglulega. Þetta er í samræmi við niðurstöður ann- arrar íslenskrar rannsóknar2 sem sýndi að konur sem ekki hafa mætt í leit eru í nær ellefufalt meiri hættu á að deyja úr leghálskrabba- meini en þær sem einhvern tímann hafa mætt. í spá um dánartíðni af völdum leghálskrabbameins er gert ráð fyr- ir því að dánartíðni minnki smám saman á næstu árum og fari niður í 2 af hverjum 100.000 konum um miðjan næst^ áratug og haldist þar til aldamóta. Ef hámark á dánar- tíðnikúrfu frá 1967 hefði haldist óbreytt fram til 1989 hefðu dauðs- föll úr leghálskrabbameini orðið um 90 fleiri en raun varð. Nýgengi brjóstakrabbameins jókst ört á árunum 1955 til 1960, síðan jókst það með jöfnum en minni hraða fram undir 1986 en hefur eftir það aftur vaxið mjög ört. Ekki liggur fyrir skýring á fyrri uppsveiflunni fram til ársins 1960 en síðari uppsveiflan, upp úr 1986, er talin stafa af markvissri leit með röntgenmyndatöku. Þessi tækni gerir kleift að greina brjóstakrabba- mein áður en það verður þreifan- legt og flýtir því greiningu þessara æxla. Nú greinast tvö af hverjum þremur brjóstakrabbameinum hér á landi á vegum leitarstöðvar. Það er áhyggjuefni hve ört og jafnt nýgengi brjóstakrabbameins hefur vaxið á undanförnum þrem- ur áratugum eða um því sem næst 1,2 konur af hverjum 100.000 á ári, sé gengið út frá beinni línu. í spá um nýgengi brjóstakrabba- meins er gert ráð fyrir að aukin notkun brjóstaröntgenmynda- tækni muni tímabundið leiða til fjölgunar á nýgreindum tilfellum, líkt og varð í byrjun leghálskrabba- meinsleitar, en tilfellum fækki síð- an á ný innan fárra ára. Hins vegar er ekki líklegt að með brjóstarönt- genmyndun megi draga úr þeirri aukningu á nýgenginu sem orðið hefur síðustu áratugi. Þannig er gert ráð fyrir að um aldampt muni greinast um 80 ný brjóstakrabba- mein miðað við 100.000 konur (í stað um 60 af 100.000 árið 1980). Dánartíðni af völdum brjósta- krabbameins hefur ekki tekið miklum breytingum síðustu þrjátíu ár, á heildina litið. Hún fór heldur vaxandi frá 1955 til 1965, en minnk- aði svo nokkuð fram undir 1980. Þá fór dánartíðni að vaxa aftur en virðist hafa náð hámarki. Það er athyglisvert hve bilið á milli nýgengis og dánartíðni hefur breikkað mikið, sérstaklega frá því um 1965. Með öðrum orðum hefur árlegur fjöldi þeirra kvenna sem dáið hafa af völdum sjúkdómsins ekki aukist að sama skapi og fjöldi þeirra sem hafa fundist með ný æxli. Lífslíkur kvenna sem fá sjúk- dóminn hafa þannig stórbatnað á umræddu tímabili og fimm ára lif- un hefur aukist úr 47% í 68%.3 Margar skýringar koma til greina svo sem bætt meðferð og fyrri greining. Af gögnum Leitarstöðvar má sjá að um tvær af hverjum þremur þeirra kvenna er greindust með brjóstakrabbamein við leit fyrir 1988 höfðu nýlega fundið hnút eða haft önnur einkenni frá brjóstum. Sjálfskoðun brjósta getur því flýtt fyrir greiningu þessa sjúkdóms og þannig haft áhrif á lífslíkurnar. í spá um dánartíðni af völdum brjóstakrabbameins er gert ráð fyr- ir að dánartíðnin muni minnka nokkuð á næstu árum, sérstaklega vegna þess að með skipulegri leit og töku röntgenmynda af brjóstum Nýgengi (efri lína) og dánartíðni brjóstakrabbameins frá 1955 til 1989 og spá um nýgengi til alda- móta. Tíðni af 100.000 og fimmtu gráðu aðhvarfslínur. HEILBRIGÐISMAL 2/1991 33

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.