Heilbrigðismál - 01.06.1991, Blaðsíða 16
HEILBRIGÐISMÁL / M>Tidsköpun - HEILBRIGÐISRÁÐUNEVTIÐ / Teikniþjónustan sf.
% orku
50n
Hlutföll orkuefna
eftir aldursflokkum
40
30
20
10
Fita IB Kolvetni Prótein
C—) (þar af viöb. sykur)
15-19 ára 20-49 ára 50-69 ára 70-80 ára
meira lýsi, en þá er það yfirleitt
vegna notkunar lýsis sem feiti með
mat.
Sykur, hunang og sælgæti. Til
þessa flokks telst allt sælgæti, svo
og sykur í matvörum, gosdrykkj-
um og sykruðum svaladrykkjum.
Mest er neyslan í yngstu aldurhóp-
unum. Neysla pilta á sykri og sæt-
indum er að jafnaði 133 grömm á
dag, sem samsvarar um það bil
tveim algengum súkkulaðistykkj-
um og hálfum lítra af gosi á dag.
Til samanburðar er brauðneysla í
sama aldurshópi 140 grömm á dag
að jafnaði.
Gosdrykkir og svaladrykkir. Til
þessara drykkja teljast bæði sykr-
aðir og sykurlausir gos- og svala-
drykkir, en hreinir aldinsafar eru
undanskyldir. Samkvæmt niður-
stöðum könnunarinnar er meðal-
neyslan 228 grömm, sem samsvar-
ar rúmu glasi á dag. Þessar nið-
urstöður samræmast illa upp-
lýsingum um framleiðslu og inn-
flutning gosdrykkja, þær tölur eru
mun hærri eða 318 grömm á dag
fyrir árið 1989. Áreiðanleiki fram-
leiðslutalna hefur ekki verið
metinn, en hins vegar er ekki ólík-
legt að gosdrykkir séu eitthvað
vanmetnir í könnuninni því flestar
neyslukannanir hafa einmitt þá
annmarka að sælgætis- og gos-
drykkjaneysla kemur ekki fyllilega
fram. í könnuninni kemur hins
vegar skýrt í ljós hvernig gos-
drykkjaneyslan dreifist milli ein-
stakra hópa. Það kemur varla á
óvart að ungt fólk drekkur mest af
gosdrykkjum, eða rúmlega hálfan
lítra á dag að jafnaði. Ef til vill má
jafnvel margfalda þessa tölu með
1.39, ef tekið er mið af framleiðslu-
töium. Fólk á miðjum aldri drekk-
ur einnig töluvert af gosdrykkjum
eða rúmt glas á dag að jafnaði, en
flest eldra fólk notar þessar vörur
lítið sem ekkert.
Kaffi. Kaffidrykkja er mikil sam-
kvæmt könnuninni, rétt eins og á
Norðurlöndum yfirleitt. Meðal-
neyslan er 616 grömm, sem sam-
svarar rúmlega fjórum bollum á
dag. Karlar milli tvítugs og fimm-
tugs drekka mest kaffi eða 780
grömm á dag að jafnaði en ungt
fólk drekkur lítið sem ekkert kaffi
og sömu sögu er að segja um
meira en tíu af hundraði fólks á öll-
um aldri.
Tedrykkja er tiltölulega lítil og
mun minni en til dæmis í Dan-
mörku. Meira en helmingur fólks
drekkur ekki te. Meðalneyslan er
88 grömm sem samsvarar hálfum
bolla á dag. Konur virðast drekka
ívið meira te en karlar.
Vatn til drykkjar. Vatn er fjórði al-
gengasti drykkur íslendinga, á eftir
kaffi, nýmjólk og gosdrykkjum.
Meðalneyslan er rúmt glas á dag en
helmingur fólks drekkur hálft vatns-
glas á dag eða meira. Það er athygl-
isvert að konur á öllum aldri drekka
mun meira af vatni en karlar.
itarefni:
Könnun á mataræði íslendinga 1990. 1.
Helstu niöurstöður. Rannsóknir Manneldis-
ráðs íslands III. Laufey Steingrímsdóttir,
Hólmfríður Porgeirsdóttir, Stefanía Ægisdótt-
ir. Manneldisráð íslands, Reykjavík 1991.
Latifey Steingrímsdóttir, Ph. D., er
næringarfræðingur. Hún hefur að
undanförnu unnið að neyslukönnun
þeirri sem he'r er sagt frá.
Meðal þess sem birst heþtr áður eftir
Laufeyju í Heilbrigðismálum eru greinar
tim brauð (4/1981), mataræði ungra
barna (1/1982), salt (2/1982), járn (2/
1985), mjólk (3/1985), mat, hollustu og
megrun (4/1988), luifragraut (1/1989),
næringu og heilsu (4/1989) og skyndi-
bita (1/1991). Se'rstök ástæða er til að
benda á greinina: Verði þér að góðu!
Ábendingar um mataræði (3/1988).
Könnunin sýnir að ungt fólk
drekkur mikið af gosdrykkjum en
kaffidrykkja er mikil í eldri hópun-
um.
16 HEILBRIGÐISMÁL 2/1991