Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 24

Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 24
KRABBAMEINSFÉLAGIÐ / Ljósmyndarii Nokkrir áfangar 1949: Fyrsta íslenska krabba- meinsfélagiö, Krabbameins- félag Reykjavíkur, var stofn- að 8. mars. Utgáfa á Frétta- bréfi um heilbrigðismál hófst í desember. 1951: Krabbameinsfélag ís- lands var stofnað 27. júní. 1954: Hafin var skráning krabbameina og Krabba- meinsskránni komið á fót. 1955: Happdrætti Krabba- meinsfélagsins var hleypt af stokkunum. 1957: Rekstur almennrar leit- arstöðvar hófst. 1962: Félagið festi kaup á húsinu Suðurgötu 22 í Reykjavík. 1964: Skipuleg leit hófst að krabbameini í leghálsi og að forstigum þess. 1969: Leit að brjóstakrabba- meini hófst. 1976: Ný sókn hófst í barátt- unni gegn reykingum. 1982: Fyrsta landssöfnunin undir kjörorðinu „Þjóðar- átak gegn krabbameini" var í október. 1984: í september flutti starf- semi félagsins í nýtt hús að Skógarhlíð 8 - „Húsið sem þjóðin gaf". 1986: Efnt var til „Þjóðar- átaks gegn krabbameini - þín vegna". 1987: Heimahlynning krabba- meinssjúklinga hafin. 1988: Rannsóknastofa í sam- einda- og frumulíffræði tek- in í notkun. 1990: „Þjóðarátak gegn krabbameini - til sigurs". Krabbameinsfélag íslands Aðalfundur Krabbameinsfélags íslands: Staða félagsins er sterk Aðalfundur Krabbameinsfélags íslands 1991 var haldinn 24. maí í húsi félagsins að Skógarhlíð 8. Fundinn sátu yfir sextíu manns og voru fulltrúar frá sautján aðildarfé- lögum Krabbameinsfélags Islands. Verndari félagsins, Vigdís Finn- bogadóttir forseti íslands, var við- stödd fyrsta hluta fundarins ásamt Sighvati Björgvinssyni heilbrigðis- ráðherra og fleiri gestum. I upphafi fundarins var minnst Alfreðs Gíslasonar læknis, sem lést á síð- asta ári, en hann var einn af helstu hvatamönnum að stofnun samtaka til baráttu gegn krabbameini. í til- efni af því að á þessu ári eru fjöru- tíu ár liðin frá stofnun Krabba- meinsfélags íslands flutti Ólafur Bjarnason prófessor, og fyrrver- andi formaður félagsins, erindi um helstu þætti í sögu félagsins. í skýrslu Almars Grímssonar, Frá aðalfundi Krabbameinsfélags íslands, sem haldinn var í maí. f ræðustól er Ólafur Bjarnason prófessor, en hann var einn af stofnendum krabbameinssamtak- anna hér á landi. formanns félagsins, kom fram að staða félagsins er sterk. Hrein eign félagsins er tæpar þrjú hundruð milljónir króna og munar þar mest um húseignina Skógarhlíð 8. Hefð- bundinn rekstur á síðasta ári var erfiður, en stuðningur almenn- ings í „Þjóðarátaki gegn krabba- meini 1990 - til sigurs" gerir fé- laginu kleift að halda áfram á sömu braut og takast á við ný verkefni. í því sambandi má geta þess að nýlega hafa Krabbameinsfélagið og Rauði kross fslands keypt tvær íbúðir í nágrenni Landspítalans til afnota fyrir krabbameinssjúklinga af landsbyggðinni og aðstandend- ur þeirra. í skýrslu formanns kom einnig fram að nú eru fyrirhugað- ar breytingar á rekstri Heima- hlynningar Krabbameinsfélagsins, en sú þjónusta hefur mælst mjög vel fyrir. Þá kom fram að ný- lega var úthlutað úr sjóðum félags- ins styrkjum til krabbameins- rannsókna fyrir á sjöttu milljón króna. Á aðalfundi Krabbameinsfélags íslands var samþykkt ályktun þar sem hvatt var til þátttöku í reyklaus- um degi, 31. maí, en hann var að 24 HEILBRIGÐISMÁL 2/1991

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.